Mosfellingur - 23.08.2022, Blaðsíða 50
Drulluhlaup Krónunnar var haldið
í fyrsta sinn í Mosfellsbæ laugar-
daginn 13. ágúst. Veðrið var gott
og mikil aðsókn var í hlaupið og
komust færri að en vildu. Um 400
manns, ungir sem aldnir, tóku þátt
í mikilli gleði í þessu skemmtilega
3,5 km hindrunarhlaupi.
Þátttakendur þurftu að
yfirstíga helling af hindrunum,
hólum, hæðum og skurðum og
á sama tíma leysa hinar ýmsu
þrautir til að komast á leiðarenda.
Drulluhlaup Krónunnar er hluti
af Íþróttaveislu UMFÍ og 100 ára
afmæli Ungmennasambands
Kjalarnesþings (UMSK).
Krónan, sem er bakhjarl
hlaupsins, hefur lengi lagt ríka
áherslu á lýðheilsumál og sett
sér skýra stefnu um mikilvægi
málefnisins.
Nokkuð ljóst að þetta hlaup er
komið til að vera.
- Íþróttir50
Það hefur verið mikið stuð á heimaleikjum
meistaraflokka Aftureldingar á Malbikstöð-
inni að Varmá í sumar.
Þema hefur verið á leikjum liðanna en
meðal þess sem boðið hefur verið í boði
fyrir áhorfendur hefur verið klipping, nudd,
ribeye veisla, vítaspyrnukeppni, vöfflukaffi
og fleira.
Í kvöld mætir meistaraflokkur karla liði
Þróttar og þar verður rauðvínssmökkun og
það sama verður í boði á næsta heimaleik
hjá meistaraflokki kvenna 12. september.
Strákarnir hafa skorað mikið af mörkum
undanfarnar vikur og klifrað upp í efri hluta
Lengjudeildarinnar en meistaraflokkur
kvenna er í harðri baráttu um að bjarga
sæti sínu í Bestu deildinni.
Mætum á síðustu heimaleiki sumars-
ins og styðjum okkar lið. Meistaraflokkur
kvenna mætir KR mánudaginn 12. sept-
ember og Val laugardaginn 25. september.
Meistaraflokkur karla mætir Þrótti í kvöld,
Fylki föstudaginn 2. september og Fjölni
laugardaginn 17. september.
Ungmennafélagið Afturelding og íþrótta-
vöruframleiðandinn JAKO hafa gert áfram-
haldandi samning um að félagið klæðist
JAKO.
„Við í Aftureldingu er mjög hamingjusöm
með endurnýjun á samningi við JAKO,
samstarfið síðustu fjögur ár hefur gengið
með eindæmum vel enda eru þau einstök,
fjölskyldan í JAKO. Við hlökkum til að
starfa með þeim áfram, segir Birna Kristín
formaður Aftureldingar.
Úrvalið af JAKO fatnaði má finna á
heimasíðunni www.jakosport.is.
Á myndinni má sjá Birnu Kristínu frá Aft-
ureldingu og Jóhann Guðjónsson frá JAKO
handsala samninginn.
Samið til næstu fjögurra ára • Afturelding leikur í JAKO
Áframhaldandi
samningur við JaKO
birna og jói handsala
áframhaldandi samstarf
út að borða á malbiknu klipping fyrir áhorfendur
líf og fjör á heima-
leikjum í fótboltanum
Klipping, nudd, ribey-veisla, vító og vöfflukaffi fyrir gesti
drullugasta hlaup landsins haldið í fyrsta sinn
Færri komust að en vildu • 400 þátttakendur á öllum aldri • Skemmtilegar hindranir • Krónan bakhjarl hlaupsins