Fréttablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 26
Ég hefði kannski látið
það vera að einhverju
leyti. Mér fannst hann
svolítið brútal.
Hörður Magnús-
son, íþrótta-
fréttamaður hjá
Viaplay
18 Íþróttir 22. september 2022 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 22. september 2022 FIMMTUDAGUR
Hörður Magnússon telur
að aukin pressa sé á Arnari
Viðarssyni landsliðsþjálfara
eftir að eldri leikmenn snéru
aftur í íslenska landsliðið.
Arnari hefur gengið erfiðlega
að vinna leiki í starfi en fær
tækifæri í Austurríki dag.
hordur@frettabladid.is
FÓTBOLTI Íslenska A-landsliðið
leikur í dag vináttulandsleik við
Venesúela en leikurinn fer fram
á Motion Invest-leikvanginum í
Austurríki. Á þriðjudag á svo liðið
verkefni í Þjóðadeild en sigur þar
gæti dugað til að vinna riðilinn og
komast upp í A-deild.
Endurkoma reyndari leikmanna
hefur verið í fréttum frá því að
landsliðshópurinn var valinn á
föstudag. Arnar Þór Viðarsson,
landsliðsþjálfari, valdi Aron Einar
Gunnarsson aftur í landsliðshóp-
inn eftir að að kæra vegna kyn-
ferðisbrots var felld niður af ríkis-
saksóknara. Landsliðsmaðurinn
fyrrverandi og íþróttafréttamaður-
inn, Hörður Magnússon, mun lýsa
því sem fyrir augun ber á Viaplay
en leikurinn hefst klukkan 16.00.
„Þetta er kærkomið verkefni fyrir
Arnar að fá þessa tvo leiki í ljósi
þess að hann getur valið úr f leiri
leikmönnum. Það er algjörlega ljóst
að innkoma þessara þremenninga
mun styrkja liðið til mikilla muna,“
segir Hörður Magnússon, en Alfreð
Finnbogason, Aron Einar og Guð-
laugur Victor Pálsson eru mættir
aftur í íslenska landsliðshópinn
eftir langa fjarveru.
Jóhann Berg Guðmundsson hafði
einnig hug á snúa aftur í landsliðið
en smávægileg meiðsli komu í veg
fyrir það. „Það hefði verið gaman
að sjá aðeins f leiri en þessir þrír
eru mjög öflugir og koma inn með
mikla reynslu. Þessir leikmenn sem
hafa verið að stíga sín fyrstu skref
fá loksins lærifeður til að hjálpa
sér í gegnum þetta. Mér finnst það
punkturinn í þessu,“ segir Hörður,
en mikil endurnýjun hefur átt sér
stað í landsliðinu undir stjórn Arn-
ars Þórs.
„Þetta er það sem hefur vantað
fyrir þessa 18-19 ára gömlu leik-
menn sem eru sumir ekki alveg til-
búnir. Þessi endurnýjun hefur ekki
verið lífræn og komið af öðrum
ástæðum. Sumir hverjir hafa verið
að fá landsleiki þegar ljóst er að
þeir eru ekki tilbúnir í A-landsliðið.
Þetta er eins og það er, við höfum
enn möguleika á að fara upp í A-
deild og þetta flókna ferli, sem eru
styrkleikaflokkar fyrir næstu und-
ankeppni. Þetta verkefni er mikil-
vægara en fólk heldur.“
Arnar of hreinskilinn
Hörður telur að með endurkomu
reyndari leikmanna sé meiri pressa
á Arnari Viðarssyni í starfi, hann
geti ekki falið sig á bak við það að
vera með ungt lið sem þurfi tíma.
„Ég hef verið spurður út í þetta með
Arnar, frá upphafi hefur verið mjög
erfitt að gagnrýna hann. Á þeim for-
sendum að hann hafði ekki úr öllum
spilastokkunum að velja, hendur
hans hafa verið bundnar. Það er
alveg ljóst að það er ýmislegt sem
má gagnrýna í hans framgangi og
núna er ekki endalaust verið að fela
sig á bak við það að vanti þennan
eða hinn.“
Arnar Þór ákvað að velja ekki
Albert Guðmundsson, leikmann
Genoa, í hópinn. Hann sagði leik-
manninn ekki hafa nógu gott
hugarfar til að spila fyrir íslenska
landsliðið. „Hann er kannski of
hreinskilinn stundum, ég hefði
kannski látið það vera að einhverju
leyti að segja það sem hann sagði.
Mér fannst hann svolítið brútal,
aðeins of mikið. Ég hefði frekar sagt
að Albert væri ekki í myndinni núna
en Arnar er hreinskilinn maður.
Það ber að virða það, hann var ekki
að fara í kringum heitan grautinn
þarna,“ segir Hörður um ákvörðun
Arnars.
Bjartari tímar á næstu grösum
Hörður telur að með meiri reynslu
í leikmannahópi Arnars séu bjart-
ari tímar fram undan. Liðið mun á
næsta ári fara inn í undankeppni
Evrópumótsins þar sem möguleiki
á miða er stór. „Það eru bjartari
tímar fram undan, þetta er búið
að vera svakalega dapurt og gerist
á skömmum tíma. Það eru margir
leikmenn sem fara út af ýmsum
ástæðum og þetta hefur ekki verið
eðlilegt ástand. Ég held að menn
hafi kannski vanmetið hversu
alvarlegt ástandið hefur verið, við
missum nánast heilt byrjunarlið
á einu bretti. Fyrir íslenska knatt-
spyrnu vona ég að leiðin sé upp á
við, að við séum að stíga frá botn-
inum,“ segir Hörður, sem mun eftir
leikinn í kvöld pakka í tösku og
halda til Albaníu þar sem hann lýsir
leik Albaníu og Íslands beint frá Air
Albania-vellinum í Tirana. n
Endurkomur setja
aukna pressu á
Arnar Þór í starfi
Alfreð Finn-
bogason er
líklegur til þess
að spila sinn
fyrsta landsleik
undir stjórn
Arnars Þórs í
dag. Alfreð er að
ná heilsu eftir
þrálát meiðsli
síðustu ár.
MYND/KSÍ
helgifannar@frettabladid.is
FÓTBOLTI Andri Fannar Baldurs-
son er í U-21 árs landsliði Íslands
sem mætir Tékklandi í fyrri leik
þjóðanna í umspili um sæti í loka-
keppni EM á næsta ári. Hann telur
Ísland eiga góða möguleika.
Fyrri leikurinn fer fram á Vík-
ingsvelli á morgun og sá seinni ytra
á þriðjudag.
„Þetta eru tveir mjög spennandi
leikir. Ég er sérstaklega spenntur
fyrir leiknum hér heima, þar sem
við erum með stuðninginn,“ segir
Andri, en hann á níu A-landsleiki
að baki.
„Við erum með mjög sterkt lið og
vitum hvað við getum. Við eigum
mjög góða möguleika á að vinna
þá.“
Markmiðið í Hollandi einfalt
Andri gekk í sumar í raðir NEC
Nijmegen í hollensku úrvalsdeild-
inni á láni frá Bologna á Ítalíu.
„Ég er í góðu standi og er búinn að
æfa vel. Ég fékk einhverja sýkingu í
höndina snemma í Hollandi. Ég
var settur á lyf og mátti ekki æfa í
nokkra daga. Það hélt aðeins aftur
af mér. Nú er það bara að vinna sig
inn í liðið og ég hef fulla trú á að ég
geri það.“
Andri var á láni hjá FC Kaup-
mannahöfn í fyrra. Þar ætlaði hann
að ná dýrmætum mínútum undir
beltið á háu stigi. Það gekk hins
vegar ekki eftir.
„Ég ætlaði auðvitað að fara til
Danmerkur til að þroskast sem
leikmaður og verða betri en það fór
sem fór. Meiðslin spiluðu auðvitað
mikið inn í, en sá tími er búinn og
ég hef lært helling af því. Þetta voru
auðvitað vonbrigði en svona er fót-
boltinn.“
Stefnir á að sanna sig
Andri er aðeins tvítugur en á þó
að baki sextán leiki fyrir aðallið
Bologna. Hann stefnir enn á að
sanna sig á Ítalíu.
„Það er draumur hjá mér að kom-
ast í byrjunarliðið hjá Bologna,“
segir Andri og bætir við að reynslan
sem hann fékk með aðalliðinu á
yngri árum hafi verið dýrmæt.
„Nú er ég kominn til Hollands
til að bæta mig og fá fleiri mínútur.
Vonandi gengur það vel. Þá get ég
komið aftur til Bologna og allavega
ýtt á byrjunarliðssæti,“ segir Andri
Fannar Baldursson.n
Vonbrigðin í Kaupmannahöfn að baki og nýr kafli tekur við
Andri Fannar tók á því á æfingu í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK