Fréttablaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 88
Í sumum verkanna renna fortíð og nútíð saman í einn hræring á meðan önnur sýna skáld- aðan liðinn tíma. Listmálarinn Þrándur Þórarinsson var enn að sýna málverk sín af Hólavalla- kirkjugarði þegar honum bauðst sýningarrými í því fornfræga húsi sem áður hýsti steikhúsið Argentínu. Hann bretti því upp ermar og afraksturinn, draumkenndar borgarlandslagsmyndir, lítur dagsins ljós í dag þegar hann opnar sýninguna Hin rétta Reykjavík á Barónsstíg 11. toti@frettabladid.is Skammt er líf legra pensilstroka á milli hjá listmálaranum lúsiðna Þrándi Þórarinssyni sem opnar í dag sína aðra málverkasýningu á skömmum tíma. Eftir að hafa staldrað við í Hólavallakirkjugarði fyrr á þessu ári sneri hann sér að draumkenndum borgarlandslags- myndum í næsta nágrenni þar sem hann blandar saman fortíð og nútíð í verkunum á sýningunni Hin rétta Reykjavík. „Sýningin samanstendur mikið til af borgarlandslagsmyndum; götum, torgum byggingum, kenni- leitum og útilistaverkum í Reykja- vík,“ segir Þrándur um ný og nýleg olíumálverkin á sölusýningunni. Þrándur fór ekki langt y f ir skammt frá kirkjugarðinum eftir innblæstri þar sem hann sækir f lest myndefnin í miðbæinn. „Þó ekki öll og í sumum verkanna renna fortíð og nútíð saman í einn hræring á meðan önnur sýna skáld- aðan liðinn tíma.“ Þrándur segir að í stuttu máli sé hann að leitast við að gera myndirnar að tímalausum staðleysum sem minni um margt á Reykjavík. Verkin enda á bók Þrándur vinnur einnig um þessar mundir að bók með Forlaginu þar sem þessum og öðrum Reykja- víkurverkum hans verða gerð sérstök skil. „Hönnunin er svipuð og á Andspænis,“ segir Þrándur og vísar í bókina sem hann gerði með Hugleiki frænda sínum 2020 þar sem þeir öttu saman frægustu vættum og óvættum íslenskra þjóðsagna, hvor á sinn hátt. „Þessi bók verður samt stíluð á ferða- fólk til jafns við Íslendinga og m y n d e f n i n taka að ein- hverju leyti mið af því. Það er til að mynda verk Hinn rétta Reykjavík er tímalaus staðleysa Opnun á Kjarvalsstöðum. Sá dáði háhyrningur Keikó er alveg á heimavelli og réttum stað við Sólfarið en þessi tvenna er líkleg til að kæta er- lenda ferðamenn jafnvel meira en Íslendinga. Myndir/Þrándur Mæðragarðurinn rennur kannski upp í staðleysu en notaleg er stemningin í hinni réttu Reykjavík. Hallærisplanið eða Ingólfstorg eða öfugt. þarna af Sólfarinu, sem er jú í sér- stöku eftirlæti hjá erlendum gestum í höfuðborginni,“ segir Þrándur sem gerir ráð fyrir að bókin komi út á fyrri hluta næsta árs. Líf eftir dauða „Ég fór beint í borgarlandslags- myndirnar eftir Hólavallagarð. Sigurður Sævar, kollegi minn, sem á sýningarrýmið bauð mér að sýna þarna en hann hugðist leigja húsið út frá og með 1. október svo það var ekki um annað að ræða en að bretta upp ermarnar og hafa hraðar hend- ur með pensilinn,“ segir Þrándur um sýningarrýmið á Barónsstíg 11A og B sem flestir kannast líklega helst við sem hina fornfrægu Argentínu steikhús. Sigurður Sævar Magnúsarson myndlistarmaður keypti húsnæðið ekki alls fyrir löngu og er þar með nýja vinnustofu og sýningarsal þar sem Þrándur opnar Hina réttu Reykjavík í dag milli klukkan 16 og 18. Hann áréttar að allir séu velkomnir og drykkir verði í boði. Sýningin verður síðan opin dagana 18. til 25. september milli klukkan 14 og 18. n toti@frettabladid.is Konungssinnaða jafnaðarmann- inum Þórarni Snorra Sigurgeirssyni tókst í gærmorgun það ætlunar- verk sitt að votta Elísabetu II. Breta- drottningu virðingu sína í West- minster Hall. Þórarinn tók ákvörðunina um að leggja í þessa pílagrímsför yfir enskum morgunverði síðasta sunnu- dag og flaug til London á þriðjudags- morgun. Hann var við því búinn að virðingarvotturinn myndi kosta blóð, svita og tár. Sem vitaskuld varð raunin. „Ég stóð í röðinni síðustu nótt og komst að undir gærmorgun,“ sagði Þórarinn Snorri þegar Fréttablaðið náði sambandi við hann í London í gær, úrvinda en ánægðan. „Og mér tókst því sumsé að votta hennar hátign mína virðingu í eigin persónu,“ segir hinn einbeitti íslenski royalisti og bætir hlæjandi við að hann hafi lagt að baki tæp 65.000 skref á þremur dögum. „Og tveggja tíma svefn í tveimur lotum á 36 klukkustunda tímabili.“ Þórarinn lagði bjartsýnn í sína hátíðlegu för, eða eins og hann orð- aði það þegar Fréttablaðið talaði við hann áður en hann flaug út: „Síðan er þetta, burtséð frá manns eigin nördaskap og áhuga á þessu, náttúr- lega líka heimsviðburður.“ Hann reiknaði þannig með einstakri stemningu á götum borgarinnar og hana er hann núna búinn að fá að upplifa milliliðalaust. Búist er við að allt að 750 þúsund manns leggi leið sína í Westminster Hall og almenningur hefur enn tæki- færi til þess votta drottningunni virðingu þar sem kistan verður á sínum stað næstu þrjá sólarhringa en jarðarför Elísabetar fer fram á mánudag. n Komst svefnvana eftir 65.000 skref að kistu drottningar Stöðugur og langur straumur fólks liggur að kistu Elísabetar II. í Westminster Hall og þangað komst Þórarinn Snorri þreyttur en andaktugur eftir að hafa gengið um 65.000 skref á þremur dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Ég stóð í röðinni síð- ustu nótt og komst að undir gærmorgun. Þórarinn Snorri Sigurgeirsson 48 Lífið 17. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 17. september 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.