Mosfellingur - 23.08.2022, Blaðsíða 54

Mosfellingur - 23.08.2022, Blaðsíða 54
 - Aðsendar greinar54 Vonandi hafa þið öll notið sum- arsins í faðmi fjölskyldu og/eða vina og náð að hlaða ykkur já- kvæðri orku fyrir veturinn. Við í Mosfellsbæ höldum að sjálfsögðu áfram í heilsuefling- unni og mun ýmislegt spenn- andi og skemmtilegt verða á döfinni í haust og vetur. Í túninu heima Bæjarhátíð okkar Mosfellinga, Í tún- inu heima, verður haldin með pompi og prakt núna um helgina. Þetta er sann- kölluð fjölskylduhátíð með heilsueflandi ívafi þar sem aðal markmiðið er að ungir sem aldnir komi saman, auðgi andann og njóti samverunnar með fjölskyldu og vinum. Dagskráin er að venju glæsileg en hana má finna á heimasíðu bæjarins og að sjálfsögðu hér í Mosfellingi. Tindahlaupið Eitt skemmtilegasta hlaup sumars- ins, Tindahlaupið í Mosfellsbæ, er fram undan og verður einn af hápunktum bæjarhátíðarinnar Í túninu heima. Í þessu náttúru- og/eða utanvegahlaupi verða fjórar útfærslur í boði, þ.e. 7 tind- ar (38 km), 5 tindar (34 km), 3 tindar (19 km) og 1 tindur (12 km). Hlaupið fer fram laugardaginn 27. ágúst og því tilvalið að reima á sig skóna og velja sér áskorun við hæfi. Nánari upplýsingar má finna á www.hlaup.is Perlum fyrir Kraft Í tilefni af bæjarhátíðinni okkar legg- ur Kraftur leið sína í Mosfellsbæinn til að perla sín landsfrægu armbönd með Aftureldingu og Mosfellingum öllum. Armböndin eru perluð í sjálfboða- vinnu og rennur allur ágóði af sölu þeirra til Krafts. Sýnum kærleika í verki, mætum með fjölskyldunni, eigum góða stund saman og perlum af Krafti til að styðja við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum þeirra. Perlað verður í Hlégarði í dag, þriðjudaginn 23. ágúst kl. 17:00-20:00. Fellahringurinn Afturelding stendur fyrir frábærri hjólakeppni, Fellahringnum, fimmtu- daginn 25. ágúst. Hjólað verður um stíga og slóða umhverfis fallegu fellin okkar og hægt er að skella sér annaðhvort 15 km eða 30 km hring. Frábær skemmtun fyrir fjölskyldur, verðlaun verða veitt í aldursflokkum (frá 12 ára) og auk þess verða líka vegleg út- dráttarverðlaun, m.a. glæsilegt fjallahjól frá Markinu. Er þetta nokkur spurning? Göngum í skólann Árlega taka milljónir barna þátt í Göngum í skólann verkefninu í yfir fjörutíu löndum víðs vegar um heim. Markmið verkefnisins eru meðal annars að hvetja börn og fjölskyldur til aukinnar hreyfingar með því að nota virkan ferðamáta, auka færni barna til að ferðast á öruggan hátt, stuðla að heilbrigðum lífsstíll fyrir alla fjölskyld- una, minnka umferð við skóla og stuðla þar með að hreinna lofti og öruggari og friðsælli götum/hverfi. Það er sem sagt gleði í kortunum og hvetjum við ykkur að sjálfsögðu til að taka þátt. Skemmtum okkur fallega saman – gleðilega hátíð! Ólöf Kristín Sívertsen, lýðheilsu- fræðingur og verkefnisstjóri Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heils vin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálss n, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfa gið jo @ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heilsuvin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálsson, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfangið jon@ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heilsuvin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálsson, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfangið jon@ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf heilsuvin í mosfellsbæ Gleðilega hátíð! H e i l s u v i n í M o s f e l l s b æ e r h l u t a f é l a g í e i g u f y r i r t æ k j a o g e i n s t a k l i n g a í h e i l s u þ j ó n u s t u í M o s f e l l s b æ . S t a r f f r a m k v æ m d a s t j ó r a f e l u r í s é r a l m e n n t u t a n u m h a l d u m s t a r f k l a s a n s , k y n n i n g a r - o g m a r k a ð s s t a r f , ö f l u n n ý r r a h l u t h a f a f y r i r k l a s a n n , u m s j ó n m e ð u m s ó k n u m u m s t y r k i , b ó k h a l d o g f l e i r a . N á n a r i u p p l ý s i n g a r u m H e i l s u v i n e r a ð f i n n a á s l ó ð i n n i w w w . h e i l s u v i n . c o m . N á n a r i u p p l ý s i n g a r u m s t a r f i ð v e i t i r J ó n P á l s s o n , s t j ó r n a r f o r m a ð u r H e i l s u v i n j a r g e g n u m n e t f a n g i ð j o n @ a n s . i s . U m s ó k n i r s k u l u s e n d a r á n e t f a n g i ð h e i l s u v i n @ h e i l s u v i n . c o m f y r i r 3 . m a r s n æ s t k o m a n d i . H e i l s u v i n í M o s f e l l s b æ ó s k a r e f t i r a ð r á ð a f r a m - k v æ m d a s t j ó r a í a l l t a ð 5 0 % s t a r f heilsu hornið Íþróttablanda Aftureldingar er nýtt námskeið sem verður í boði á haustönn 2022. Þetta námskeið er fyrir börn í fyrsta og öðrum bekk grunnskóla. Íþróttabland er samvinnuverkefni blak-, frjálsíþrótta- og sunddeildar Aftureldingar. Það er mikið um að vera hjá nemendum 1. og 2. bekkjar – við viljum aðstoða! Við hjá Aftureldingu tökum opnum örmum á móti þessum börnum, sem gjarnan eru á staðnum því mamma og pabbi senda þau. Eða af því að vinirnir eru þarna. Allt eru þetta góðar og gildar ástæður fyr- ir viðveru barna í íþróttastarfi. Og vissulega er félagslegi þátturinn gríðarlega mikilvæg- ur í okkar starfi. En börn á þessum aldrei eru alls ekki alltaf tilbúin að velja í hvaða íþrótt þau vilja vera 2-3 sinnum í viku næstu ár. Með íþróttablöndunni viljum við skapa um- hverfi þar sem iðkendur fara á milli deilda vikulega, en þó er bara ein skráning og eitt skráningargjald, og leyfa þeim að kynnast okkur og íþróttunum. Almennt styðja allar íþróttir við bakið á annarri íþrótt, sérstaklega á þessu aldurs- bili barna. Á námskeiði íþróttablöndunar verður lögð áhersla á hreyfifærni og sam- hæfingu sem er grunnur að velgengni í flest öllum íþróttum. Börnin fá þá að kynnast starfi þriggja deilda á einni önn. Von og markmið er svo að iðkendur finni sinn farveg í íþróttastarfinu og eigi auðveldara með að velja sér íþrótt- grein þegar þau verða eldri. Markmið íþróttablöndunar - Minnka líkur á leiða og þar með brott- falli úr íþróttum. - Auka hreyfifærni og samhæfingu - Auka gleði í íþróttum - Allir finna sér eitthvað við hæfi Íþróttablandan fer fram að Lágafelli frá 15.00-16.00. Skráning fer fram í gegnum Sportabler. Aðeins er eitt gjald fyrir þrjár íþróttir og ein skráning. Iðkendur skipta um íþróttagrein á viku fresti fram að jólum – æfingatafla verður sýnileg í Sportabler og því ætti ekki að fara á milli mála hvað er á dagskránni. Æfingar eru á mánudögum og miðviku- dögum klukkan 15:00 til 16:00. Hægt er að taka frístundarútu frá Varmá. Frekari upplýsingar er að finna á heima- síðu Aftureldingar. Fyrir hönd þjálfara og stjórna blak-, frjálsíþrótta- og sunddeildar Hilmar Smári Fjölbreytni og leikur Íþróttablanda 1. og 2. bekkjar í íþróttamiðstöðinni Lágafelli Íþróttastarf á Íslandi er og hefur alltaf verið að miklu leyti byggt upp með aðkomu sjálfboðaliða. Foreldrar og forráðamenn iðk- enda eru vitanlega stærstur hluti þessa hóps en í meistaraflokks- starfinu er þó einnig að finna almennt áhugafólk um íþróttir og „gamlar kempur“, í bland við vini og fjölskyldur leikmanna. Við hjá Aftureldingu erum ákaflega heppin og ánægð með okkar sjálfboðaliða, drífandi hóp fólks sem er tilbúið að leggja hönd á plóg til að gera íþróttastarfið frá- bært. Þetta er þó ekki sérlega stór hópur, því þótt ég segi stolt frá þessum 150 einstakl- ingum sem vinna hörðum höndum að því að byggja upp starfið, þá er bæjarfélagið okkar ört vaxandi sem þýðir að Afturelding vex með og við fáum fleiri iðkendur. Allt þetta frábæra fólk sem styður starfið okkar með sjálfboðavinnu sinni þarf að sinna miklum fjölda verkefna, 11 deildir, 18 ráð og 6-9 meistaraflokkar, en fjöldi þeirra fer eftir hversu mörgum U-liðum við teflum fram hverju sinni. Starfið sem fer fram á skrifstofu Aftur- eldingar væri annað, líklega ekkert, ef ekki væri fyrir þessa sjálfboðaliða. Við treystum á þau þegar kemur að því að tækla misjöfn verkefni sem þarf að sinna til að hægt sé að halda úti starfinu, en á hverju hausti hefja nýir iðkendur æfingar og félagið stækkar og stækkar. Þökk sé sjálfboðaliðunum að börnin okkar geta valið úr fjölda íþróttagreina og gengið að því vísu að markið sé sett hátt þegar kemur að gæðum þjálfunarinnar. Ánægjuvogin gefur okkur vísbendingar um að ánægja með starfið á meðal ið- kenda sé yfir meðallagi, og þá er nú hálfur sigur unninn. Því við erum jú að þessu fyrir iðkendur – börnin í bænum. Og þau eru almennt ánægð með félagið sitt, þjálf- arana og félagslífið sem fylgir því að vera í Aftureldingu. Ánægjuvogin er unnin af Rannsóknum og greiningu (R&g) fyrir Íþrótta- og Ólymp- íusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ). Rannsóknir og greining hafa lagt spurningalista fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk frá árinu 1992 í rannsókninni Ungt fólk. Í Ánægjuvoginni felst að spurn- ingum sem tengjast íþróttum og íþróttaiðkun er bætt við spurn- ingalistana. Listarnir voru lagðir fyrir nemendur bekkjanna í febrúar 2020 og var svarhlutfallið 85%. (Tekið af vef ÍSÍ) Við sem störfum í þessum heimi þekkj- um vel mikilvægi þess að iðka íþróttir, að stunda æfingar með þjálfara í skipulögðu starfi. En þau gögn sem Rannsóknir og greining hafa safnað síðan 1992 segja mun merkilegri sögu. Samkvæmt Margréti Lilju hjá Rann- sóknum og greiningu – sem stendur fyrir og framkvæmir Ánægjuvogina – er tóm- stundastarfið einn af verndandi þáttum íslenska forvarnamódelsins. „Þannig eru minni líkur á vímuefna- neyslu, betri andleg og líkamleg líðan, betri námsárangur og lengi mætti telja meðal barna og ungmenna sem eru virk í skipulögðu starfi.“ (www.isi.is/fraedsla/ anaegjuvogin/) En betur má ef duga skal. Við þurfum fleiri sjálfboðaliða! Fleiri hendur vinna létt verk og það vantar fleiri til að létta undir með þeim sem fyrir eru: í foreldraráðin, í heimaleikjaráðin, í hug- myndavinnu og í ýmiss konar tilfallandi verkefni. Við sem störfum hjá Aftureldingu erum hæstánægð og ákaflega þakklát fyrir alla okkar sjálfboðaliða, en við viljum líka alltaf kynnast fleirum. Við hvetjum því alla for- eldra og forráðamenn til að kynna sér starf Aftureldingar og koma og taka þátt í þessu skemmtilega ævintýri með okkur. Allar deildir og ráð félagsins eru reknar af stjórnum með formönnum, gjaldkerum, riturum og öðrum stjórnarmeðlimum. Ég skora á þig að hafa samband og vera með! Hanna Björk Halldórsdóttir Íþróttafulltrúi Aftureldingar Komdu og vertu með! Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á mos­fellingur@mos­fellingur.is­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.