Fréttablaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 70
Sigríður Víðis Jónsdóttir vissi ung að hana langaði að sjá heiminn og hélt af stað á unglingsárum. Fyrir ellefu árum gaf hún út verðlauna­ bókina Ríkisfang: Ekkert, og á dögunum var henni fylgt eftir með nýrri bók: Vegabréf: Íslenskt. Frá því að ég var mjög ung vissi ég að mig langaði að sjá heiminn,“ segir Sigríður. „Um leið og ég var komin á unglingsárin hélt ég af stað. Foreldrar mínir voru mjög styðjandi og ég verð þeim ævinlega þakklát fyrir að leyfa mér að rækta áhugann á umheiminum.“ Sigríður f lakkaði um heiminn í allmörg ár, var oft nokkra mánuði í burtu í einu og safnaði í ferða­ sjóðinn með því að senda frá sér fréttaskýringar, viðtöl, pistla og annað. „Miðlunin dreif mig áfram og opnaði um leið ótal dyr.“ Hún segist hafa orðið gagntekin af því að heimurinn væri fullur af sögum. „Sögum úr hversdeginum, sögum um fólk sem vinnur stóra sigra og smáa, sögum sem skarast og öðrum sem aldrei liggja saman. Sögum sem urðu til á hverjum degi, um allan heim.“ Það var svo árið 2010 sem Sigríð­ ur hitti eiginmann sinn, Leó Alex­ ander Guðmundsson líffræðing, og eiga þau saman tvö börn. „Þegar börnin komu dró úr f lakkinu um tíma en mér fannst alltaf að ég hefði ekki alveg klárað öll þessi ferðalög. Var með þá til­ finningu að ég sæti á alls kyns efni sem ég yrði að gefa mér tíma til að sökkva mér aftur ofan í og skrifa um. Og mig langaði líka til að koma aftur að efninu, vera búin að eldast í millitíðinni og geta séð hvað hefði breyst síðan ég var á staðnum. Á endanum ákvað ég að láta hug­ myndina verða að veruleika – og úr varð bókin sem kemur út núna á þriðjudaginn.“ Palestínskar flóttakonur Árið 2011 kom út fyrri bók Sigríðar, Ríkisfang: Ekkert, og fjallaði hún um palestínsku flóttakonurnar sem komu á Akranes frá Írak haustið 2008. „Í gegnum þeirra sögu sagði ég stærri sögu af heimssögulegum atburðum – stofnun Ísraelsríkis í Palestínu og innrásinni í Írak. Í nýju bókinni, Vegabréf: Íslenskt, er mark­ miðið sömuleiðis að segja stærri sögu í gegnum persónulegar sögur fólks. Í þetta sinn ferðast lesandinn á hinn bóginn til margra landa. Ég sjálf er sögumaðurinn og lesandinn fylgir mér eftir og kynnist fólki í Afganistan, Palestínu, Rúanda og Bosníu, svo nokkur dæmi séu nefnd. Markmiðið er að færa atburði sem lesendur þekkja til dæmis úr frétt­ um nær þeim.“ Einn kaflinn í nýju bókinni gerist í Sýrlandi fyrir stríðið – þegar Sýr­ land var eftirsóttur ferðamanna­ staður og sú hugsun fjarstæðu­ kennd að þar myndi brjótast út skelfilegt stríð. „Kaflinn hverfist um fjölbreytt persónugallerí á gistiheimili í Damaskus þar sem ég bjó í nokkra mánuði. Við kynnumst Abu Salim, Claudiu og fleira fólki, sjáum iðandi mannlíf í gömlu borginni, verðum vitni að störfum sýrlensku leyni­ þjónustunnar og sjáum hvað gekk á bak við tjöldin við vinnslu fyrri bókar.“ Ekki bara sorg og hörmungar Sigríður segist hafa verið sískrifandi frá unga aldri. „Ég hef alltaf verið heilluð af töfrunum sem felast í orðum.“ Eftir fyrri bókina þurfti hún þó að taka sér frí frá skrifum en fór svo að finna áhugann kvikna á ný fyrir nokkrum árum og nú er seinni bókin tilbúin. „Nýja bókin inniheldur ekki bara sorg og hörm­ ungar, stríð og flótta, því lofa ég. Mig langaði líka að hún væri skemmtileg Íslenska töfravegabréfið forréttindi Sigríður segir það alltaf hafa slegið sig hvernig við erum á endanum öll bara fólk en ótrúlega misheppin í því lottói sem lífið er, hvort sem það tengist því hvar við fæðumst eða hvaða höndum lífið fer um okkur. Íslenska vegabréfið sé dæmi um mikil forréttindi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Tvíburabræður hlæja og hlaupa um og láta kuld- ann í Afganistan í desember ekki bíta á sig. MYND/AÐSEND Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is og upplífgandi og myndi vonandi hreyfa við fólki á alls konar máta.“ Bókin er unnin upp úr dagbókum og stílabókum, minnispunktum og efni sem Sigríður hefur sent frá sér í gegnum tíðina. „Þar sem ég hafði starfað sem blaðamaður átti ég mjög mikið skrifað niður hjá mér. Sumt kom máð og illlæsilegt upp úr kössum sem höfðu ekki verið opn­ aðir í mörg ár. Við heimildavinnuna leitaði ég síðan einnig í fræðigreinar, skýrslur, fréttir, bækur og margvís­ legt annað efni sem myndar bak­ grunn fyrir sögurnar.“ Æsispennandi og átakanlegt Sögurnar sjálfar gerast á ákveðnum tíma, eftir því hvenær Sigríður var sjálf á staðnum, sú elsta er frá 2003 og sú yngsta frá 2021. „En ég prjóna saman við þær stöðunni í dag á við­ komandi stað. Ég leitaði að öllum þeim sem ég skrifa um til að fá þeirra leyfi fyrir skrifunum og til að vita hvað þau væru að gera í dag og hvað hefði breyst, bæði hjá þeim sjálfum og í samfélaginu þeirra. Þetta var mjög umfangsmikið ferli, oftast skemmtilegt og gleðilegt, stundum æsispennandi og á köflum átakanlegt – allt eftir því hvað hafði gerst síðan síðast. Sumir höfðu átt drauma sem í ljós kom að höfðu ræst en aðrir höfðu sem dæmi orðið fyrir ofsóknum stjórnvalda eða endað á flótta vegna stríðsátaka.“ Sigríður segir það hafa verið dýr­ mætt að endurnýja kynnin. „Meðan á þessu stóð var ég kannski um morguninn komin með svar frá Líb­ anon, heyrði í hádeginu frá eþíóp­ ískum vini mínum í gegnum Whats­ app og var um kvöldið komin með skilaboð á Messenger frá litlu þorpi langt úti á landi í Suður­Súdan.“ Með nafni nýju bókarinnar: Vega­ bréf: Íslenskt, vísar Sigríður í eigin forréttindastöðu. „Að vera íslenskur ríkisborgari og eiga íslenskt vega­ bréf sem kemur mér hvert sem er í heiminum. Á sama tíma eiga millj­ ónir manna ekki vegabréf því þau eru ríkisfangslaus og tilheyra form­ lega engu ríki í heiminum. Óréttlátur heimur Síðan er stór hluti heimsbyggðar­ innar sem á vegabréf eða gæti útveg­ að sér það – en er frá löndum sem aðrir vilja ekkert endilega að fólk komi frá. Þau mæta því lokuðum dyrum. Andspænis þessu er síðan gullagullið ég sem get farið um allt með bláa töfrapassann minn.“ Í bókinni lýsir Sigríður atviki þar sem henni fannst þetta sérstaklega sláandi, þegar hún fór frá Írak yfir til Sýrlands. „Ég var búin að tala við fólk sem bjó í algjörri örvæntingu í ömur­ legum f lóttamannabúðum, búin að drekka te og kaffi með þeim, borða með þeim, hlæja og gráta með þeim – og finna svo innilega hvernig þau þráðu ekkert heitar en að komast í burtu. Þau voru ofsótt í Írak og höfðu öll misst nána fjöl­ skyldumeðlimi í stríðinu. Sýrland hleypti þeim hins vegar ekki yfir landamærin. Þau voru ríkisfangs­ laus og áttu þess vegna ekki vega­ bréf. Voru strand í írösku eyðimörk­ inni og hírðust í tjöldum á stað þar sem varð 50 stiga hiti á sumrin og ískalt á veturna. Ég, með íslenska töfravegabréfið mitt, gat hins vegar valsað þarna inn og út. Og þegar ég var búin að gera það sem ég þurfti þá stóð ég bara upp, kvaddi og rúll­ aði mér yfir landamærin sem þau komust sjálf ekki yfir. Mér hefur sjaldan fundist heimurinn jafn­ óréttlátur og þann dag,“ segir hún alvarleg. „Það hefur alltaf slegið mig hvern­ ig við erum á endanum öll bara fólk en ótrúlega misheppin í því lottói sem lífið er, hvort sem það tengist því hvar við fæðumst eða hvaða höndum lífið fer um okkur,“ segir hún að lokum. n 30 Helgin 17. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ Fastar fléttur af öllum stærðum og gerðum í Eþíópíu þar sem fjölbreytileikinn er gífurlegur og landið ellefu sinnum stærra að flatarmáli en Ísland. MYND/AÐSEND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.