Mosfellingur - 23.08.2022, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 23.08.2022, Blaðsíða 8
Völuteig 4 - 270 Mosfellsbær www.vinnuvelarehf.is - vinnuvelar@vinnuvelarehf.is - S: 496 4400 STEMA KERRUR Hágæða þýskar kerrur með áralanga reynslu hérlendis. Litlar kerrur, stórar kerrur, vélakerrur og sturtukerrur. 189.000 M.VSK VERÐ FRÁ Þorbjörg ráðin sveit­ arstjóri Kjósarhrepps Þorbjörg Gísladóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Kjósarhrepps. Þorbjörg var sveitarstjóri Mýrdals- hrepps frá 2018 til 2022 og áður var hún skrifstofu- og mannauðsstjóri hjá Rafnar ehf. í um 7 ár. Þorbjörg sat einnig í fram- kvæmdastjórn Rafnar og hefur verið formaður stjórna og nefnda er tengjast fyrra starfi hennar, meðal annars formaður stjórnar Hulu byggðasamlags um úrgangs- mál, Kötluseturs og formaður rekstrarstjórnar hjúkrunarheimil- isins Hjallatúns. Þorbjörg er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst, hefur lokið APME gráðu í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands og stjórnsýslurétti frá sama skóla. Hún hefur jafnframt klárað námskeiðið sveitarfélaga- skólinn hjá Opna Háskólanum. Sveitarstjórn var einhuga í ákvörðun sinni um ráðninguna. - Fréttir úr bæjarlífinu8 Næsti mosfelliNgur kemur út 15. sept. mosfellingur@mosfellingur.is Miklar endurbætur við Kvíslarskóla hafa staðið yfir síðustu mánuði þar sem við rannsókn EFLU verkfræðistofu í vor kom í ljós að rakaskemmdir voru til staðar í gólf- plötu fyrstu hæðar Kvíslarskóla. Um var að ræða nýtt tjón og mikilvægt að bregðast strax hratt við af hálfu Mos- fellsbæjar. Í byrjun apríl var hafist handa við hreinsun byggingarefna og unnið að mótvægisaðgerðum til að tryggja góða innivist svo unnt væri að nýta neðri hæð Kvíslarskóla út vorönnin 2022. Að loknum frekari rannsóknum var tekin ákvörðun um að nýta sumarlokun skólans til að vinna að endurbótum og endurinn- réttingu Kvíslarskóla. Koma fyrir lausum kennslustofum Framkvæmdir hafa gengið vel en þó reyndist nauðsynlegt að seinka skólasetn- ingu um nokkra daga vegna þess að vinna við að koma fyrir lausum stofum reyndist tímafrekari en til stóð. Gert er ráð fyrir að stofurnar verði hver á fætur annarri til- búnar til kennslu í fyrstu viku september og á sama tíma verði lokið við að innrétta anddyri og salerniskjarna fyrstu hæðar Kvíslarskóla. Meginhluti neðri hæðar skólans verður ekki í notkun fram að áramótum vegna endurinnréttingar hæðarinnar. Umfangsmikið og krefjandi verkefni Samkvæmt upplýsingum frá Kvíslarskóla verður foreldrum boðið á árgangafundi í vikunni 22.-25. ágúst. Á þeim fundum verður farið yfir skólastarfið í vetur í hverj- um árgangi fyrir sig, fyrirkomulag kennslu í upphafi skólaárs auk þess sem veittar verða nánari upplýsingar um stöðu endurbóta og endurinnréttingar á húsnæði Kvíslarskóla. „Það er ljóst að það óskar sér enginn að vera í þessari stöðu og þetta er umfangs- mikið og krefjandi verkefni,“ segir Halla Karen Kristjánsdóttir, formaður bæjarráðs. „Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að útkoman verður mikið endurnýjað skóla- húsnæði sem stenst nútímakröfur og við megum alls ekki missa sjónar á því. Það er mikilvægt að tryggja það að skóla- samfélagið allt sem og bæjarbúar séu vel upplýst um gang mála og allir átti sig á sínu hlutverki. Því öll höfum við hlutverk í að láta þetta ganga upp. Samstaðan er mikil- væg og skólasamfélagið getur treyst því að vandað verði til verka þannig að tryggt sé að nemendur og starfsfólk geti gengið til starfa í heilnæmu húsnæði,“ segir Halla Karen. Ráðin framkvæmda­ stjóri Hleinar Anný Lára Emilsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Hleinar. Sambýlið Hlein er staðsett á á lóð Reykjalundar samkvæmt þjón- ustusamningi við Sjúkratrygg- ingar Íslands. Í sumar var gerð skipulagsbreyting og ákveðið að leggja niður starf forstöðuþroska- þjálfa á Hlein og auglýsa eftir framkvæmdastjóra. Anný er að góðu kunn á Hlein og hefur starfað þar í afleysingum undanfarin ár. Anný Lára er með sérfræðimenntun í hjúkrun og hefur fjölbreytta reynslu úr heilbrigðis- þjónustunni. Þar hefur hún öðlast áralanga reynslu af stjórnun og rekstri, bæði sem deildarstjóri og forstöðumaður. Rakaskemmdir í gólfplötu á fyrstu hæð • Nýtt tjón • Sumarlokun nýtt til framkvæmda • Skólasetningu seinkað endurbætur og endurinnrétting kvíslarskóla skólasetning kvíslarskóla fer fram næsta mánudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.