Mosfellingur - 23.08.2022, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 23.08.2022, Blaðsíða 14
 - Fréttir úr bæjarlífinu14 Flaggstangarfánar Fánalengjur (plast/tau) Áhersla lögð á hluti sem tengjast Mosfellsbæ • Sýning í Kjarna Í túninu heima frá fimmtudegi til sunnudags Tryggvi heldur hernámssýningu Í tengslum við bæjarhátíðina ætlar Mos- fellingurinn Tryggvi Blumenstein að halda sýningu á munum frá hernáminu á Íslandi og leggur sérstaka áherslu á hluti sem tengjast Mosfellsbæ. „Þetta er hernámssýning, ég er safnari að upplagi og á orðið heilmikið safn af munum frá hernámsárunum á Íslandi, það eru margir sem gera sér ekki grein fyrir því hversu mikil umbrotsár þetta voru í íslenskri sögu,“ segir Tryggvi en sýningin verður á neðri hæð Kjarna, Þverholti 2, dag- ana 25.-28. ágúst og er aðgangur ókeypis. Dreymir um að opna safn í Mosfellsbæ Tryggvi, sem er einn ötulasti safnari gripa frá hernámsárunum á Íslandi, dreymir um að safnið hans verði að almenningssafni í framtíðinni þar sem þessum umrótatímum á Íslandi verði gerð góð skil. „Þessi tími breytti samfélaginu okkar mikið, það má eiginlega segja að okkur hafið verið kippt úr moldarkofunum inn í nútímann. Draumur minn er að opna safn hér í Mosfellsbæ. Á sýningunni verður hægt að skoða hluta af þessum munum sem ég hef safnað, hægt verður að handleika ákveðna hluti og jafnvel taka myndir. Ég held úti vefsíðunni fbi.is þar sem má finna ýmsar upplýsingar og ljósmyndir sem ég hef safnað saman,“ segir Tryggvi og von- ast eftir að sjá sem flesta Mosfellinga. John Marston yfirmaður bandaríska landgönguliðsins við Brúarland í Mosfellssveit árið 1941. Mosfellingurinn Tryggvi Blumenstein á áhugavert safn frá hernámsárunum á Íslandi. Íþróttafjör næsta skólaár Skemtilegt og gefandi hlutastarf í Mosfellsbæ með þremur grunnskólum fyrir áramót og annað eins eftir áramót. „Réttur grunnur gerir alla framtíð skemtilegri“ Nú óska ég eftir tveimur aðilum til að vera með mér í mikilvægu forvarnarstarfi fram að vori 2023. Veist þú um einhvern sem er barngóður, þekkir til í ýmsum íþróttum, er 18 ára eða eldri og er til í að byggja upp framtíð? ... ert það kannski þú? Vinnutíminn er milli kl. 14:00 til 15:30 í Íþróttamiðstöðvum Mosfellsbæjar 3x í viku. Íþróttafjörið byrjar 3. október nk. og fylgir að mestu skóladagatali út skólaárið. Ef áhugi er fyrir hendi, máttu hafa samband við Hlyn í síma 6993456 / hlygson@gmail.com næstu daga og fá frekari upplýsingar. Þetta er „Íþróttafjörið” fyrir 1. og 2. bekk þriggja skóla. Hópur úr hverjum skóla kemur til okkar fasta daga (nema föstudaga). Þeim er skipt í þrjá minni hópa á staðnum. Stutt kynning og heilræði fer fram og síðan er prufuð einhver íþrótt eða tómstund sem stunduð er hér í bæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.