Mosfellingur - 23.08.2022, Blaðsíða 38
- Fréttir úr bæjarlífinu38
Háholti 14 - S: 5531900
Ævintýraleg verslun í Mosfellsbæ
Í túninu heima tilboð:
20% afsláttur af öllum
ilmvörum hjá okkur í Evítu.
Frábært úrval af ilmkertum,
pinnum, olíum og spreyi.
Kristján Þór Einarsson varð Íslandsmeist-
ari í golfi í Vestmannaeyjum eftir frábæra
frammistöðu.
Kristján sigraði að lokum með tveggja
högga mun en aflýsa þurfti síðasta
keppnisdegi mótsins vegna veðurs.
Kristján varð einnig Íslandsmeistari í golfi
í Vestmannaeyjum árið 2008.
Þá sigraði Kristján í Korpubikarnum
um liðna helgi og tryggði sér um leið
sigameistaratitil GSÍ 2022.
Sækir innblástur í
fegurðina í Mosfellsbæ
„Málað í Mosó” er yfirskrift verkefn-
is sem Anna Soffía Halldórsdóttir
sýnir frá á Snapchat og Instagram
reikningum sínum þessa dagana.
Þar birtir hún það sem hún er að
mála hverju sinni og eins og nafnið
gefur til kynna er innblásturinn
að verkunum sóttur í fegurðina í
Mosfellsbæ. Anna býr á Húsavík en
á kærustu í Mosfellsbæ. Aðspurð
segist hún verða hér til áramóta.
„Fellin og staðir eins og Hafravatn
gefa mér bæði kraft og innblástur.
Hafravatn er mér mjög hugleikið og
mér líður mjög vel þar. Anna Soffía
hefur komið víða við í listsköpun,
en hefur undanfarin ár eingöngu
verið að mála. Áhugasamir geta
fylgst með eða haft samband við
hana á Snapchat: annash67
Kvennasveit GM sigraði á Íslandsmóti golf-
klúbba sem fram fór á Hlíðavelli og Korpu í
lok júlí. Kvennasveit GM spilaði spennandi
úrslitaleik við Golfklúbb Reykjavíkur sem
vannst að lokum 3-2. Með sigrinum öðlast
GM þátttökurétt á Evrópumóti golfklúbba
sem fram fer í Slóveníu í lok september.
Á myndinni frá vinstri: Dagur Ebenez-
ersson, Davíð Gunnlaugsson, Sara Krist-
insdóttir, Arna Rún Kristjánsdóttir, María
Eir Guðjónsdóttir, Katrín Sól Davíðsdóttir,
Kristín Sól Guðmundsdóttir, Berglind Erla
Baldursdóttir, Nína Björk Geirsdóttir, Pa-
mela Ósk Hjaltadóttir og Guðleifur Kristinn
Stefánsson.
Kvennasveit GM Íslandsmeistarar
Kristján Þór
Íslands-
Meistari
kristján þór með
bikarinn í eyjum