Mosfellingur - 23.08.2022, Blaðsíða 58

Mosfellingur - 23.08.2022, Blaðsíða 58
Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Benjamín Kári Jóhannsson Fæddur í heimahúsi 22. mars 2022. Foreldrar: Jóhann Ingi Jónsson og Valgerður Sævars- dóttir. Systkini: Emilíana Ösp (11 ára) og Sævar Leó (7 ára). sagan endur- tekur sig Ég fékk það verkefni í hendurnar um daginn að finna heimildir um þann merka dag í sögu Mosfellinga þegar sveitin fékk bæjarréttindin, 9. ágúst 1987. Ég fór að fletta í gegnum gömul tölublöð af Mosfellspóstinum þar sem fjallað er um hátíðarhöldin, grillveisluna hjá Hlégarði og afhjúpun nýja skiltisins. Ég rakst hins vegar líka á auglýsingar um útvarpsstöð sem ég hafði aldrei heyrt minnst á áður. Útvarp Mosfellsbær. Ég ætlaði ekki að trúa því að það hefði getað farið fram hjá mér öll þau ár sem ég hef búið í bænum svo ég fór að rýna betur í málið. Þá kom í ljós að þessi útvarpsstöð hafi einungis lifað í einn og hálfan sólarhring en það var hópur mosfellskra ungmenna sem stóð að þessu skemmti- lega uppátæki. Ég gerði mér ferð niður á skjalasafn og gat nálgast þar upptökur af öllu heila klabbinu – 29 klukkustundir! Á dagskránni voru tónlistarþættir, íþróttafréttir, viðtöl við bæjarbúa og margt fleira drepfyndið og skemmtilegt. Það var svo skrýtið að finna þennan glugga inn í fortíðina þar sem fólk á mín- um aldri lifði við svo allt aðrar aðstæður. Á þessum tíma var auðvitað ekki hægt að senda nein skilaboð á samfélagsmiðl- um sem þýddi að fólk þurfti að hringja í útvarpsfólkið til þess að annaðhvort biðja um óskalög eða senda kveðju. Tónlistin einkenndist af synþapoppi og dramatískum ballöðum í bland við ráma röddina hans Bubba. Fólk gat ekki lengur sagst vera á leiðinni heim í sveitina þegar það fór frá Reykjavík en það þótti einum viðmælanda Útvarps Mosfellsbæjar mikil synd. Þó að margt hafi breyst síðan Útvarp Mosfellsbær var síðast sent út er samheldni bæjarandinn enn til staðar. Um helgina verður bærinn skreyttur hverfalitunum og bæjarbúar flykkjast á miðbæjartorgið að hlýða á stórtónleik- ana sem valda aldrei vonbrigðum. Þar af leiðandi þótti okkur Tönju Rasmussen meira en við hæfi að endurvekja Útvarp Mosfellsbæ yfir bæjarhátíðina og opna annan glugga inn í sögu bæjarins og lífið eins og við þekkjum það núna. Síðan munu vonandi tvö ungmenni finna upptökurnar okkar eftir önnur 35 ár og endurtaka leikinn. Hver ætli sjái þá um brekkusönginn í Álafosskvosinni? ÁSTRÓS HIND - Heyrst hefur...58 Í eldhúsinu Elísa og Viktor skora á Dóru Lind og Maríus að deila næstu uppskrift í Mosfellingi Elísa Kristín Sverrisdóttir og Viktor Gauti Guðjónsson deila með okkur uppskrift að þessu sinni. „Þetta er réttur sem við gerum mjög reglulega, í fyrsta skipti sem ég eldaði fyrir fjölskylduna hans Viktors var ömmu hans líka boðið í mat og ég gerði þennan rétt. Hann gleymdi að nefna að amma hans er með hnetuofnæmi en þessi réttur er einmitt með hnetur fyrir allan peninginn og neyddist amman til að borða kaldar kjötbollur frá því deginum áður ... öllum öðrum fannst þetta mjög gott og hún er (held ég) búin að fyrirgefa mér morðtilraun- ina, hehe.“ Satay kjúklingur • 4 kjúklingabringur • 1/2 búnt kóríander • 1 rautt chilli • 2 hvítlauksrif • 3 kúfaðar msk gróft hnetusmjör • 2 cm engifer • 2 lime Núðlusalat: • 250 g eggjanúðlur • kálblanda • 1/2 búnt kóríander • 1/2 rauðlaukur • 1 rautt chilli • 100 g kasjúhnetur • 1 tsk hunang • 2msk soyasósa • 1 lime • 1/2 msk sesamolía • 1/2 msk fiskisósa Aðferð: Skerið bringur í bita og þræðið á grillspjót. Setjið kóríander, chilli, hvítlauk, hnetusmjör, engifer, limesafa og börk í matvinnsluvél. Setjið helminginn af sósunni í skál og rest á kjúklingaspjótin. Grillið kjúkling eða bakið í eldföstu móti í ofni á grillstillingu í ca 10 mín á hvorri hlið. Sjóðið núðlur og ristið kasjúhnetur á pönnu með hunangi. Saxið rauðlauk, kóríander og chilli og blandið saman soya, limesafa, sesamolíu og fiski- sósu. Öllu síðan blandað saman í stórri skál og borið fram með restinni af sósunni, lime og kóríander. Verði ykkur að góðu! Satay-kjúklingur hjá ELÍSU og VIKToRI hEyRST hEfUR... ...að Mugison sé búinn að kaupa sér hús í Mosfellsbæ. ...að Stuðmenn ætli að loka stórtón- leikunum á Miðbæjartorginu Í túninu heima. ...að fresta þurfi skólasetningu í Kvíslarskóla vegna framkvæmda á húsnæði skólans vegna raka- skemmda. ...að Mandi sé að fara opna í Mosó. ...að Útvarp Mosfellsbær verði starfrækt um helgina Í túninu heima og hægt verði að hlusta á www.utvarpmoso.net. ...að búið sé að leggja kvennahlaupið niður en hlaupið hefur verið afar vinsælt í Mosó í fleiri, fleiri ár. ...að Wok On opni á næstu dögum í Krónunni en staðurinn sérhæfir sig í hollri asískri matargerð. ...að hægt verði að horfa á leik Aftur- eldingar á Malbikstöðinni úr heitum potti síðar á tímabilinu. ...að mikil spenna sé fyrir Pallaballinu og allt stefni í stærsta ballið síðan 2005. ...að glæsilegt hátíðarbingó verði haldið á Barion á fimmtudags- kvöldið þar sem hægt verður að vinna ferð til Tenerife. ...að búið sé að mála risalistaverk af Alla Rúts á gamla Áslák. ...að Hilmar Mosfellingur hafi safnað yfir 2 milljónum fyrir Reykjadal í Reykjavíkurmaraþoninu. ...að alls hafi 30 manns sótt um stöðu bæjarstjóra Mosfellsbæjar fyrr í sumar. ...að þrjár konur tengdar Mosfellsbæ hafi verið kallaðar til í landsliðshóp á EM í sumar til að vera til taks í markinu. ...að hamborgarastaðurinn SMASS hyggist opna á næstunni í Krónu- húsinu. ...að sr. Henning Emil sé kominn til starfa í Lágafellssókn næsta árið. ...að Ásta Margrét hafi farið holu í höggi á Hlíðavelli í sumar en þetta er í annað sinn sem hún nær drauma- högginu. ...að tvö tívolí hafa boðað komu sína í Mosfellsbæ um helgina þegar bæjarhátíðin fer fram. ...að Regína Ásvaldsdóttir taki við sem nýr bæjarstjóri Mosfellsbæjar í næstu viku. ...að tvíburasysturnar Steinunn og Stefanía Svavars hafi orðið þrítugar um helgina. ...að ráðherrann Áslaug Arna verði með skrifstofu sína í Mosó á mánudaginn. ...að Lágafellskirkja sé að stefna að því að setja á laggirnar barnakór. ...að harðvítugar nágrannaerjur um bílastæðamál sem standa yfir í Ástu- Sólliljugötu hafi ratað í fréttir. mosfellingur@mosfellingur.is Sérhæfum okkur í uppsetningu á innréttingum koverktakar@gmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.