Mosfellingur - 23.08.2022, Blaðsíða 24

Mosfellingur - 23.08.2022, Blaðsíða 24
VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja Mosfellsbær styrkir, eins og fyrri ár, frístundaiðkun allra barna og unglinga á aldrinum 5-18 ára, með lög- heimili í Mosfellsbæ, með fjárframlagi á móti kostnaði við frístundaiðkun sem varir í 10 vikur eða lengur. Markmið þessarar niðurgreiðslu er að hvetja börn og unglinga til að finna sér frístund sem hentar hverjum og einum. Frístundatímabil nær yfir skólaár og hefst 15. ágúst ár hvert til 31. maí árið eftir. Allar nánari upplýsingar á www.mos.is Frístundaávísun Mosfellsbæjar Fella hring­urinn 30 KM 15 KM Fjallahjólamót Hjóladeild AftureldingAr Hjólað um stíga Mosfellsbæjar Fimmtudaginn 25. ágúst kl. 19:00 Nánar á Facebook skráning á www.hri.is - Fréttir úr bæjarlífinu24 Nýverið opnaði í Þverholti 5 verslunin Sigurbjörg, þar er að finna mikið úrval af gæðagarni og öðrum hannyrðavörum. „Ég er gift 4 barna móðir, viðskiptafræð- ingur og sjúkraliði, með brennandi áhuga á hannyrðum sem á aldrei of mikið af garni,“ segir Sigurbjörg Kristmundsdóttir eigandi verslunarinnar. „Ég flutti í Mosfellsbæinn þegar ég áttaði mig á því að „allar leiðir liggja til Mosó“ og eins og alþjóð veit eru Mosfellingar eitt alfærasta hannyrðafólkið, því þótti mér tilvalið að útfæra áhugamálið mitt og opna búð sem heitir því frumlega nafni Sigur- björg. Mig langaði að opna hannyrðabúð þar sem hægt væri að fá gæðavörur á góðu verði.“ Vöruvalið að þörfum viðskiptavinarins „Ég er auðvitað nýbúin að opna og er að aðlaga vöruúrvalið að þörfum og áhuga viðskiptavina minna og mun leggja mikla áherslu á að úrvalið sé gott og tek ég vel öllum ábendingum. Ég legg mikið upp úr góðri upplifun og að þjónustan sé góð, ég vil að þarfir við- skiptavina minna séu í fyrirrúmi og hef fengið gríðarlega góðar viðtökur við litlu búðinni minni. Ég er líka nýbúin að setja í loftið vef- verslunina Sigurbjörg.net og vona að hún eigi eftir að nýtast hannyrðafólki um land allt.“ Mikið úrval af gæðagarni Við erum með þónokkuð úrval af garni, til dæmis nokkrar tegundir frá Drops, lopa frá Ístex og úrval af handlituðu garni til dæmis frá Dóttir Dyeworks. En eins og ég segi vil ég hlusta á hvað viðskiptavinurinn vill og miða vöruvalið við það,“ segir Sigur- björg og býður alla Mosfellinga sérstaklega velkomna. Verslunin er opin alla daga nema sunnu- daga kl. 13-18 en vefverslunin er opin allan sólarhringinn. Hannyrðabúð með gæðavöru • Tekur öllum ábendingum Sigurbjörg opnar í Þverholti 5 sigurbjörg segir allar leiðir liggja til mosó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.