Fréttablaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 10
Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r ét t t il l eið ré tti ng a á sl íku . A th . a ð ve rð ge tu r b re ys t á n fyr irv ar a. 595 1000 Flórens Borg draumanna... 17. nóvember í 3 nætur 119.000 Flug & hótel frá Frábært verð á mann ninarichter@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL „Veikt fólk getur ekki beðið,“ segir Halla Þorvalds- dóttir, framkvæmdastjóri Krabba- meinsfélagsins, um aðstöðumál krabbameinssjúkra á dagdeild á Landspítala. Að sögn Höllu er von á 40 prósenta aukningu í krabbamein- stilfellum til ársins 2035, og byggja þær spár á NORDCAN-gagnagrunni norrænu krabbameinsskránna. „Sömu spár gera ráð fyrir að lif- endum fjölgi um 50 prósent á sama tíma, sem er auðvitað vegna þess að greiningu og meðferð fleygir fram.“ Halla segir aðstöðuna á dagdeild Landspítala núna löngu sprungna. „Hún ber ekki þessa meðferð. Starfs- fólkið lætur þetta reddast og það er á kostnað alls konar þátta. Það verða miklar framfarir á Landspítalanum þegar nýr með- ferðarkjarni verður tilbúinn. En staðreyndin er að það liggur ekkert fyrir í dag hvernig aðstöðu þessarar deildar verður fyrir komið á næstu árum,“ segir Halla. „Það er engin aðstaða fyrir aðstandendur, það er ekki pláss til að setjast niður og borða, matur er ekki í boði og það er ekki einu sinni pláss fyrir sjálfsala með samlokum. Fólk situr mjög þétt og verður óhjá- kvæmilega vitni að alls konar sam- tölum og samskiptum.“ Halla nefnir að í krabbameins- veikindum geti ýmislegt komið upp sem fólk þarf að geta rætt við sinn hjúkrunarfræðing. „Samlíf, hægðir, verkir, sár og þunglyndi og kvíði sem dæmi,“ segir hún. „En það er engin almennileg aðstaða til þess.“ Nánar á frettabladid.is Aðstaða krabbameinssjúkra sprungin Halla Þorvalds­ dóttir, fram­ kvæmdastjóri Krabbameins­ félagsins odduraevar@frettabladid.is BRETLAND Barnabörn Elísabetar Bretadrottningar munu standa svokallaða vakt prinsanna við kistu hennar í fimmtán mínútur í West- minster Hall í kvöld. Ekki kemur fram í breskum miðlum nákvæm- lega hvenær. Vilhjálmur Bretapr ins mun standa við höfuð drottningarinn- ar þar sem hún liggur í kistunni á meðan bróðir hans Harry mun standa til fóta. Báðir verða prinsarnir í her- klæðum að beiðni Karls konungs hins þriðja. Hin sex barnabörnin verða í dökkum kjólfötum og munu standa við hlið prinsanna á vaktinni. Við hlið Vilhjá lms verðu r frænka hans og frændi Zara Tin- dall og Peter Phillips, börn Önnu prinsessu. Við hlið Harrys verða börn Andrésar Bretaprins, Beatrís prinsessa og Eugenie. Við miðju kistunnar verða börn Játvarðar, sem er yngstur barna Elísabetar, þau lafði Lovísa og vísigreifinn James. Mökum er ekki boðið. Um er að ræða hefð sem nær tæpa öld aftur í tímann frá því þegar Georg fimmti, langafi Karls þriðja, lést árið 1936. Við það tilefni stóðu prinsarnir Játvarður áttundi, Albert prins, Hinrik prins og Georg prins vörð við líkkistu föður síns í Westminster Hall. n Prinsarnir standa vaktina í kvöld Karl konungur og önnur börn Elísabetar II. heitinnar stóðu vakt við kistu móður sinnar á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Ferðaþjónustan hefur náð svipuðum styrk og árið 2019 eftir sumar sem gekk framar vonum í greininni. Erfiðleikar á helstu markaðssvæðum og háir vextir innanlands gætu sett strik í reikninginn. gar@frettabladid.is FERÐAÞJÓNUSTA „Þetta fór rólega af stað í júní en júlí og ágúst voru vonum framar,“ segir Kristófer Oli- versson, formaður FHG, Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, um ganginn í greininni í sumar. Komið hefur fram að umsvif ferðaþjónustunnar í ár eru á pari við árið 2019 sem þó var lakara en metárið 2018. Það var árið 2019 sem rekstur WOW air komst í þrot. Kristófer segir að haustið líti ágætlega út. Innan greinarinnar hafi verið áhyggjur af hækkandi orkuverði og öðrum erfiðleikum á okkar helstu markaðssvæðum. „En veruleikinn fram að þessu er í raun og veru annar. Kannski af því að það er svona mikill uppsafnaður ferða- vilji,“ segir hann. Að sögn Kristófers hafa Bretar verið að sækja í sig veðrið í f lugi til Íslands. „Þeir eru okkar bestu vetrarkúnnar ásamt Bandaríkja- mönnum,“ bendir hann á. Kínverjar og ferðalangar frá öðrum löndum Asíu, sem hafa einnig verið sterkur hópur í ferða- þjónustunni að vetrarlagi, hafa hins vegar enn ekki byrjað að skila sér aftur eftir Covid. Kristófer segir það meðal annars vera vegna lok- unar leiða yfir Rússlandi sem gerir f lugleiðir lengri og einnig vegna strangrar aðferðafræði kínverskra stjórnvalda við að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar. Kristófer minnir á að hægt sé að horfa á málin frá mörgum sjónar- hornum og vitnar til orða Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á Ferða- þjónustudeginum á miðvikudag- inn. „Ásgeir sagði að við ættum að muna að horfa til þess að á Íslandi sé skattkerfið þannig að stór hluti af því byggi á neyslusköttum. Þannig að um leið og ferðamennirnir eru lentir eru þeir farnir að borga skatta á fullu og skila svo miklu inn í sam- félagið.“ Markmið síns eigin fyrirtækis, Centerhotels, kveður Kristófer vera að endurheimta fyrri styrk eftir gríðarleg áföll Covid-tímabilsins með tveggja ára tekjuleysi. Hann kveður verðbólgu og háa vexti vera helsta vandamál hótelgeirans um þessar mundir. „Fjármagnskostnaðurinn tekur alveg svakalega í,“ segir Kristófer. Óvissuþættirnir séu enn margir. „En ef flugélögin meta það sem svo að Ísland sé góður áfangastaður þá skilar það sér. Og maður getur ekki verið annað en þakklátur fyrir hversu miklu betur hefur ræst úr þessu en maður þorði að vona.“ n Gott sumar en háir vextir erfiðir fyrir gistiþjónustuna Bátfyllir af ferðamönnum lagði úr höfn í Reykjavíkurhöfn í gær á leið í hvalaskoðun á Faxaflóa. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Um leið og ferðamenn- irnir eru lentir eru þeir farnir að borga skatta á fullu og skila svo miklu inn í samfélagið. Kristófer Oliversson, formaður Fyrir­ tækja í hótel­ og gistiþjónustu benediktboas@frettabladid.is K VIK MYNDIR Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda harmar þá stöðu sem upp er komin í kvikmyndaiðnaði, þar sem boð- aður er niðurskurður í frumvarpi til fjárlaga 2023 sem gangi þvert gegn Kvikmyndastefnu stjórnvalda til ársins 2030. Í yfirlýsingu SÍK frá því í gær segir að niðurskurðurinn sem boðaður er  nemi 433 milljónum króna og muni hafa alvarlegar af leiðingar fyrir framleiðslu verkefna. Þá er stjórnin ósátt með ummæli Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og við- skiptaráðherra, sem í Bítinu á Bylgj- unni í gær gaf til kynna að gagn- rýnin byggði á misskilningi. Stjórnin bendir á að fyrirsjáan- leiki  kvikmyndaiðnaðar skipti sköpum enda sé ferli kvikmynda- verkefna frá hugmynd til sýninga oft langt og telji stundum mörg ár. Stjórnin vonast til að stjórnvöld endurskoði umræddan fjárlagalið og væntir áframhaldandi samtals við menningar- og viðskiptaráð- herra um málið á næstu dögum. n Harma niðurskurð til kvikmynda Lilja Alfreðs­ dóttir stuðaði stjórn Sam­ bands íslenskra kvikmynda­ framleiðenda. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR 10 Fréttir 17. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.