Fréttablaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 25
„Frá því ég byrjaði við Lundúna- háskóla hefur það verið mitt mark- mið að þróa réttarsálfræðina og gera hana að sjálfstæðri vísinda- grein,“ segir Gísli. Þegar hann var að stíga sín fyrstu skref komu sál- fræðingarnir helst að framkvæmd prófa en það voru oft geðlæknarnir sem notuðu niðurstöðurnar í sinni skýrslu og báru vitni um þær fyrir dómi. Þetta fannst Gísla ekki ganga upp. „Ég sagði við kollega mína, ef þið viljið fá mig í málið látið þá þann sem vísaði málinu til ykkar hafa samband við mig og ég mun vinna að sjálfstæðri skýrslu um málið og gefa vitnisburð fyrir dómi ef á þarf að halda,“ segir hann og bætir við: „Ef við viljum að réttarsálfræðin sé vísindalegt fag, þurfum við að vera sjálfstæðir fræðimenn en ekki bara einhverjir tæknimenn hjá geðlækni. Við verðum að gefa okkar eigin vitnisburð í málum og getum ekki látið geðlækni bera vitni um okkar vinnu.“ Litinn hornauga og uppnefndur Það var á brattann að sækja hjá Gísla fyrstu árin. Hann einsetti sér að vinna jöfnum höndum að kennslu, rannsóknum og klínískri vinnu með skjólstæðingum. Það er ekki síst klíníska vinnan og aðkoma að sakamálum sem hefur hjálpað Gísla að þróa vísindin áfram, enda sú vinna sem dregur fram það sem órannsakað er. Sem dæmi segir Gísli sögu af breskri greindarskertri konu sem sakað hafði fimm einstaklinga um kynferðisbrot. Ríkissaksóknari Bretlands óskaði eftir áliti Gísla haustið 1980 um hvort hún væri hæf til að bera vitni og ef svo væri hvort unnt væri að reiða sig á framburð hennar. Greindarvísitala konunnar var 47. „Ég tek hana í viðtal og reyni að finna hennar styrkleika og veikleika og geri tilraun um sefnæmi til að kanna hve auðvelt er að hafa áhrif á hana. Slík tilraun hafði aldrei verið gerð áður og ekkert sálfræðipróf til sem ég gat notað. En ég vissi hvað ég þurfti svo ég bjó prófið til sjálfur og það var upphafið að þróun minni á þessum tækjum,“ segir Gísli og bætir við: „Og ég gaf svo vitnisburð fyrir dómi og sagði nákvæmlega hvert vandamál konunnar væri og hvern- ig kviðdómur gæti metið framburð hennar. Málinu lauk með því að fjórir af þeim fimm sem hún sakaði um að brjóta gegn sér voru dæmdir. Þetta mál var stór sigur fyrir réttar- sálfræðina.“ Gísli rifjar upp annað mál af manni sem tekinn var fyrir grun um ölvunarakstur árið 1981 og dæmdur. Hann áfrýjaði málinu og vörnin fólst í því að hann var svo af brigðilega hræddur við sprautur að hann gat ekki gefið blóð á lög- reglustöðinni. Gísli þurfti að finna upp nýtt próf til að sanna sprautu- hræðsluna og gat sýnt fyrir dómi með vísindalegri aðferð að hún væri raunveruleg. Maðurinn var sýknað- ur. Þetta var í árdaga ferils Gísla og kerfið hafði efasemdir. Myndu ekki opnast f lóðgáttir og allir glæpa- menn slyppu með skrekkinn? En Gísli stóð fast á því að réttarkerfið þyrfti ekki að óttast vísindalegar sannanir. Gísli segir málin sem hann tók að sér snemma á níunda áratugnum hafa verið sér erfið og tregða kerfis- ins til að viðurkenna framlag hans mikil. „Ég var litinn hornauga,“ segir hann. Í fyrsta vitnisburðinum sem Gísli gaf í Old Bailey, einum fræg- asta sakamáladómstól Bretlands, var hann í vitnastúkunni í þrjá daga. Skjólstæðingur hans hafði skerta greind og var ákærður fyrir fjársvik. „Ég lagði fyrir hann ýmis próf og var svo í vitnastúkunni í þrjá daga að fara í gegnum hvert einasta próf sem ég hafði lagt fyrir hann. Það var reynt að hrekja þau öll sem bull. Saksóknarinn kallaði mig útlending, „expert witness of foreign extraction“, eins og ég væri geimvera,“ rifjar Gísli upp og minn- ist þess að hafa mótmælt þegar rík- issaksóknarinn síðar kallaði hann Skandínavíubúa. „Þarna var sem sagt verið að níðast á mér í þrjá daga og allt gert til að reyna að hanka mig og niðurlægja mig.“ Hryðjuverk og falskar játningar Þegar Gísli var fenginn til að aðstoða við hryðjuverkamálin frægu í Bret- landi á síðari hluta níunda ára- tugarins höfðu mörg af prófum hans þegar öðlast viðurkenningu. „Árið 1986 var ég fenginn til að vinna í málum fjórmenninganna frá Guildford og sexmenninganna frá Birmingham. Það var þriggja ára vinna og mikil barátta, enda tregða til að viðurkenna mistök lögreglunnar í svona stórum og alvarlegum málum,“ segir Gísli, en dómum í báðum málum var að lokum hnekkt árin 1989 og 1991 og fólkinu öllu sleppt úr fangelsi. „Það var út af þessum málum sem lögregluyfirheyrslur í Bretlandi breyttust. Þetta hafði áhrif á vinnu- brögð lögreglunnar og reglugerðum var breytt. Maður sér það í lögum að nú er minnst formlega á að kenna eigi lögreglumönnum sannleiks- regluna og að hafa augun opin, en ekki rannsaka mál með lokuð augun. Í nútíma leiðbeiningum um yfirheyrslur er tekið tillit til rann- sókna minna,“ segir Gísli. Gísli er best þekktur fyrir framlag sitt á sviði falskra og óáreiðanlegra játninga og á því sviði hefur hann sett mark sitt á íslenska réttarsögu, vegna Guðmundar- og Geirfinns- mála. Þau mál, segir Gísli, hafa gefið réttarsálfræðinni mikið, sem er til marks um að fræðigreinin er enn í lifandi þróun. Ósannar játningar geta komið til með ýmsum hætti, segir Gísli. Hægt er að kalla fram falska játningu með hótunum eða þvingunum og í því tilviki er sá sem játar jafnvel vel meðvitaður um að játningin er ósönn, en það eru líka til dæmi um svokallað minnisvafaheilkenni sem getur framkallast af því að fólk verður ruglað í ríminu meðan á varðhaldi eða yfirheyrslum stendur. Gísli tekur dæmi um Einar Bolla- son sem sat í rúma 100 daga í varð- „Ég merki á þessari mynd fyrstu vísbendinguna um forvitnina,“ segir Gísli sem skoðar eitthvað utan rammans ársgamall í fangi móður sinnar. Erla Bolladóttir sat á fremsta bekk þegar Guðmundar- og Geirfinnsmál voru tekin fyrir í Hæstarétti árið 1980. MYND/ LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Birmingham- sexmenningarn- ir fyrir utan Old Bailey fangelsið í London eftir að dómi yfir þeim var hnekkt. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Gerry Conlon, einn Guild- ford-fjórmenn- inganna, sat inni í sex ár áður en dóminum var snúið við 1991. Hann fagnar hér með systrum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY haldi vegna Geirfinnsmálsins. „Eftir viku í haldi var hann farinn að trúa því að kannski hefði eitthvað skeð sem hann mundi ekki eftir. Það sama kom fyrir Guðjón Skarphéð- insson,“ segir Gísli. „En ef við lítum hins vegar á Sævar til dæmis, hann treysti ekki lögreglunni. Þeir gerðu hann ruglaðan á tímabili en hann treysti aldrei því sem þeir voru að segja og var verndaður af tortryggni sinni. En það var ekki þannig með þau hin. Þau voru orðin rugluð af einangrun og yfirheyrslum. Þetta var ekki þannig að þau myndu atburði beinlínis, heldur var þetta efi. Í slíkum kringumstæðum full- yrða sakborningar yfirleitt ekki að þeir muni eftir að hafa framið glæpinn heldur hafa talið sér trú um að það sé hugsanlegt. Svo fara þeir að ímynda sér hvernig þeir hafi framið glæpinn og búa til sögu um það, oft með aðstoð rannsakanda. Sagan verður síðar notuð fyrir dómi sem þeirra játning. Ég hef unnið að mörgum slíkum málum víða um heim.“ Lausir endar Gísla er illa við ókláraða anga í málum og vísindastarfið hefur ekki síst gengið út á að halda áfram með mál og gefast ekki upp fyrr en öllum spurningum hefur verið svarað. En síðustu svara í Guðmundar- og Geir- finnsmálum verður líklega að leita á öðrum vettvangi en í réttarsál- fræðinni. Af hverju heldurðu að mál Erlu Bolladóttur hafi verið skilið eftir þegar mál hinna voru endurupp- tekin? „Þetta er mjög furðulegt, því skýrslur endurupptökunefndar- innar voru til fyrirmyndar nema í þessum anga sem varðaði Erlu,“ segir Gísli, um úrskurði endurupp- tökunefndar í Guðmundar- og Geir- finnsmálum, sem kveðnir voru upp árið 2017. „Það má þó sjá í þeim til- hneigingu til að gera of lítið úr göll- unum á lögreglurannsókninni og þá helst varðandi röngu sakargiftirnar. Þá var okkur Jóni Friðriki kennt um mistök í skýrslu starfshóps innan- ríkisráðherra sem við gerðum ekki. Nefndin byggði þannig niður- stöðu sína varðandi röngu sakar- giftirnar á röngum forsendum þar sem látið var að því liggja að við Jón Friðrik hefðum klúðrað þeim þætti er varðaði Erlu, sem er fjarstæðu- kennt og óréttlátt. Ef maður lítur á hve ítarlega endurupptökunefndin fór í allt nema þennan anga málsins, þá fer maður að velta fyrir sér og spyrja, af hverju er það? Því það er ekki út af því að þessir menn kunni ekki til verka. Þarna hefur eitthvað annað komið til og spilað inn í. Það er ljóst af þessu að endurupptöku- nefndin leit ekki á málið algerlega í heild. Það er eins og einhver mót- staða hafi verið í kerfinu og ekki talið henta að hafa röngu sakar- giftirnar með í endurupptöku,“ segir Gísli. Synjun á beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku hefur verið felld úr gildi og nú er beðið úrskurðar endurupptökudómstóls í máli hennar. „Lögreglan og kerfið þarf alltaf að horfast í augu við mistök sín og læra af þeim. Bresk yfirvöld hafa gert það í mörgum málum, þar á meðal í hryðjuverkamálum og morðmálum. Það skapaði bæði réttsýni og rétt- læti sem og aukið traust almennings á réttarkefinu,“ segir Gísli. n Lögreglan og kerfið þarf alltaf að horfast í augu við mistök sín og læra af þeim. Helgin 25LAUGARDAGUR 17. september 2022 FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.