Fréttablaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 6
Í Reykjavík eru nú dæmi um að tónlistar- veturinn fyrir eitt barn kosti á þriðja hundrað þúsund króna. Málþing í tilefni Alþjóðadags krabbameinsrannsókna: Enn liggur leiðin fram á við Krabbameinsfélagið og Samtök um krabbameinsrannsóknir á Íslandi (SKÍ) standa fyrir málþingi tileinkað Vigdísi Finnbogadóttur, verndara Krabbameinsfélagsins, miðvikudaginn 21. september kl. 17:30-20:00 í Veröld – húsi Vigdísar. Léttar veitingar í boði frá kl. 17:00. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Nánari upplýsingar og skráning á krabb.is Kostnaður við barn í tón- listarskóla í Reykjavík tvöfalt hærri en í sumum öðrum sveitarfélögum. 20 prósenta niðurskurður fjárfram- laga eftir hrun enn ekki leið- réttur. Hæfileikarík börn hafa ekki efni á tónlistarnámi. bth@frettabladid.is REYKJAVÍK Sumir tónlistarskólar á landinu eru yfirfullir og þarf að hafna fjölda nemenda sem vilja læra á hljóðfæri. Skólagjöld eru í hæstu hæðum. Vísbendingar eru um að börn efnaminni foreldra falli milli skips og bryggju í Reykjavík. Langlengstu biðlistar í tónlistar- nám eru í Vesturbænum. Hæstu skólagjöld landsins eru í Reykjavík, sem ólíkt f lestum öðrum sveitar- félögum rekur ekki tónlistarskóla á eigin vegum. „Almennt eru skólagjöld í Reykja- vík mjög há og hærri en í öðrum sveitarfélögum,“ segir Kristinn Örn Kristinsson, skólastjóri tónlistar- skólans Allegro. „Eftir hrun lækkuðu styrkir til tónlistarskóla um 20 prósent í Reykjavík, þá hvarf sellódeildin okkar,“ bætir hann við. „Það var rætt um tímabundinn niðurskurð en hann stendur óhaggaður.“ Þegar Gylfi Þ. Gíslason, fyrrum menntamálaráðherra, stóð fyrir uppbyggingu tónlistarskóla um allt land var stefnan sú að óháð efna- hag ættu öll börn að fá tækifæri til að læra á hljóðfæri. Reyndar vildi Ingvar Gíslason, Framsóknarflokki, ganga lengra og fella niður öll skóla- gjöld í tónlistarskólum. Áhrif þess að öll börn gátu áður fyrr með litlum tilkostnaði lært á hljóðfæri urðu mikil, að sögn Atla Örvarssonar tónskálds. „Gríðarlegur fjöldi hæfileika- ríkra Íslendinga spratt upp á tón- listarsviðinu vegna þessarar stefnu og við höfum notið góðs af þessari framsýni,“ segir Atli. Blikur séu nú á lofti ef fjöldi barna fær ekki að þroska hæfileika sína eða stunda þá list sem hugur þeirra stendur til. Einnig sýna ýmsar rann- sóknir að tónlistarnám og þátttaka í söngstarfi hefur greindaraukandi áhrif. Samkvæmt frumvarpi Gylfa Þ. Gíslasonar átti þriðjungur kostn- aðar við tónlistarskóla að koma frá ríkinu, annar þriðjungur frá sveitar- félögum og skólagjöld bæru uppi síðasta þriðjunginn. Í Reykjavík eru nú dæmi um að tónlistarveturinn fyrir eitt barn kosti á þriðja hundrað þúsund króna. Á Húsavík fer öll kennsla fram innan veggja grunnskólanna. Að sögn Guðna Bragasonar skólastjóra nýtur mikill meirihluti grunnskóla- barna í Norðurþingi einhverrar tónlistarkennslu. Námið kostar tæplega 102.000 á vetri fyrir 6-20 ára. Það er tvöfalt lægra gjald en í sumum einkareknum skólum í Reykjavík. „Ég vona að Reykjavík stefni aftur til fornaldar," segir Guðni og á þar við misskipt tækifæri eftir stöðu og efnahag. 40-50 nemendur eru á biðlista í Allegro. Hver nemandi í skól- anum þýðir hálfa milljón í launa- kostnað. Einnig þarf að greiða leigu og margt f leira kostnaðarsamt, að sögn skólastjóra. Spurður hvort nemendur komi nú orðið einkum frá efnameiri heimilum, segir Kristinn það vera algengt. Dæmi um það séu umfang skíðaferða. Gunnar Smári Egilsson, for- maðu r f r a m k væmd a st jór na r Sósíalistaflokksins, á sjálfur barn í tónlistarnámi. Hann segist oft hafa horft í kringum sig á tónleikum í seinni tíð og tekið eftir að aðstand- endur tónlistarbarna komi að lang- mestu leyti úr efnabetri hópum. Það sé sorglegt, enda mörg dæmi um að börn foreldra úr verkamannastétt hafi breytt heiminum. Í listum sem öðru. „Hvar eru áhrif pólskra innflytj- enda í íslenskri tónlist?“ spyr Gunn- ar Smári. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykja- víkurborgar, segir að ekki hafi fengist fjárheimild til að taka aftur niðurskurð framlaga til tónlistar- skóla eftir hrun. Hann bendir á að í Reykjavíkurborg stundi um 500 nemendur tónlist í gegnum skóla- hljómsveitir, þar sé kostnaður á nemanda mun lægri en í tónlistar- skólum eða um 33.000 krónur. Allur kennslu- og stjórnunar- kostnaður er greiddur af borginni, að sögn Helga. Árleg niðurgreiðsla fyrir hvert barn í einkanámi í tónlist sé um 600.000 krónur. Vandamálið er að sögn Helga að sumir tónlistar- skólanna í borginni séu litlir, stjórn- unarkostnaður og annar rekstrar- kostnaður hár. „Það eru okkur vonbrigði  hve skólagjöldin eru orðin há. En borgin byggir á áratuga hefð, að skólarnir séu sjálfstætt starfandi.“ n Tónlistarnám dýrast í höfuðborginni ragnarjon@frettabladid.is ÖRYGGISMÁL Íbúar Reykjavíkur og nágrennis hafa margir hverjir orðið varir við aukin umsvif Landhelgis- gæslunnar með þyrluflugi seint um kvöld og að næturlagi. Um er ræða árlegar æfingar með nætursjón- aukum. „Æfingarnar eru nauðsynlegar fyrir þyrluáhafnir svo bregðast megi fumlaust við útköllum sem verða um nótt,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæsl- unnar „Að loknu björtu sumri þarf að standa fyrir þessum æfingum til að viðhalda þjálfun með slíkum tækjum,“ segir hann, en vonar þó að íbúar borgar og nágrennis hafi ekki orðið fyrir miklu ónæði. „Kvöldæfingarnar hefjast ekki fyrr en myrkur er skollið á og á þessum árstíma þurfa þær að hefj- ast seinna en yfir háveturinn,“ segir Ásgeir um það hvers vegna æfingar þurfa að fara á fram seint um kvöld, en nauðsynlegt sé fyrir gæsluna að hefja æfingar eins fljótt og hægt er á árinu. Það sé gert strax og það byrji að rökkva svo áhafnirnar geti upp- fyllt þær kröfur sem gerðar eru til þeirra vegna björgunarflugs. Ásgeir segir að nokkrar æfingar hafi farið fram í vikunni sem leið meðal annars í Hvalfirðinum og við Hlöðufell. Þá hafi æfing með hjálparsveit skáta farið fram á sjó við Seltjarnarnesið á mánudaginn. Æfingar hafi þó einnig farið fram talsvert fjarri mannabyggðum við Kerlingarfjöll og í nágrenni Þóris- jökuls. „Afar mikilvægt er að æfa með sjóbjörgunarsveitum Slysavarna- félagsins Landsbjargar á höfuðborg- arsvæðinu til að viðhalda þekkingu allra sem koma að björgunum á sjó að næturlagi,“ segir Ásgeir og bætir við: „Æfingarnar sem fóru fram á sjó í nágrenni höfuðborgarsvæðisins var báðum lokið á ellefta tímanum.“ Næsta sjónaukaæfing Landhelgis- gæslunnar er áformuð þann 20. sept- ember klukkan 21.00 og verður hún á sjó, en staðsetning hennar hefur ekki verið ákveðin. n Æfingar með nætursjónauka ástæða aukins þyrluflugs benediktboas@frettabladid.is GARÐABÆR Íþrótta- og tómstunda- ráð Garðabæjar hefur ákveðið að leggja Kvennahlaupið niður og halda þess í stað Fjölskylduhlaup Garðabæjar. Kvennahlaupið var fyrst haldið árið 1990 og hefur stærstur hluti þess farið fram í bænum. Að jafn- aði hafa sex til átta þúsund manns hlaupið hlaupið. Fyrstu árin var hlaupið frá Garðaskóla en frá 2003 hefur hlaupið hafist á Garðatorgi. Fjölsk ylduhlaupið fer f ram laugardaginn 1. október, sem hluti af Íþróttaviku Evrópu. „Það er kær- komið að halda í heiðri því frum- kvæði sem Kvennahlaupið var, með því að breyta áherslum þess í átt að fjölskylduviðburði í Garðabæ,“ segir í bókun ráðsins. Kvennahlaupinu var ætlað að fá konur til að stunda líkamsrækt og sýna samstöðu í því efni. Í tilkynn- ingu til forsvarsmanna hlaupsins frá ÍSÍ segir meðal annars að frá því að fyrsta Kvennahlaup ÍSÍ var haldið hafi mikið vatn runnið til sjávar. „Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Sjóvá hvetja hins vegar landsmenn til að huga að sinni dag- legu hreyfingu fyrir betri líkamlega og andlega heilsu. Öll hreyfing skiptir máli.“ n Kvennahlaup að Fjölskylduhlaupi Ásgeir Erlends- son, upplýsinga- fulltrúi Land- helgisgæslunnar Einkum börn efnaðra foreldra stunda einkanám í tónlistarskólum í Reykja- vík. Myndin er frá tónleikum í Hörpu og tengist ekki efni fréttarinnar beint. Kvennahlaupið í Garðabæ verður nú fjölskylduhlaup. Hér árið 2004. 6 Fréttir 17. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.