Fréttablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 18
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun @frettabladid.is Í síðustu viku blasti við vegfarend- um á Times Square risastórt aug- lýsingaskilti með íslenskri náttúru og þremur íslenskum fyrirsætum klæddum í hönnun eftir hönnuð- inn Dovile Rieb schlager sem hannar undir merkinu DoviArt- fashion. Bianca er hugmynda- smiðurinn en myndirnar eru hluti af verkefni sem hún hefur unnið að fyrir tímaritið Erlendur Magazine. „Ég fékk hugmynd að verkefni, sem ég kalla When Worlds Collide, fyrir nokkrum árum. Mig langaði að fá ólíka hönnuði til að koma til Íslands og sýna tísku úti í nátt- úrunni. Þannig eru heimarnir að stangast á, eins og nafnið á verk- efninu gefur til kynna,“ útskýrir Bianca en hún lærði um tísku, listir og hönnun í framhaldsskóla í London. „Oftast þegar þú sérð tískuljós- myndir eru þær teknar á mjög einföldum stað, við hvítan vegg eða eitthvað slíkt. En ég vildi sýna samspilið milli náttúrunnar og fatanna og hvernig náttúran og fötin tala saman.“ Bianca útskýrir að verkefnið, When Worlds Collide, sem má þýða sem: Þegar heimar stangast á, sé verkefni sem hún ætlar að halda áfram að vinna í og þróa. „Dovile, sú sem hannaði fötin á myndunum á auglýsingaskiltinu, kom til Íslands til að vera með í þessu verkefni með mér. Við ákváðum sem sagt að gera það saman. Dovile hannaði fötin og ég var stílisti og stjórnaði mynda- tökunni. Ég skipulagði hvenær ljós- myndararnir komu og fann fólk til að sjá um förðunina og eigin- lega stjórnaði þessu öllu saman,“ segir Bianca, en hún sat líka fyrir á sumum myndunum ásamt frænk- unum Jóhönnu Kristjánsdóttur og Shantaye Brown. Það var hópur hæfileikaríks fólks sem vann við myndatökuna. Ljósmyndarinn var Fróði Brink, Kamilla Kristrúnardóttir Han- cock sá um förðun og Andrea Ellen Jones bjó til fylgihlutina. Skiltið vekur athygli En hvernig enduðu myndirnar sem teknar voru fyrir lítið tímarit á Íslandi, á risastóru auglýsingaskilti í New York? „Dovile var að taka myndir fyrir tískuvikuna í New York og ákvað að birta þessa mynd til að sýna verkefni sem hún hefur unnið að. Ég vissi þess vegna að myndin gæti endað á skilti þarna, en vissi ekki hvenær. Ég var þess vegna hissa þegar ég sá að skiltið var komið upp. Það var gaman að sjá það,“ segir Bianca. Aðspurð hvort hún haldi að það eigi eftir að veita henni einhver tækifæri í tískuheiminum að verk eftir hana sé uppi á svo áberandi stað, svarar hún að hún voni það. „Mér finnst svo gaman að vinna í einhverju svona. Að taka þátt í stórum verkefnum. Ég held að þessi myndi eigi eftir að veita mér einhver tækifæri. Ég hef fengið góð viðbrögð frá fólki. Það eru margir búnir að heyra í mér og spyrja meira um verkefnið When Worlds Collide og vilja vinna með okkur,“ segir hún. „Myndirnar á skiltunum birtust fyrst í Erlendur Magazine. En við mamma stofnuðum tímaritið til að hafa vettvang fyrir fólk á Íslandi með erlendan bakgrunn til að sýna hvað það er að gera jákvætt hér á Bianca Hallveig stefnir að því að vinna áfram að verkefninu When Worlds Collide, en hugmyndin er að sýna hönnun eftir erlenda hönnuði í íslenskri náttúru. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Skiltið gnæfir yfir vegfar- endum á Times Square. MYND/AÐSEND Bianca vonar að birting myndarinnar á skiltinu eigi eftir að veita henni tækifæri. Bianca sat sjálf fyir á myndunum en hér er hún klædd í hönnun eftir Dovile Riebschlager. MYND/FRÓÐI BRINK Mig langaði að fá ólíka hönnuði til að koma til Íslands og sýna tísku úti í nátt- úrunni. Bianca Hallveig Sigurðardóttir landi. Okkur fannst ekki mikið fjallað um það í fréttunum svo við ákváðum að stofna tímarit fyrir þennan hóp,“ útskýrir Bianca en þær mæðgur þekkja vel hvernig er að vera útlendingur í heimalandi sínu, Bianca er íslensk en ólst upp í Bretlandi og mamma hennar er íslenskur ríkisborgari en kemur upprunalega frá Jamaíku. Lítið samfélag skapaðist Bianca og mamma hennar stofnuðu Erlendur Magazine fyrir tveimur árum og Bianca sér meðal annars um tískusíðurnar. Hún segir að tímaritinu hafi verið vel tekið af útlendingum búsettum á Íslandi en þær hafi ákveðið að víkka umfjöllunarefni tímaritsins og skrifa núna um alla sem eru útlendingar í því landi sem þeir búa. „Ári eftir að við stofnuðum tímaritið var svo mikið af fólki alls staðar í heiminum sem vildi vera með. Þess vegna ákváðum við að víkka út efnistökin. Við erum að sýna það jákvæða sem útlendingar gera í því landi sem þeir flytja til,“ segir Bianca. „Við höfum með þessu tímariti búið til lítið samfélag á Íslandi fyrir fólk af erlendum uppruna. Það hefur fengið tækifæri til að sýna hvað það er að gera og jafnvel hefur einhver annars staðar í heiminum lesið viðtölin og haft samband við fólkið. Það er ótrúlega gaman að vita af því. Við höfum líka haft árlega viðburði á vegum tíma- ritsins. Þá hefur fólk komið til Íslands til að taka þátt og kynnast nýju fólki.“ Það er greinilega nóg um að vera hjá þessari ungu og efnilegu athafnakonu sem á eflaust eftir að láta til sín taka í tískuheiminum og víðar í framtíðinni. Það verður áhugavert að fylgjast með því. n Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. 2 kynningarblað A L LT 22. september 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.