Mosfellingur - 23.08.2022, Blaðsíða 32

Mosfellingur - 23.08.2022, Blaðsíða 32
ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 17:00-20:00 PERLAÐ MEÐ KRAFTI Kraftur kemur í Hlégarð og perlar armbönd með Aftureldingu og Mosfellingum. Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein. Skemmti- leg stund fyrir alla fjölskylduna og tilvalið að láta gott af sér leiða. 18:00 PRJÓNASKREYTINGAR Í MIÐBÆNUM Kvenfélag Mosfellsbæjar skreytir aspirnar við Háholt í miðbæ Mosfellsbæjar. Íbúar geta tekið þátt og komið með það sem þeir eru með á prjónunum. MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 14:00 SAMGöNGUSTÍGUR vÍGÐUR Samgöngustígur í gegnum Ævintýragarð frá Brúarlandi að Leirvogstunguhverfi verður vígður kl. 14. Stígurinn er tvöfaldur þar sem annars vegar eru hjólareinar hvor í sína áttina og hins vegar hefðbundinn göngustígur og er verkefnið hluti af sam- göngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið. Samgönguráðherra, forstjóri Vegagerðar- innar, bæjarstjórn Mosfellsbæjar og fleiri góðir gesti. Tindatríóið tekur nokkur lög. 19:30-22:00 UNGLINGABALL Í HLÉGARÐI Upphitun fyrir bæjarhátíðina. Ball fyrir unglinga fædda ‘06-’09. Club Dub og Dj. XB mæta. 1.500 kr. inn. FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST ÍBÚAR SKREYTA HÚS OG GöTUR Í HvERFISLITUM GULUR Hlíðar, Höfðar, Tún og Mýrar RAUÐUR Tangar, Holt og Miðbær BLEIKUR Teigar, Krikar, Lönd, Ásar, Tungur og Mosfellsdalur BLÁR Reykja- og Helgafellshverfi 9:00-21:00 NETTÓ ALLA HELGINA Frábær tilboð á hamborgurum, pylsum og skrauti fyrir hátíðina. Allir sem kaupa inn um helgina og nota Samkaupa-appið fara í pott og fá þrír heppnir viðskiptavinir 25.000 kr. inneign. Opið alla daga frá 9-21. 14:00 GAMAN SAMAN GRILLPARTý á HLAÐHöMRUM Eldri borgurum boðið að koma í heimsókn í félagsstarfið, Hlaðhömrum 2. Þar verður notið samveru, hlustað á tónlist og tekið lagið. Ýmislegt góðgæti í boði. 14:30-16:30 FATAMARKAÐUR BÓLSINS Fatamarkaður félagsmiðstöðvarinnar Bólsins kl. 14:30-16:30 í Varmár Bóli. Unglingar selja notuð föt. Opið fyrir alla Mosfellinga, komið og gerið góð kaup. 16:30 UPPSKERUHáTÍÐ SUMARLESTURS Í BÓKASAFNINU Frábærum árangri þátttakenda í lestrarátaki safnsins yfir sumartímann verður fagnað með pompi og prakt. Bjarni Fritzson rithöfundur kemur í heimsókn og les upp úr bókum sínum. Húlladúllan mætir með alls konar sirkusdót og kennir öll helstu húllatrixin á torginu fyrir framan safnið. Aðgangur ókeypis og öll velkomin. 18:00-22:00 HERNáMSSýNING Í KJARNA Á sýningunni verða munir og myndir frá hernámsárunum á Íslandi og einnig munir sem tengjast Mosfellsbæ sérstaklega. Safngripirnir eru í eigu Tryggva Blumen- stein. Gengið er inn norðanmegin í Kjarna, Þverholti 2. 18:00-22:00 SUNDLAUGARKvöLD Í LáGAFELLSLAUG Fjölskyldan skemmtir sér saman. Blaðrar- inn tekur á móti börnum, Dj. Baldur heldur uppi stuðinu, Lalli töframaður, Daníel Sirkus, Sumartríóið StúfurZumba og Wipe Out-braut. Frítt inn fyrir alla. 19:00 SKáLDAGANGA UPP MEÐ vARMá Hvað eiga Íslandsbersi, Aðalheiður Hólm og hljómsveitin The Kinks sameiginlegt? Svarið er: Þau koma öll við sögu í skálda- göngu sem Bjarki Bjarnason rithöfundur leiðir. Lagt verður af stað frá Brúarlandi kl. 19 en skólinn á 100 ára afmæli um þessar mundir. Gengið er upp með Varmá að Reykjum. Sögustaðir verða tengdir við skáldskap, lesið upp úr bókum á vel völdum stöðum og sönghópurinn Stöllurn- ar tekur lagið. 19:00 FELLAHRINGURINN – FJALLAHJÓLAKEPPNI Hjólakeppni um stíga umhverfis fellin í Mosfellsbæ. Keppnin hefst við íþróttahúsið að Varmá. Tvær vegalengdir í boði, 15 km og 30 km. Keppt er í almenningsflokki eða rafmagnshjólum. Boðið upp á súpu eftir keppni. Útdráttarvinningar eru meðal annars fjallahjól frá Markinu. Sjá nánar á facebook (Fellahringurinn). Skráning á hri.is 20:00 BÍLAKLÚBBURINN KRÚSER vIÐ KJARNA Bílaklúbburinn Krúser safnast saman á bílaplaninu við Kjarna. Tilvalið að kíkja á flottar drossíur og klassíska bíla frá liðinni tíð. Fjöldi glæsivagna á svæðinu ef veður leyfir og eru heimamenn sérstaklega hvattir til að mæta. 20:00 TÓNLEIKAR Í LáGAFELLSKIRKJU Hljómsveitin LÓN kemur fram og syngur hugljúf lög í kirkjunni. Meðlimir LÓNs kalla sig sveitapabba í útlegð í úthverfunum en þessir þjóðþekktu tónlistarmenn, Valdimar Guðmundsson, Ásgeir Aðalsteinsson og Ómar Guðjónsson, vildu spreyta sig á lítil- látari hljóðheimi sem hæfir þeirri skilgrein- ingu. Frítt inn meðan húsrúm leyfir. 20:30-22:00 SUNDLAUGARPARTý Í LáGAFELLSLAUG Sundlaugarpartý í Lágafellslaug fyrir 8.-10. bekk kl: 20:30-22:00. Frítt inn. 20:30 LOKSINS EFTIRHERMUR Í HLÉGARÐI Skemmtikrafturinn Sóli Hólm mætir í Hlégarð með sýninguna Loksins eftirherm- ur sem gekk fyrir fullu húsi í Bæjarbíói í vetur. Í sýningunni fer Sóli um víðan völl og bregður sér í líki þjóðþekktra Íslendinga eins og hann gerir best. Miðasala á Tix.is 21:00 HáTÍÐARBINGÓ á BARION Bingó fullorðna fólksins á Barion með stórglæsilegum vinningum, m.a. flug til Tenerife. Hægt er að tryggja sér spjöld í forsölu á www.barion.is/boka. FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 07:30–17:30 MOSFELLSBAKARÍ Bakaríið í hátíðarskapi alla helgina og býður gestum og gangandi upp á ferskt brauð og frábæra stemningu. Bakkelsi í hverfalitunum og vöfflur til hátíðarbrigða. Opið til kl. 16 laugardag og sunnudag. 11:00-17:00 HÚSDýRAGARÐURINN á HRAÐASTöÐUM Í MOSFELLSDAL Geitur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr. Aðgangur 1.000 kr. (frítt fyrir 2 ára og yngri). 11:00-18:00 MYNDÓ OG SIGURBJöRG Opið fyrir gesti og gangandi í Þverholti 5. Ljósmyndastofan Myndó og hannyrða- búðin Sigurbjörg hafa opið fyrir gesti og gangandi. Flott tilboð, léttar veitingar og lifandi tónlist. 12:00-20:00 ÚTvARP MOSFELLSBÆR Útsendingar föstudag, laugardag og sunnudag kl. 12-20. Umsjón: Ástrós Hind Rúnarsdóttir og Tanja Rasmussen. www.utvarpmoso.net 14:00-20:00 HERNáMSSýNING Í KJARNA Á sýningunni verða munir og myndir frá hernámsárunum á Íslandi og einnig munir sem tengjast Mosfellsbæ sérstaklega. Safngripirnir eru í eigu Tryggva Blumen- stein. Gengið er inn norðanmegin í Kjarna, Þverholti 2. 16:00-17:30 LISTAMANNASPJALL Í LISTASAL MOSFELLSBÆJAR Listapúkinn Þórir Gunnarsson verður með listamannaspjall í Listasal Mosfellsbæjar í tengslum við sýningu sína, Sýning Listapúkans. 15:00-18:00 OPIÐ HÚS Í ÞJÓNUSTUSTöÐINNI Opið hús í Þjónustustöð Mosfellsbæjar að Völuteig 15. Margt að skoða. Boðið upp á grillaðar pylsur, kaffi og kleinur. 18:00-21:00 vELTIBÍLLINN á MIÐBÆJARTORGINU Veltibíllinn kemur í heimsókn á torgið þar sem Mosfellingum gefst kostur á því að finna hversu mikilvægt er að nota bílbelti. 19:30-23:00 KAFFIHÚS MOSvERJA Skátafélagið Mosverjar verður með kaffihús í Skálanum í Álafosskvos. Rjúkandi heitar vöfflur og kakó eða kaffi. 19:30-22:00 ÚTIMARKAÐUR Í áLAFOSSKvOS Markaðstjöld full af fjölbreyttum varningi. 19:30-23:00 SÚPUvEISLA FRIÐRIKS v Í áLAFOSSKvOS Matreiðslumeistarinn Friðrik V galdrar fram kraftmikla kjötsúpu. Allur ágóði fer til kaupa á eldhúsi í skátaheimili Mosverja. 20:00-23:00 vÍKINGATJöLD vIÐ HLÉGARÐ Víkingar í tjöldum við Hlégarð. Varningur til sölu og leikir. Kynnist tíðaranda vígamanna sem uppi voru á víkingaöld. 20:30 ÍBÚAR SAFNAST SAMAN á MIÐBÆJARTORGI GULIR, RAUÐIR, BLEIKIR og BLÁIR. Allir hvattir til að mæta í lopapeysu. 20:45 SKRÚÐGöNGUR LEGGJA AF STAÐ Hestamannafélagið Hörður leiðir gönguna með vöskum fákum. Göngustjórar frá Leikfélagi Mosfellssveitar. 21:00-22:30 ULLARPARTÍ Í áLAFOSSKvOS Brekkusöngur og skemmtidagskrá. Halla Karen Kristjánsdóttir formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar setur hátíðina. Benedikt búálfur og Dídí mannabarn skemmta. Tónlistarkonan Sigga Ózk tekur nokkur lög. Hilmar Gunn og Gústi Linn stýra brekku- söng. Björgunarsveitin Kyndill kveikir í blysum. Rauðakrosshópurinn sinnir gæslu ásamt Kyndli. 20:30 LOKSINS EFTIRHERMUR Í HLÉGARÐI Skemmtikrafturinn Sóli Hólm mætir í Hlégarð með sýninguna Loksins eftirherm- ur sem gekk fyrir fullu húsi í Bæjarbíói í vetur. Í sýningunni fer Sóli um víðan völl og bregður sér í líki þjóðþekktra Íslendinga eins og hann gerir best. Miðasala á Tix.is 23:00-01:00 SvEITABALL á BARION Danshljómsveitin Blek og byttur leikur við hvern sinn fingur undir handleiðslu tónbóndans í Túnfæti, Þorkels Jóelssonar. Fimm manna hljómsveit og fjölbreytt efnis- skrá. Dragið fram dansskóna - Frítt inn! LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST • Frítt í Strætó í boði Mosfellsbæjar • Frítt í Varmárlaug • Frítt á Gljúfrastein TÍvOLÍ vIÐ MIÐBÆJARTORG UM HELGINA Aðgöngumiðar seldir á staðnum. 8:00-20:00 GOLFKLÚBBUR MOSFELLSBÆJAR Tveir fyrir einn af vallargjaldi á golfvellinum í Bakkakoti í Mosfellsdal meðan á hátíðinni stendur. 9:00-17:00 ÍÞRÓTTASvÆÐIÐ á TUNGUBöKKUM Fótboltamót Aftureldingar og Weetos, 6. og 7. flokkur stráka og stelpna. 9:00-16:00 TINDAHLAUP MOSFELLSBÆJAR Náttúruhlaup sem hefst við Íþróttamið- stöðina að Varmá. Ræst verður í þremur ráshópum, 5 og 7 tindar kl. 9:00, 1 tindur og 3 tindar kl. 11:00. Fjórar vegalengdir í boði, 7 tindar (38 km), 5 tindar (34 km), 3 tindar (19 km) og 1 tindur (12 km). Nánari upplýsingar á www.mos.is og www.hlaup.is. Tindahlaup Mosfellsbæjar er í boði Nettó. 10:00-17:00 FRÍTT á GLJÚFRASTEIN Gljúfrasteinn – hús skáldsins opnar dyrnar að safninu upp á gátt og verður frítt inn í tilefni bæjarhátíðar Mosfellsbæjar, Í túninu heima. Gljúfrasteinn var heimili og Ull rp rtý í Á afossk os á föstudagskvöld Íbúar safnast saman á Miðbæjarto gi kl. 20:30 fyrir skrúðgöngu • Ske mtidagskrá í Ál fosskvos kl. 21:00 Dagskrá hátíðarinnar í miðopnu blaðsins og á www.mos.is 7. ágú k . 21:00-23:00 Í TÚNINU HEIMA 26. ág s kl. 21 Úti- markaður Sigga ÓzkSetnin Brekku- söngur og blys Benedikt búálfur o Dídí man ab rn Í túninu heima vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu hans um hálfrar aldar skeið. Í nágrenni safnsins eru skemmtilegar gönguleiðir, meðal annars upp að Helgufossi. 10:00-15:00 MOSSKÓGAR Í MOSFELLSDAL Útimarkaður: Grænmeti frá Mosskógum, silungur frá Heiðarbæ, rósir frá Dalsgarði og önnur íslensk hollusta á boðstólnum. 11:00-20:00 HERNáMSSýNING Í KJARNA Á sýningunni verða munir og myndir frá hernámsárunum á Íslandi og einnig munir sem tengjast Mosfellsbæ sérstaklega. Safngripirnir eru í eigu Tryggva Blumen- stein. Gengið er inn norðanmegin í Kjarna, Þverholti 2. 11:00-17:00 HÚSDýRAGARÐURINN á HRAÐASTöÐUM Í MOSFELLSDAL Geitur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr. Aðgangur 1.000 kr. (frítt fyrir 2 ára og yngri). 11:00-17:00 MYNDÓ OG SIGURBJöRG Opið fyrir gesti og gangandi í Þverholti 5. Ljósmyndastofan Myndó og hannyrða- búðin Sigurbjörg hafa opið fyrir gesti og gangandi. Flott tilboð, léttar veitingar og lifandi tónlist. 11.00 LEIKHÓPURINN LOTTA vIÐ HLÉGARÐ Söngvasyrpa með ævintýrapersónum úr leikhópnum Lottu. Stútfull syrpa af sprelli og fjöri fyrir allan aldur. Frítt á svæðið. 11:00-15:00 LEIKJAvAGN UMSK á STEKKJARFLöT Leikjavagn UMSK fyrir káta krakka. Fótboltatennis, ringó, krolf, boccia, mega jenga, spike ball, frisbí, kubb, leikir, sprell, tónlist og margt fleira. 12:00-20:00 ÚTvARP MOSFELLSBÆR Útsendingar föstudag, laugardag og sunnudag kl. 12-20. Umsjón: Ástrós Hind Rúnarsdóttir og Tanja Rasmussen. www.utvarpmoso.net 12:00–17:00 KARLAR Í SKÚRUM MOSFELLSBÆ - HANDvERKSSýNING Opið hús að Skálahlíð 7A, Litlahlíð, á svæði Skálatúns. Margs konar verk til sýnis og karlar að störfum. Útskurður, tálgun, rennismíði, módelsmíði, fluguhnýtingar o.fl. Komið og fræðist um starfsemina. Kaffi og meðlæti. 12:00-16:00 SÚPUvEISLA FRIÐRIKS v Í áLAFOSSKvOS Matreiðslumeistarinn Friðrik V galdrar fram kraftmikla kjötsúpu. Allur ágóði fer til kaupa á eldhúsi í skátaheimili Mosverja. 12:00-17:00 WINGS AND WHEELS – TUNGUBAKKAFLUGvöLLUR FORNvÉLASýNING Gamlar flugvélar, dráttarvélar úr Mosfells- bæ, mótorhjól, fornbílar og flugsýning. Heitt á könnunni fyrir gesti og karamellu- kast fyrir káta krakka. 12:00 HÓPAKSTUR UM MOSFELLSBÆ Ferguson-félagið stendur fyrir hópakstri dráttarvéla og fornbíla. Lagt er af stað frá Tungubakkaflugvelli og keyrður hringur um Mosfellsbæ. 12:00-15:00 OPIÐ HÚS HJá ÓLöFU BJöRGU Í áLAFOSSKvOS Ólöf Björg Björnsdóttir myndlistarkona opnar heimili sitt og vinnustofu fyrir gestum í gömlu Álafossverksmiðjunni í Kvosinni á 3. hæð. Ólöf Björg er að vinna að einkasýningu sem verður opnuð í haust. Skemmtilegt spjalli og léttar veitingar. 12:00-18:00 KAFFIHÚS MOSvERJA Skátafélagið Mosverjar verður með kaffihús í Skálanum í Álafosskvos. Rjúkandi heitar vöfflur og kakó eða kaffi. Blaðrarinn kíkir í heimsókn kl. 16 og skemmtir börnum. 12:00-16:00 ÚTIMARKAÐUR Í áLAFOSSKvOS Markaðstjöld full af fjölbreyttum varningi og ýmsar uppákomur á sviði. 12:00 Skósveinar (Minions) á röltinu 13:00 Mosfellskórinn 14:00 Rokkbál 15:00 Drullusokkarnir 15:30 Red Line 13:00-15:00 KAJAKAR á STEKKJARTJöRN Skátafélagið Mosverjar verður með kajaka á Stekkjarflöt. Krökkum velkomið að prófa. 13:00-18:00 vÍKINGATJöLD vIÐ HLÉGARÐ Víkingar í tjöldum við Hlégarð. Varningur til sölu og leikir. Kynnist tíðaranda vígamanna sem uppi voru á víkingaöld. 13:00-18:00 BÍLSKÚRSSALA Í LITLAKRIKA 43 Ýmislegt til sölu, glös, diskar, eldhúsdót og annar húsbúnaður. 13:00–17:00 SKOTTMARKAÐUR vIÐ KJARNA Mosfellingum gefst kostur á að koma með alls kyns gull og gersemar úr skápum og bílskúrum og bjóða gestum og gangandi til sölu. Alvöru flóamarkaðsstemning. Einnig er handverksfólk velkomið. Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Herdísi, herdisheimisdottir@gmail.com. 13:00-16:00 OPIN vINNUSTOFA Í DESJAMýRI 1 Ugla handverk með opið hús í Desjamýri 1 kl. 13-16. Handverk úr timbri, leðri, prjónavörur, skurðarbretti, tækifærisgjafir og fleira. Fjölbreytt úrval af gjafavöru. 13:30 BÆJARLEIKHÚSIÐ – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM Leikfélag Mosfellssveitar og kvennakórinn Stöllur bjóða í garðpartý við Bæjarleik- húsið. Hljómsveit hússins leikur ásamt gestum. Boðið upp á kaffi og vöfflur. 14:00-16:00 KJÚKLINGAFESTIvAL Stærstu kjúklinga- og matvælaframleið- endur landsins kynna afurðir sínar, selja og gefa smakk við íþróttamiðstöðina að Varmá. Matur og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ýmis skemmtiatriði, Greipur Hjaltason með uppistand o.fl. 14:00-17:00 STEKKJARFLöT Frítt fyrir káta krakka í hoppukastala og auðvitað ærslabelg. 14:00-17:00 BÍLSKÚRSSöLUR Í BRöTTUHLÍÐ Íbúar í Bröttuhlíð 25, 27, 42, 44 og ef til vill fleiri verða með bílskúrssölur. Eldhúsáhöld og tæki, fatnaður og skór, húsbúnaður, skrautmunir, myndir, jólaskraut, leikföng, húsgögn og fleira. Alls konar skemmtilegt að gramsa í. 15:00 áLMHOLT 10 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM Þóra Einarsdóttir sópran og Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzosópran syngja aríur og dúetta. Davíð og Stefán mæta einnig ásamt Helga Má píanista. Kaffisala til styrktar börnum sem glíma við veikindi. 15:00 REYKJABYGGÐ 33 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM Íris Hólm og Ingibjörg Hólm syngja við undirleik Davíðs Atla Jones sem leikur á bassa og Þóris Hólm sem leikur á slagverk. 15:00 KRÓKABYGGÐ 5 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM Stórsöngvarinn Dagur Sigurðsson og hljómsveit verða með tónleika í garðinum. Öll velkomin í tónlistarveislu. 15:00-16:00 STEKKJARFLöT – HESTAFJöR Teymt undir börnum á Stekkjarflötinni í boði Hestamenntar. 16:00 NJARÐARHOLT 10 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM Garðtónleikar með hljómsveitinni Pipar- korn. Djassskotin funk/popp hljómsveit úr Mosfellsbæ sem skipa Magnús Þór Sveinsson, Hjálmar Karl Guðnason, Emma Eyþórsdóttir, Gunnar Hinrik Hafsteinsson, Ragnar Már Jónsson, Þorsteinn Jónsson og Sigurrós Jóhannesdóttir. 16:30 KARMELLUKAST á FLUGvELLINUM TUNGUBöKKUM 17:00-21:00 GöTUGRILL Í MOSFELLSBÆ Íbúar í Mosfellsbæ halda götugrill í vel skreyttum götum bæjarins. Tríóið Kókos fer á milli staða og heimsækir heppna íbúa. 21:00-23:00 STÓRTÓNLEIKAR á MIÐBÆJARTORGI Skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem Mosfellsbær býður upp á stórtónleika á Miðbæjartorginu. Fram koma: Piparkorn, Hr. Hnetusmjör, Páll Óskar og Stuðmenn. Kynnir verður Sóli Hólm. 23:00 FLUGELDASýNING KYNDILS 23:00-01:00 TRÚBADOR á BARION Trúbadorinn og Mosfellingurinn Bjarni Ómar mætir með gítarinn og heldur uppi stuðinu á Barion. Frítt inn. 23:30-04:00 STÓRDANSLEIKUR MEÐ PáLI ÓSKARI Hinn eini sanni Páll Óskar mætir í íþrótta- húsið að Varmá eftir þriggja ára hlé. Miðverð á Pallaball 3.500 kr. í forsölu og 4.500 kr. við inngang. Forsala fer fram í íþróttahúsinu að Varmá (18 ára aldurstak- mark) á www.afturelding.is. SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 8:00-20:00 GOLFKLÚBBUR MOSFELLSBÆJAR Tveir fyrir einn af vallargjaldi á golfvellinum í Bakkakoti í Mosfellsdal meðan á hátíðinni stendur. 9:00-17:00 ÍÞRÓTTASvÆÐIÐ á TUNGUBöKKUM Fótboltamót Aftureldingar og Weetos, 6. og 7. flokkur stráka og stelpna. 11:00-17:00 HÚSDýRAGARÐURINN á HRAÐASTöÐUM Í MOSFELLSDAL Geitur, kettlingar, grísir, kálfar, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr. Aðgangur 1.000 kr. (frítt fyrir 2 ára og yngri). 11:00-20:00 HERNáMSSýNING Í KJARNA Á sýningunni verða munir og myndir frá hernámsárunum á Íslandi og einnig munir sem tengjast Mosfellsbæ sérstaklega. Safngripirnir eru í eigu Tryggva Blumen- stein. Gengið er inn norðanmegin í Kjarna, Þverholti 2. 12:00–17:00 KARLAR Í SKÚRUM MOSFELLSBÆ - HANDvERKSSýNING Opið hús að Skálahlíð 7A, Litlahlíð, á svæði Skálatúns. Margs konar verk til sýnis og karlar að störfum. Útskurður, tálgun, rennismíði, módelsmíði, fluguhnýtingar ofl. Komið og fræðist um starfsemina. Kaffi og meðlæti. 12:00-20:00 ÚTvARP MOSFELLSBÆR Útsendingar föstudag, laugardag og sunnudag kl. 12-20. Umsjón: Ástrós Hind Rúnarsdóttir og Tanja Rasmussen. www.utvarpmoso.net 13:00 BLIKAHöFÐI 10 - MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM Djasskrakkar úr Mosó ásamt gestum halda stofutónleika í Blikahöfða 10. Þau eru nýkomin frá Osló þar sem þau tóku þátt í Kids in jazz tónlistarhátíðinni. 13:00-18:00 BÍLSKÚRSSALA Í LITLAKRIKA 43 Ýmislegt til sölu, glös, diskar, eldhúsdót annar húsbúnaður 13:00 GLAPPAKAST Í ÆvINTýRAGARÐINUM Barnasýning í Ævintýragarðinum í Ullarnesbrekkum. Bílastæði við Varmá. Í sýningunni eru Daníel og Urður klaufar sem vinna saman til að gera eitthvað skemmti- legt til að sýna, fá hjálp frá krökkunum og koma sér stundum í klaufalegar aðstæður sem þau vitaekki alveg hverning eigi að bregðast við. Í sýningunni má sjá fimleika, jöggl og brjálaða skemmtun. 13:00-17:00 vÍKINGATJöLD vIÐ HLÉGARÐ Víkingar í tjöldum við Hlégarð. Varningur til sölu og leikir. Kynnist tíðaranda vígamanna sem uppi voru á víkingaöld. 14:00 HLÉGARÐUR – HáTÍÐARDAGSKRá • Umhverfisnefnd veitir umhverfis- viðurkenningar Mosfellsbæjar 2022 og fallegasta tré ársins útnefnt. • Mosfellsbær heiðrar starfsmenn sem eiga 25 ára starfsafmæli. • Útnefning bæjarlistarmanns Mosfellsbæjar 2022. • Söngkonan Stefanía Svavars kemur fram. • Heitt á könnunni og öll velkomin. 14:00-16:00 OPIÐ HÚS á SLöKKvISTöÐINNI Slökkvistöðin við Skarhólabraut verður til sýnis fyrir hátíðargesti. Gestum býðst að skoða bíla, tæki og búnað slökkviliðsins í bílasal. Öll velkomin. 16:00 STOFUTÓNLEIKAR á GLJÚFRASTEINI Davíð Þór Jónsson, píanóleikari og tónskáld, verður við flygilinn á síðustu stofutónleikum Glúfrasteins þetta sumarið. Davíð Þór hefur frá unga aldri leikið með allflestum þekktari tónlistarmönnum landsins og komið fram á tónlistarhátíð- um víða um heim. Davíð Þór var valinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2017. Aðgangseyrir er 3.500 kr. og miðasala fer fram í móttöku safnsins fyrir tónleika. 18:00 ÍHUGUNARKRISTNI OG KvöLDMESSA Í MOSFELLSKIRKJU 18:00 Kyrrðarbæn, Bylgja Dís Gunnars- dóttir leiðir stundina í kirkjunni. 18:30 Biblíuleg íhugun, Sr. Henning Emil Magnússon leiðir. 18:45 Göngutúr. 19:30 Hressing. 20:00 Kvöldmessa. Lágstemmd stund í kirkjunni með mikla áherslu á íhugun, iðkun og söng. Þórður Sigurðsson, organisti, leiðir tónlistina. Sr. Henning Emil Magnússon þjónar. Dagskrá Í túninu heima Góða skemmtun! Í túninu heima 2022 Menningar- og nýsköpunarnefnd asd fas dfaskdj fælkjas dæflkj asædlfjk 14:00-16:00 ARKARHOLT 4 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM Frænkurnar Unnur, Hanna og Unnur taka á móti gestum í garðinum. Bara Hanna skartgripahönnuður verður með skartgripi til sýnis og sölu. Bílskúrssala og bakkelsi. Sva- var Knútur leikur kl. 15 14:00-24:00 TÍVOLÍ VIÐ MIÐBÆJARTORG 14:00-16:00 KJÚKLINGAFESTIVAL Stærstu kjúklinga- og matvælaframleiðendur landsins kynna afurðir sínar og gefa smakk við íþróttamið ö i a að Varmá. Matur og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ýmis skemmtiatriði, axarkast, kraftaáskorun, harmonik- kuleikur, uppistand og fleira. 14:00-17:00 STEKKJARFLÖT Frítt fyrir káta krakka í hoppukast la og ærslabelg. 15:00 REYKJABYGGÐ 33 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM Íris Hólm og I gibjörg Hólm syngja við undirleik Davíðs Atla Jones s m l i ur á bassa og Þóris Hólm sem leikur á slagverk. Óskað Bæjarhátíð Mosfellsbæjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.