Mosfellingur - 23.08.2022, Blaðsíða 56

Mosfellingur - 23.08.2022, Blaðsíða 56
Heilsumolar gaua - Aðsendar greinar56 Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is síðsumarHreyfing Ég er bæði frí-maður og rútínu- maður. Finnst gott að breyta til, ferðast, fara á nýja staði, upplifa nýja hluti og gera aðra hluti en venjulega. En mér finnst yfirleitt mjög gott að koma til baka úr fríi og stíga aftur inn í rútínu. En ekki endilega sömu rútínu og síðast. Mér til mikillar lukku fann ég róðrarvél í æfingasalnum okkar þegar við komum heim úr sumarfrí- inu. Forláta gripur sem vinir okkar eiga. Þau voru að flytja og fundu ekki góðan stað fyrir róðrarvélina þannig að hún er komin í pössun til okkar. Ég ákvað að bæta róðri inn í morgunrútínuna og tek þægilega lotu á græjunni góðu þrjá morgna í viku. Ég vona að að hún verði sem lengst í pössun hjá okkur. Ég er líka byrjaður að æfa reglulega hjá sjálfum mér. Eða hjá æfingaklúbbnum okkar Völu öllu heldur. Ég ákvað að breyta til hjá mér í haust, hætta að þjálfa aðra og einbeita mér að öðrum verkefnum. Ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun, en ég sakna æfingahópsins og fólksins, og ákvað því að byrja að mæta sjálfur á æfingar til þess að hitta þau reglu- lega. Er búinn að mæta vel síðustu tvær vikur og ætla að halda áfram að gera það. Mér finnst þetta virkilega gott, að vera æfingafélagi í stað þess að vera þjálfari. Fyrir utan róðurinn og æfingarnar reglulegu er ég með á vikupró- gramminu eina fellagöngu. Fellin okkar eru bara best. En lífið er ekki bara hreyfing. Gatan okkar þjófstartaði og hélt götugrill um síðustu helgi. Það er ótrúlega gaman að hitta nágrannana í afslöppuðum aðstæðum þar sem enginn er að flýta sér. Við erum mjög heppin með nágranna, gatan okkar er stútfull af skemmtilegu fólki sem gaman er að spjalla við og kynnast betur. Golfmót götunnar kom til umræðu, ég bíð spenntur eftir því! Mosfellingarnir Edda Margrét Jonasdóttir, Emil Huldar Jonasson, Eva Jónína Daníels- dóttir og Rakel Elaisa Allansdóttir tóku þátt í barnadjasshátíðinni „Kids in Jazz“ í Osló 11.-16. ágúst. Þar komu þau fram ásamt börnum frá Mexíkó, Perú, Japan, Ítalíu, Portúgal, Fær- eyjum, Danmörku og Noregi. Edda (klarinett) og Rakel (kornett) eru nemendur í Skólahljómsveit Mosfellsbæjar og Emil (píanó) og Eva (píanó) eru í Tón- listarskóla Mosfellsbæjar. Þau eru 8–11 ára og eru öll nemendur í Lágafellsskóla. Djassskóli fyrir 7-16 ára Odd André Elveland er stofnandi Im- probasen sem er djassskóli fyrir börn á aldrinum 7-16 ára. Hann er staðsettur í Osló en Odd André ferðast um allan heim og kennir börnum að spila djass eftir eyr- anu og improvisera. Hann hefur reglulega komið til Íslands síðan 2017 og það hefur myndast tenging við Mosfellsbæ. Margir af nemendunum sem hafa tekið þátt koma úr skólahljómsveitinni og tónlistarskólanum og eins hefur hann fengið að nýta tónlistar- skólann undir kennslu og kynningu. Fjórmenningarnir ásamt gestum verða með stofutónleika Í túninu heima sunnu- daginn 28. ágúst kl. 13:00. Leikskólinn Hlíð fékk afhentan sinn þriðja Grænfána þann 16. júní sl. við hátíðlega athöfn í sal leikskólans en Landvernd stýrir Grænfánaverkefninu. Nú er Hlíð orðin ungbarnaleikskóli og hefur það verið ákveðin áskorun fyrir þátt- töku í verkefninu. Við höfum þetta tímabil verið að leggja áherslu á lýðheilsu – sem miðar m.a. að því að bæta og viðhalda and- legri og líkamlegri heilsu barna og starfs- fólks, með almenna vellíðan að markmiði en innan lýðheilsu rúmast þættir eins og hreyfing, næring og geðrækt. Það er okkar von með grænfánaverkefn- inu að börnin verði betur læs á umhverfi sitt, samfélag, menningu og náttúru. Verði betur til þess fallin að skynja og skilja um- hverfi sitt en í ungbarnaleikskóla er áhersla í umhverfismennt með börnunum fyrst og fremst að upplifa og njóta, horfa, skynja og undrast. Allir nemendur hafa verið duglegir að taka þátt vinnunni að okkar þriðja fána en tímabilið er 2 ár. Við höfum m.a. verið að vinna í vináttuverkefni Barnaheilla og æfingum sem því fylgir í sambandi við virðingu, umburðarlyndi, hugrekki og umhyggju. Eins höfum við lagt áherslu á þátttöku í útileikstundum, að borða holl- an mat og verið dugleg í hreyfistundum í salnum. Börnin hafa unnið með hreyfingu og líkama í ýmiss konar listastarfi s.s. mála og dansa, syngja hreyfisöngva alla daga auk þess sem öll börnin taka þátt í vikulegri söngstund í sal en allt ofantalið stuðlar að líkamlegri og andlegri vellíðan. Enda hafa foreldra- og starfsmannakannanir komið mjög vel út. Þær áherslur sem við höfum unnið eftir tengjast aðalnámskrá leikskóla m.a. þannig að í aðalnámskrá segir að allt skólastarf þurfi að efla heilbrigði og stuðla markvisst að velferð og vellíðan barna. Að í skólum þurfi að skapa jákvæðan skólabrag og heilsueflandi umhverfi þar sem hlúð er að þroska og heilbrigði. Að leggja skuli áherslu á jákvæða sjálfsmynd, hreyfingu, næringu, hvíld, andlega vellíðan og góð samskipti og hefur þetta allt verið okkar leiðarljós í vinnunni að okkar þriðja grænfána. Önnur verkefni hafa samhliða verið að vinna með moltu, endurvinna, flokka og al- mennt eru allir þátttakendur í því. Áhersla er á að hafa allt margnota sem hægt er inn- an leikskólans og um leið endurvinnanlegt sem hefur gengið nokkuð vel. Umhverfissáttmálinn okkar: Sólin skín og grasið grær gaman er að lifa. Lyngið fagurt, lindin tær. Litlir fætur tifa. Höf. R.H. Umhverfisnefnd Hlíðar Ungbarnaleikskólinn Hlíð fær Grænfána Mosfellskir krakkar á „Kids in Jazz“ í Osló • Bjóða upp á stofutónleika Í túninu heima Tóku þátt í barnadjasshátíð Krakkarnir ásamt Þorvaldi Hrafni, sendiherra Íslands í Noregi, eftir tónleika. Krakkarnir að spila á opnunartónleikum hátíðarinnar í Noregi. Íbúð óskast til leigu Ungt reglusamt par óskar eftir lítilli íbúð til leigu í Mosfellsbæ. Skilvísum greiðslum heitið og meðmæli ef óskað er. Upplýsingar í síma 6610993 eða í netfanginu asdisbirnag@gmail.com.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.