Fréttablaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 35
Umsóknarfrestur er til og með 28. september nk.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem,
sverrir@hagvangur.is.
Neyðarlínan ohf. leitar að öflugum stjórnanda til að leiða fyrirtækið
áfram en fram undan eru mikilvæg verkefni í stefnumótun og
skipulagsbreytingum. Leitað er að leiðtoga með góða reynslu
af stjórnun og rekstri, framúrskarandi félagslega færni, getu
til tengslamyndunar og traust orðspor. Í boði er krefjandi og
spennandi framtíðarstarf þar sem unnið er að mikilvægri
þjónustu við almenning.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið
• Daglegur rekstur félagsins
• Samskipti við hið opinbera og aðra samstarfsaðila
• Yfirumsjón með fjármálum
• Leiðandi í gerð samninga við stærstu viðskiptavini og birgja
• Stefnumótun í samvinnu við stjórn
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Stjórnunar- og rekstrarreynsla
• Góð reynsla af samningagerð
• Framtíðarsýn og reynsla af breytingastjórnun
• Reynsla af opinberri stjórnsýslu
• Ákveðni og kraftur
• Framúrskarandi samskiptahæfni
• Góð enskukunnátta nauðsynleg
Framkvæmdastjóri
hagvangur.is
Sótt er um starfið
á hagvangur.is
Neyðarlínan sér um neyðar- og öryggisþjónustu á
Íslandi og starfrækir til þess 112, Vaktstöð siglinga
og Tetra fjarskiptakerfið. Rekstur neyðarvaktstöðvar
er í samræmi við lög um samræmda neyðarsvörun
nr. 40/2008. Neyðarlínan boðar björgunar- og
neyðarsveitir á öllu landinu og er tengiliður milli
almennings og viðbragðsaðila.
Við leitum að einstaklingi til þess að slást í lið með
fjölbreyttum og samheldnum hópi sem veitir öllum loftförum
er fara um Keflavíkurflugvöll þjónustu. Við leggjum áherslu
á skilvirkni og fagleg vinnubrögð, erum lausnamiðuð í
nálgun okkar á fjölbreytt og spennandi verkefni sem snerta
ferðalanga vallarins.
Helstu verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Hagnýt þekking og reynsla á flugleiðsöguþjónustu
eða sambærilegu
• Þekking á lögum og reglugerðum sem gilda um
þjónustuna æskileg
• Reynsla af verkefnastjórnun kostur
• Þekking og/eða reynsla af öryggis- og gæðastjórnun
• Mjög góð íslensku og ensku kunnátta í ræðu og riti
Sótt er um starfið á isavia.is/atvinna
Umsóknarfrestur er til og með 3. október.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Bjarni Páll Tryggvason:
bjarni.tryggvason@isavia.is
Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með
rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Við hvetjum
áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.
Verkefnastjóri öryggis- og gæðamála
Isavia leitar að öflugum verkefnastjóra á sviði öryggis- og gæðamála í flugturninn á Keflavíkurflugvelli
Saman náum við árangri
Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum.
Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu.
• Viðhalda og styðja við öryggismenningu innan flugturns
• Tryggja að öryggisáhættu þjónustunnar sé stýrt í
samræmi við verklag
• Skýrslugerð vegna þjónustunnar
• Viðhald og umsjón með skjölum stjórnunarkerfisins
vegna ATS málefna
• Eftirlit með skráningu atvika og eftirfylgni
• Samskipti og samstarf við hagaðila og aðrar einingar
vegna öryggis- og gæðamála
ATVINNUBLAÐIÐ 3LAUGARDAGUR 17. september 2022