Fréttablaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 76
Valur gerði 0-0 jafntefli við portú- galska knattspyrnuliðið Benfica þennan dag árið 1968. Lið Benfica hafði einn besta knattspyrnumann Evrópu innan síns liðs, Eusebio, sem var nýbúinn að fá gullskóinn afhentan í Frakklandi fyrir að vera markahæstur. Mikið Benfica-æði greip íslensku þjóðina fyrir leikinn, enda var Benfica hátt metið lið og hafði keppt á móti Manchest er United ekki löngu áður. Miðaverð var 150 krónur fyrir full- orðna í stúku og 100 krónur í stæði. Fyrir börn kostaði 50 krónur á leikinn. Valsarar æfðu stíft fyrir leikinn auk þess að setja upp auglýsinga- spjöld úti um allt, meðal annars á ljósastaura milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Í viðtali við Magnús Má Einarsson, núverandi þjálfara Aftureldingar og fyrrverandi ritstjóra fótbolta.net, sagði Hemmi Gunn að leikmenn hefðu gert það sjálfir. Og ef einhver fór í bíó var bíllinn þakinn spjöldum um leikinn. „Það losnaði enginn undan því að fá bara einhverja bakteríu, Benfica-bakteríuna miklu,“ sagði Hemmi. Hann benti á að þegar leikdagur rann upp var veðrið með besta móti, logn og sólin skein. Fólk flykktist á leikinn víðs vegar að af landinu og urðu áhorfendur 18.243 talsins, sem var vallarmet og stóð allt til ársins 2004 þegar Ítalir mættu í heimsókn. Ótrúlegt en satt þá náðu leik- menn Vals að halda hreinu, því þegar tölfræðin er skoðuð kemur í ljós að Benfica átti 47 skot, þar af 24 á ramm- ann. Eusebio þótti koma prúðmann- lega fram alveg frá því hann kom til landsins. Eftir æfingu Benfica, daginn fyrir leik, bauð hann blaðamönnum upp á hótel þar sem liðið dvaldi og spjallaði við þá í mestu mak indum. Sat fyrir á myndum og var allur hinn almenni legasti og sýndi meðal annars gullskóinn sem hann hafði fengið fyrstur manna fyrir að vera marka- hæstur í Evrópu. Páll Ragnarsson, tannlæknir frá Sauðárkróki, var settur til höfuðs honum og fékk nafnbótina Eusebio- baninn. n Þetta gerðist: 19. september 1968 Frægasti fótboltaleikur Íslandssögunnar Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, Önnu Kristjánsdóttur Katla Steinsson Ársæll Þorsteinsson Hanna Lára Steinsson Kristján Jóhann Steinsson Andri Snær Ársælsson Anna Sjöfn Ársælsdóttir Haukur Þorsteinsson Kristmann Þorsteinsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og vinur okkar allra, Baldvin Kristinsson bifvélavirki, Urðarhæð 8, Garðabæ, lést þann 10. september sl. Útför hans fer fram fimmtudaginn 22. september kl. 13.00 frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg. Elín Ólafsdóttir Bjarni Baldvinsson Vilborg Friðriksdóttir Elísa Sól Bjarnadóttir Lilja Björg Bjarnadóttir Katrín Embla Bjarnadóttir María Kristjánsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét Halldórsdóttir Barónsstíg 78, lést á Droplaugarstöðum 11. september. Útförin fer fram í Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 21. september klukkan 13. Þór Axelsson Ingunn Pettersen Ásdís Axelsdóttir Bjarni Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Björn Sigurbjörnsson Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, laugardaginn 10. september. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju, þriðjudaginn 20. september kl. 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða fyrir hlýja og góða umönnun. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is Sigurbjörn Björnsson Soffía Ómarsdóttir Sigríður Björnsdóttir Lárus Heiðarsson Guðríður Björnsdóttir afabörnin og langafabörnin. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, stjúpamma og langamma, Gíslína Gunnarsdóttir ( Ína ) Háteigsvegi 23, lést að hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík, miðvikudaginn 24. ágúst sl. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Skjóls fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Örn Sólberg Haraldsson Steinunn I. Másdóttir Bergur Þ. Steingrímsson Gunnar Már Másson Haraldur, Ellen Elísabet, Bjarki Már, Jóhanna Þórný, Brynjar Þór, makar og börn. Kæri og elskulegi pabbi okkar, sonur, bróðir, mágur og frændi, Hálfdán Daðason lést sunnudaginn 4. september. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 21. september kl. 13. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Björns Rúnarssonar (reikningsnr. 0354-13-200686, kt. 1412513259) eða Píeta samtökin. Daði Snær og Eiður Sölvi Hálfdánssynir Ráðhildur Stefánsdóttir og Daði Hálfdánsson Klara Eiríka, Stefán, Vilborg, Guðmundur Magnús, Ólöf Kristjana, Jóna Rún og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, Kr. Ómar Herbertsson Krossmóa 5, Reykjanesbæ, lést á Landspítalanum við Fossvog, föstudaginn 9. september. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 22. september klukkan 13. Margrét Hermannsdóttir Þorbjörn Gísli Ómarsson Sanja Bek Björn Jónatan Ómarsson Erla Maren Gísladóttir Birkir Steinn Ómarsson Margrét Björg Ómarsdóttir Bjarki Ólafsson Friðbjörn Rósinkar Anja Kokoschka Inga Hulda Bragi Freyr Aron Gísli Helena Tómasdóttir og barnabörn. Ástkær faðir, tengdafaðir, fyrrum eiginmaður, sonur, bróðir, mágur og frændi okkar, Sigurður Árni Árnason Torrevieja, Spáni, varð bráðkvaddur þann 10. september síðastliðinn. Útför verður auglýst síðar. Árni Páll Sigurðsson, Alexander Irving Jr. Thelma Rut Jónsdóttir Irving Alexander GP Máney Birta Albertsdóttir Evelin Peralta Sæbjörg Eiríksdóttir Guðrún Árnadóttir Aldís Árnadóttir Jón B. Aðalbjörnsson Iðunn Árnadóttir Páll Gústafsson Gunnar Gunnarsson Margrét Karlsdóttir Eiríkur Auðunn Auðunsson Dóra Kristín Þórisdóttir Örlygur Auðunsson Brynhildur Guðmundsdóttir frændsystkini. Elsku hjartans eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ásdís Valdimarsdóttir Næfurholti 1, Hafnarfirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi sunnudaginn 11. september. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 19. september kl. 15. Þór Gunnarsson Anna Margrét Þórsdóttir Ólafur Gauti Hilmarsson Þórdís Þórsdóttir Jóhann G. Jóhannsson Davíð Arnar Þórsson Ingibjörg Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Arnar Ívar Sigurbjörnsson húsasmíðameistari og matsmaður, Fjallalind 100, Kópavogi, lést á líknardeildinni í Kópavogi miðvikudaginn 7. september. Útförin fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 19. september klukkan 13. Agnes Björnsdóttir Anna I. Arnarsdóttir Garðar K. Halldórsson Sigurbjörg Inga Arnarsdóttir Björn Arnarsson Þuríður M. Björnsdóttir barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Steingrímur Matthíasson Flúðaseli 38, lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 11. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Svanhildur Steingrímsdóttir Guðmundur Kr. Gíslason Jenný Steingrímsdóttir Ólafur Snorrason Hrönn Steingrímsdóttir Egill Sandholt Birgir Steingrímsson barnabörn og barnabarnabörn. Hermann Gunnarsson aðstoðar félaga sinn við magaæfingar í aðdraganda leiksins. 36 Tímamót 17. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.