Fréttablaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 72
Ég var alveg sáttur við það að ég ætti kannski ekkert voðalega mörg ár eftir ólifuð. Kristján E. Guðmundsson flutti til Berlínar í Þýska- landi eftir að hann komst á eftirlaun. Hann greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli í fyrra og ákvað í samráði við börnin sín að flytja heim til Íslands. Kristján segir grein- inguna hafa verið sjokk en að stuðningur Ljóssins hafi skipt sköpum fyrir hann. Þegar menn greinast með krabbamein þá er það dálítið sjokk,“ segir Krist- ján en hann greindist með krabbamein í blöðru- hálskirtli í fyrra, þá 78 ára gamall. „Þegar ég var búinn að fara í gegnum mælingar reyndist það vera þannig að krabbameinið var komið út fyrir blöðruhálskirtilinn. Í beinin, þann- ig að það var ekki hægt að fjarlægja það.“ Kristján fór strax að hugsa um alvarleika málsins, hversu alvarleg greiningin væri í raun og veru. „Ég fór strax að gúggla blöðruhálskirt- ilskrabbamein, þá sérðu strax – þar er rætt um lífslíkur,“ segir Kristján og bætir við að upplýsingarnar sem hafi komið upp hafi snúist að mestu um lífslíkur og hversu hátt hlutfall greindra væri enn á lífi eftir fimm ár. Búið að dreifa sér „Það eru svona greiningar og þá fer maður eðlilega að spekúlera í því hvað þetta er alvarlegt. Ég var búinn að gera mér grein fyrir því að þetta væri komið út í bein og út fyrir blöðruhálskirtilinn,“ segir Kristján og viðurkennir að hann hafi hugsað um það hversu mörg ár hann ætti eftir. „Ég var alveg sáttur við það að ég ætti kannski ekkert voðalega mörg ár eftir ólifuð.“ Óhjákvæmi- lega fari fólk að velta lífslíkum fyrir sér. „Ekki það, ég er ekkert hræddur við að deyja. Það er það sem bíður okkar allra,“ segir Kristján. Grein- ingin hafi þó verið ákveðið sjokk. „Þú heyrir allt í einu að þú sért kom- inn með krabbamein í blöðruháls- kirtilinn. Mig grunaði að þetta væri komið lengra en það, ég var kominn með sára verki í bein og líkamann. En svo byrjar maður að venjast, úr því maður er kominn með þetta og maður bara lifir með því.“ Bjó í Berlín Kristján hafði búið í Berlín hátt í sex ár þegar hann fékk greininguna en ákvað í samráði við dætur sínar á Íslandi að flytja aftur heim. „Dætur mínar vildu ekkert hafa mig þarna úti. Þær vildu hafa mig hérna heima hjá sér og voru í sambandi við lækna sem þær þekktu persónulega. Það biðu mín lyf og annað þegar ég kom heim. Ég tók nú bara næstu flugvél til Íslands og ég varð svo óheppinn að fá mjög slæma lungnabólgu og sýkingu í lungu. Svo fóru krakk- arnir mínir, sonur og tvær dætur, út til Berlínar og pökkuðu öllu dótinu mínu og komu því heim,“ segir Kristján. Skömmu áður en hann greindist var hann farinn að huga að heim- komu. „Þetta var orðið gott. Ég var orðinn slæmur í fótunum og var á fjórðu hæð. Ég var farinn að hugsa nú þarf ég að drífa mig heim.“ Fann Ljósið Þegar heim var komið fóru dætur Kristjáns með hann í Ljósið sem er endurhæfingar- og stuðnings- miðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Þar geta einstaklingar fengið sér- hæfða endurhæfingu og stuðning undir handleiðslu fagfólks. Kristján ljómar allur þegar hann talar um Ljósið en hann er eitt af andlitum nýrrar Ljósavinaherferðar, Lífið í nýju ljósi. „Þetta er stórkostlegt fyrirbæri, Ljósið. Þetta er mjög heimilislegt, mjög lítið stofnanalegt, og þú finnur Er ekkert hræddur við að deyja Kristján E. Guð- mundsson segir andrúmsloftið í Ljósinu afar heimilislegt og þar líður honum mjög vel. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI 1.705 Íslendingar greinast árlega með krabba- mein. 576 einstaklingar heimsóttu Ljósið að meðaltali á mánuði fyrstu fimm mánuði þessa árs. 1.626 einstakl- ingar fengu þjónustu hjá Ljósinu árið 2021. 584 voru nýir þjónustu- þegar. 427 útskrifuð- ust árið 2021. þegar þú kemur þarna þá ertu svo velkominn. Þú sest og drekkur kaffi með fólki og spjallar um heima og geima og rifjar upp gamla tíma,“ segir Kristján og bætir við að Ljósið bjóði upp á alls kyns námskeið sem hægt sé að sækja sem hluta af endur- hæfingu. Kristján hefur sjálfur próf- að ýmis námskeið á vegum Ljóssins en hann sækir einnig líkamsrækt þar tvisvar í viku undir handleiðslu íþróttafræðings. „Þetta er svo heimilislegt og yndislegt. Að koma þarna er eins og að koma nánast heim til sín,“ segir Kristján glaður í bragði og um leið snarar hann fram símanum með mynd af málverki sem hann gerði. Á myndinni er falleg andlitsmynd af dökkhærðri ungri konu. Margt í boði „Ég er búinn að sækja myndlistar- námskeið og ég er búinn að læra að hnýta f lugur og svo lærði ég að mála steina. Það er fullt í boði,“ segir Kristján. Námskeiðin séu skemmti- leg en það sé þó meiri ávinningur af því að sækja þau, líkt og félags- skapurinn, sem sé mikils virði. Aðspurður hvort hann sé búinn að eignast vini segir Kristján svo vera. „Allmargir eru ágætis vinir mínir, ekki síst starfsfólkið – maður er svo innilega velkominn. Margir eru stressaðir að fara í svona endurhæfingu. Oft er þetta svolítið stofnanalegt en þarna er þetta mjög heimilislegt,“ segir Kristján. Það sé ýmis þjónusta í boði innan Ljóssins fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein. Þeir fái umhyggju og viðfangsefni og tillit sé tekið til ástands hvers og eins. Að sögn Kristjáns er ástand fólks mjög misjafnt og þá skipti máli að fá skilning frá öðrum í svipuðum sporum. Erfið meðferð Sjálfur fór Kristján í lyfjameðferð og nú tekur hann líftæknilyf vegna krabbameinsins. Hann segir með- ferðina hafa verið erfiða, sérstaklega í fyrstu. „Ég gat eiginlega ekki gert neitt. Ég var svo máttlaus og þreytt- ur.“ Svo hafi lyfin farið að hafa góð áhrif og krafturinn jókst á ný. Krist- ján hefur gaman af eldamennsku og gat lítið sinnt áhugamálinu á meðan hann var sem verstur. „Nú get ég alveg staðið í smá eldamennsku. Ég bakaði pönnukökur í gær og bauð dóttur minni í kaffi með pönnu- kökum,“ segir Kristján og skellir upp úr. Fagnar verkjaleysi Spurður um framhaldið segist Krist- ján vera að fara í rannsóknir í næsta mánuði. Blóðprufur hafi nú þegar komið vel út og læknirinn sé ægi- lega ánægður. Kristján fagnar því að vera orðinn verkjalaus og horfir hæfilega bjartsýnn fram á veg. „Það getur vel verið að krabbameinið sé farið – ég er orðinn verkjalaus og hættur að taka öll verkjalyf. Maður lifir ósköp venjulegu lífi og málar kalla á steina.“ Hann vonar að aðrir í sömu sporum og hann leiti til Ljóss- ins. „Fólk á endilega að fara þarna og finna andrúmsloftið, hvað það er gott. Því líður miklu betur,“ segir Kristján að síðustu. n Helena Rós Sturludóttir helenaros @frettabladid.is 32 Helgin 17. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.