Fréttablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 1
2 1 2 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 2 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 2
Strandlengjan
og vistkerfið
Heiðingjar
kveðja sér hljóðs
Menning ➤ 24 Lífið ➤ 28
... hjá okkur í
d
a
gH
já
b
ónda í gær ...
markaður
Bænda
um helgina!
Plastlaus
september
Munum eftir
fjölnota pokunum
Ákvörðun Rússa um að kveðja
allt að þrjú hundruð þúsund
manns til vopna og það að
Vladímír Pútín láti skína í
beitingu kjarnavopna mætir
harðri gagnrýni þjóðarleið-
toga. Skyndikosningar til
að innlima úkraínsk héruð í
Rússland eru fordæmdar.
gar@frettabladid.is
RÚSSLAND „Augljóslega hafa þessar
hernaðaraðgerðir þeirra ekki skil-
að þeim árangri sem þeir vildu,“
segir Katrín Jakobsdóttir forsætis-
ráðherra, um herkvaðningu allt
að 300 þúsund manna í Rússlandi
í gær.
Þjóðarleiðtogar fordæmdu hver
á fætur öðrum þá ákvörðun stjórn-
valda í Kreml í gær að stórauka við
heraf la sinn í stríðinu í Rússlandi
og boða til skyndiatkvæðagreiðslu
til að innlima austurhéruðin í
Úkraínu í Rússland.
„Ef maður á að draga einhverjar
ályktanir af umræðunni hjá Sam-
einuðu þjóðunum þá er þetta stríð
engum til hagsbóta,“ segir Katrín.
Full ástæða sé til þess að hafa
áhyggjur af hvert átök muni leiða.
„Þau eru að minnsta kosti ekki að
stefna í friðsamlegri átt með þess-
um hætti,“ segir hún.
Aðspurð segir forsætisráðherra
atburðina í gær ekki endilega þýða
að nú sé líklegra en áður að stríðs-
átökin berist hingað til lands. Varð-
andi það hvað Ísland hafi gert til að
styrkja varnir eftir að hernaðurinn
í Úkraínu hófst segir Katrín að
metið hafi verið hvar áhættan liggi.
„Við höfum sty rkt verulega
okkar netvarnir og netöryggismál.
Síðan erum við auðvitað aðilar að
alþjóðlegu samstarfi sem hefur
verið á auknu viðbúnaðarstigi.
Þar er ekki síður verið að horfa í
hefðbundnari ógnir eins og það er
kallað, það er að segja af hernaðar-
legum toga,“ segir Katrín og nefnir
þar sem dæmi aukið kaf bátaeftirlit
hér við land.
„Það hefur verið mjög ríkur vilji
til að koma í veg fyrir að átökin
breiðist út, meðal annars af hálfu
Atlantshafsbandalagsins, en auð-
vitað er það áhyggjuefni almennt
þegar við sjáum þessa stigmögn-
un,“ segir Katrín, sem kveður lík-
legt að áform Pútíns verði umdeild
í Rússlandi sjálfu og bendir á að í
gær hafi f lugvélar frá landinu fyllst
af fólki sem vildi komast úr landi.
„Þarna er lagt af stað í ólögmæta
innrás á engum forsendum öðrum
en þeim að stækka yfirráðasvæði
Rússlands. Og þegar það hefur ekki
gengið eftir hlýtur fólk auðvitað að
staldra við og velta fyrir sér hvort
það eigi að draga það inn í áfram-
haldandi átök á þessum tíma-
punkti,“ segir forsætisráðherra.
Kaja Kallas, forsætisráðherra
Eistlands, var einn þeirra sem for-
dæmdu útspil Pútíns í gær.
„Hvað varðar kjarnorkuhótan-
irnar er markmiðið það sama og
hingað til – að sá ótta og skelfa
almenning. Kreml reynir að fjár-
kúga alþjóðasamfélagið og vill
hræða og aftra okkur frá því að
hjálpa Úkraínu. Evrópa mun ekki
láta undan,“ sagði Kallas. SJÁ SÍÐU 8
Segir Rússa hljóta að efast um stríðið
Katrín Jakobs
dóttir, forsætis
ráðherra Íslands
Erla Bolladóttir boðaði til blaðamannafundar í gær en tilefni fundarins var niðurstaða endurupptökudómstóls í síðustu viku. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri tilefni til að þáttur Erlu í
Guðmundar og Geirfinnsmálum yrði tekinn upp að nýju. Erla greindi frá því að hún væri með ólæknandi krabbamein og að hún ætlaði að vísa málinu til Mannréttindadómstólsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
SAMFÉLAG Starfsfólk sundlauga og
baðlóna segir mikið um að ferða-
menn hér á landi reyni að komast
hjá því að baða sig áður en farið sé í
vatnið.
„Það sleppur alltaf einhver í gegn
og það er alltaf einhver sem vill ekki
fara eftir reglum, en að á líka við um
Íslendinga,“ segir Brá Guðmunds-
dóttir hjá Laugardalslaug.
Gestir sem bóka fyrir fram hjá Vök
Baths fá sent myndband í tölvupósti
sólarhring áður en mætt er í laugina
þar sem farið er yfir reglur staðarins,
þar á meðal sturtusiði. SJÁ SÍÐU 2.
Spéhræðsla algeng
á baðstöðum
Það sleppur alltaf
einhver í gegn.
Brá Guðmundsdóttir