Fréttablaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 92
Þetta er mjög gaman og ég er þakklát að fá svona viðurkenn- ingu. AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@ frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is toti@frettabladid.is „Alþingi samankomið. Útgjöld hækka,“ segir Björn Teitsson, þegar hann byrjar hraðspól sitt í gegnum fréttir vikunnar. „Pawel benti á að við gætum fengið lestarkerfi, nas- istar unnu kosningasigur í Svíþjóð og í yndislegri frétt um bangsaspít- ala gaf unglæknir hugrakkri stúlku lyfseðil um lækningu handa slasaðri dúkku: „Mundu að knúsa fimm sinnum á dag, þá batnar henni.“ Íbúar Hlíða vilja borgargötu fyrir fólk, íbúar Fossvogs vilja hraðbraut fyrir bíla. Íbúar Laugardals vilja íþróttahús. Strax! Spóaungar flugu þráðbeint til Vestur-Afríku á fjórum dögum. Margt skemmtilegt. Sumt fúlt. En í fréttum vikunnar var áberandi skortur á fréttum af hinstu kveðju kóngafólks. Fréttir af tímamótunum sem því fylgja þegar konungborið fólk sem hefur fylgt manni hálfa eða heila ævi, er skyndilega horfið á brott. Bandaríski rithöfundurinn David Foster Wallace, hinn mikli „dudebro“ bókmenntanna, skrifaði einn sinn besta texta í grein sem birtist í New York Times árið 2006. Þar var honum tíðrætt um „Federer- augnablik.“ Við sem höfum fylgst með svissneska tennisspilaranum og jafnaldra mínum Roger Federer höfum öll orðið vitni að augnablikum sem færa okkur nær trúnni, nær Guði. Því aðeins guðlegar verur eru færar um þau kraftaverk sem hann gat framkvæmt. Og nú er kóngurinn farinn, hann er hættur. Og það var ekkert skrifað um það. Hvað er að?“ n Margt skemmtilegt og sumt fúlt n Fréttir vikunnar Björn Teitsson Björn Teitsson, sér- fræðingur hjá Skipulags- stofnun. Fáðu fréttirnar fyrst um tilboð, afsláttarkóða eða aðgang að útsölum á undan öðrum með því að skrá þig á póstlista Dorma. Washington heilsudýnan er með einstaklega vönduðu tvöföldu pokagormakerfi, kantstyrkingum og vandaðri og þægilegri yfirdýnu. Gormakerfinu er skipt upp eftir svæðum þannig að það er með meiri stuðning þar sem við erum þyngri eins og öxlum og mjöðmum. Lítil sem engin hreyfing finnst milli rekkjunauta. Yfirdýnan (topperinn) er samsett úr fjórum lögum og þar á meðal er gel lag (gel infused memory foam) sem lagast algjörlega að líkamanum og heldur honum í réttri stellingu alla nóttina. Áklæðið utan um dýnuna er silki og bómullarblanda sem andar einstaklega vel sem og gefur extra mýkt. Millistíf dýna. Sealy HYATT heilsurúm með botni Sealy Hyatt heilsudýnan er framleidd fyrir Hyatt lúxus hótelkeðjuna. Hún er gerð úr Posturpedic gormakerfi sem Sealy hefur þróað í mörg á með það að leiðarljósi að veita stuðning og þægindi og góða endingu. Hyatt dýnan veitir fullkominn stuðning með 6 laga svamplögum, náttúrlegum trefjum og þykkum toppi svo þú hvílist fullkomlega. Dýnan er með Oek-Tex vottun um að engin skaðleg efni eru í dýnunni. Fæst í: 120/140/160/180/200 x 200 Sealy WASHINGTON heilsurúm með botni Hyatt heilsurúm. 160 x 200 cm – Fullt verð: 275.900 kr. Nú 220.720 kr. Washington heilsurúm. 160 x 200 cm – Fullt verð: 279.900 kr. Nú 223.920 kr. Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Ve rð o g vö ru up pl ýs in ga r í a ug lý si ng un ni e ru b ir ta r m eð f yr ir va ra u m p re nt vi llu r. Gagnrýnandi breska blaðsins The Guardian fór í gær fögr- um orðum um Xiuxiuejar, nýja plötu tónlistarkonunnar Heklu Magnúsdóttur, og sagði hana meðal annars endur- heimta hið einstaka aðdrátt- arafl rafmagnshljóðfærisins þeremíns. toti@frettabladid.is „Það er bara gaman að fá góðar við- tökur,“ segir tónlistarkonan Hekla Magnúsdóttir, um mjög svo jákvæðan dóm The Guardian um nýju plöt- una hennar, Xiuxiuejar. Platan er samtímatón- listarplata mánaðarins, „contemporary album of the month“, hjá The Guardian þar sem gagn- rýnandinn John Lewis gaf henni fjórar stjörn- ur af fimm mögulegum í gær. Hekla segir aðspurð að þetta hafi óneitan- lega komið henni nokkuð í opna skjöldu þótt hún hafi nú þegar fengið talsvert af jákvæðum umsögnum erlendis. „Þetta er mjög gaman og ég er þakklát að fá svona viðurkenningu fyrir þetta,“ segir Hekla og hlær hóg- vær. Þeremínið leyst úr læðingi Hekla hefur verið virk í íslensku tónlistarlífi frá 2007 og lék meðal annars á þeremín með hljómsveit- inni Bárujárni. Hún hóf sólóferil sinn sumarið 2014 með plötunni Hekla sem vann til Kraumsverð- launanna það sama ár. Þá var tónlist hennar lýst sem dul- úðugri blöndu marglaga þeremíns og söngs, sem kallaði fram hughrif allt frá angist til angurværðar. Hekla fer áfram mikinn á þerem- íninu sem Lewis bendir á að sé oft teflt fram sem framandi nýjung, en Hekla leysi hins vegar raunverulega möguleika þess úr læðingi. Greitt úr garnaflækjum „Guardian með puttann á púls- inum. Þessi plata læknar öll mein og gleður geð. Góða ferð!“ sagði Óttarr Proppé, tónlistarmaður og fyrrverandi ráðherra, þegar hann deildi umsögn The Guardian í gær. Óttarr leggur til rödd sína á plötunni sem hann fær ekki nóg af, ef marka má fyrri yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum: „Er að spá í að hætta að sofa til að geta hlustað oftar á þessa plötu. Nú er þetta stóra, viðkvæma, hráa og fallega stórvirki Heklu loksins komið út,“ skrifaði hann á sunnudaginn og bætti við, áður en hann þakkaði Guardian lofar Heklu fyrir að virkja afl þeremínsins Hekla kynntist þeremíninu fyrir margt löngu eftir að hafa hlustað á plötu með Clara Rockmore sem ruddi hljóðfærinu braut upp úr 1930. MYND/AÐSEND Heklu fyrir, að þessi plata sé góð fyrir hjartað. „Ítrekuð hlustun kemur í veg fyrir garnaflækjur og ferköntun.“ Snertilaus tónlist Þeremínið er fyrsta rafmagnshljóð- færið sem sögur fara af og heiðurinn af því er eignaður rússneska vís- indamanninum Léon Theremin sem fann það upp 1919 þegar hann var, samkvæmt Wikipedia, að rann- saka útvörp og útvarpsbylgjur á mismunandi tíðnum. Hljóðfærið er það eina sem krefst ekki snertingar hljóðfæraleikarans sem breytir tónhæðinni með því að hreyfa aðra höndina nær eða fjær loftneti og hljóðstyrknum með handahreyfingum ýmist upp eða niður. Að hvísla Hekla segist þó ekki aðeins þreifa fyrir sér við tónsmíðarnar þar sem hún setji einnig mikið traust á selló- ið. „Þetta eru svona þau tvö hljóð- færi sem er oftast líkt við manns- röddina.“ Titill plötunnar er ekki síður framandi þeim sem ekki þekkja til en þeremínið er þó ekki mjög lang- sótt þegar betur er að gáð. „Ég bjó lengi á Spáni og þetta er katalónska,“ segir hún um nafn plötunnar, sem er ígildi íslensku sagnarinnar „að hvísla.“ Hafsteinn Ársælsson hannaði umslag Xiuxiuejar sem er aðgengi- leg á Spotify og öðrum streymisveit- um auk þess sem hægt er að panta hana á vínyl hjá útgefandanum Phantom Limb á Bandcamp. n Hekla fær 4 stjörnur fyrir töfrum slungna samtímaplötu mánaðarins hjá The Guardian. SKJÁSKOT/THE GUARDIAN 52 Lífið 17. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.