Fréttablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 32
Textar eru svo sannar-
lega ekki minna sköp-
unarverk lesenda en
höfundar.
Mars Proppé
Það er náttúrlega vitað
að loftslagsbreytingar
eru að hafa mikil áhrif
á strandlengjuna um
allan heim.
Sigrún Alba Sigurðardóttir
Strandlengjan og áhrif
mannsins á vistkerfi hennar
er útgangspunktur haust-
sýningar Hafnarborgar, flæðir
að – flæðir frá. Sigrún Alba
Sigurðardóttir sýningarstjóri
lýsir ströndinni sem átaka-
svæði á tímum loftslags-
breytinga.
Í haustsýningu Hafnarborgar, flæðir
að – f læðir frá, tef lir Sigrún Alba
Sigurðardóttir, sýningarstjóri og
menningarfræðingur, fram verkum
sjö listamanna sem eiga það allir
sameiginlegt að fjalla um strand-
lengjuna á einn eða annan hátt.
„Þetta eru listamenn sem búa á
svæðum sem eru mjög háð sjónum
og ég ákvað að velja inn listamenn
sem hafa verið að vinna með nátt-
úruna í sínum verkum. Sum ákváðu
að gera ný verk fyrir sýninguna en
svo eru líka eldri verk. Þetta eru sjö
listamenn frá Íslandi, Danmörku,
Færeyjum, Ástralíu og Japan og
einn sem er fæddur á Nýja-Sjálandi
en býr á Íslandi,“ segir hún.
Af hverju valdirðu að fjalla um
ströndina?
„Þetta er náttúrlega svolítið stórt
viðfangsefni og mér fannst mikil-
vægt að velja verk á sýninguna sem
endurspegla það. En ástæðan fyrir
því að ég valdi að vinna með strönd-
ina má rekja til þess að í heims-
faraldrinum fór ég í f leiri og f leiri
göngutúra meðfram sjónum og fór
að hugsa um strandlengjuna og
loftslagsbreytingar. Það er náttúr-
lega vitað að loftslagsbreytingar
eru að hafa mikil áhrif á strand-
lengjuna um allan heim, lífverur eru
að hverfa og aðrar að nema land, til
dæmis við Ísland. Hækkun sjávar-
borðs er að eiga sér stað og mun, ef
vel gengur, aðeins vera um hálfur
metri á næstu hundrað árum.“
Náttúran í breyttum heimi
Að sögn Sigrúnar má líta á ströndina
sem eins konar átakasvæði á tímum
loftslagsbreytinga og mannaldar.
Listamennirnir sem taka þátt í
sýningunni vinna verk sín í ólíka
miðla og má sjá allt frá ljósmynda-
verkum til skúlptúra sem unnir eru
úr plöntum og lífverum.
„Listamennirnir eru að vinna
með ólík efni en þau eru samt öll,
og það á líka við um ljósmyndar-
ana, að glíma við það hvernig við
ætlum að fara að því að lifa með
náttúrunni í breyttum heimi. Eins
og Studio ThinkingHand, þau tala
mikið um það að þau séu að vinna
með náttúrunni frekar en að vinna
með náttúruna. Það er svolítið hug-
myndafræðin á bak við sýninguna,“
segir Sigrún.
Hún vísar þar til listamanna-
tvíeykisins Studio ThinkingHand
sem er skipað þeim Rhodu Ting og
Mikkel Dahlin Bojesen. Verk þeirra
á sýningunni samanstanda af gler-
skúlptúrum sem innihalda sveppa-
gróður og bakteríur.
„Við vitum að þetta eru lífverur
sem eru ótrúlega sterkar og munu
lifa af jafnvel þó það verði erfiðara
og erfiðara fyrir mannkynið að búa
á jörðinni. Þau eru líka í þessu verki
að spyrja sig að því hvað séu snjallar
lífverur. Eru það þær sem eiga auð-
velt með að aðlagast og vinna saman
eins og dæmið er með sveppi og
bakteríur?“
Breitt aldursbil listamanna
Sigrún Alba er einn helsti sér-
fræðingur Íslands í samtímaljós-
myndun og á f læðir að – f læðir frá
má finna verk eftir ljósmyndarana
Pétur Thomsen, Stuart Richardson
og Tadashi Ono.
„Ljósmyndararnir eru svolítið
að fanga það hvernig maðurinn
traðkar á jörðinni og hvernig hann
fer að því að lifa af í þessum heimi.
Það er alltaf ákveðinn fórnarkostn-
aður fólginn í því eins og í verkum
Tadashi Ono sem er að mynda varn-
arvegg sem var byggður eftir f lóð-
bylgjuna miklu í Japan 2011. Eitt-
hvað sem fólk telur nauðsynlegt að
gera en hefur þær afleiðingar að fólk
missir tengslin sem það hafði áður
við sjóinn,“ segir Sigrún.
Hvernig valdirðu listamennina
inn á sýninguna?
„Fyrst valdi ég Studio Thinking-
Hand inn á sýninguna, ég vissi frá
upphafi að ég vildi hafa þau með. Ég
sá sýningu með þeim í Danmörku
2020 og hluti af þeim verkum sem
eru hér voru á þeirri sýningu. Svo
hafði ég líka kynnst Tadashi Ono
og mér fannst verk hans kallast á
mjög skemmtilegan hátt á við verk
Péturs Thomsen. Mig langaði að
hafa þá saman á sýningu. Svo fór ég
bara svona að skoða listamenn sem
hafa verið að vinna með náttúruna.
Ég hef alltaf verið hrifin af verkum
Önnu Rúnar Tryggvadóttur og Stu-
art Richardson hefur ótrúlega fal-
lega ljóðræna sýn. Svo er Alda Mohr
yngst þeirra listamanna sem eru á
sýningunni, aðeins 25 ára, en hún
hefur verið að vekja mikla athygli í
Danmörku og Færeyjum, þaðan sem
hún er, fyrir sína list.“
Sigrún bætir því við að hún hafi
viljað hafa nokkuð breitt aldurs-
Við þurfum að hlusta á náttúruna
Sigrún Alba lýsir strandlengjunni sem átakasvæði á tímum loftslagsbreytinga.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Verk Studio
ThinkingHand
á sýningunni
samanstanda af
glerskúlptúrum
sem innihalda
sveppagróður
og bakteríur.
Ljósmyndir
Péturs Thomsen
fjalla bæði
um samband
mannsins við
tímann og við
veröldina sem
umlykur okkur
og mótar.
Þorvaldur S.
Helgason
tsh
@frettabladid.is
bil listamanna á sýningunni en
sá yngsti, Alda Mohr, er 25 ára, á
meðan sá elsti, Tadashi Ono, er 62
ára.
Ljóðræna og fegurð
Sífellt algengara er að listamenn
fjalli um áhrif loftslagsbreytinga í
verkum sínum. Sigrún Alba vildi
þó sérstaklega einblína á strand-
lengjuna sem er það svæði þar sem
áhrif hamfarahlýnunar birtast
einna skýrast.
„Það er kannski ekki byrjað að
ræða svo mikið um hvað gerist
þegar hækkun sjávarborðs verður
áþreifanlegri eða hvað gerist þegar
fiskurinn sem við þekkjum fer að
hverfa og annar tekur við. Þannig að
ég var svolítið upptekin af svæðum í
kringum Ísland.“
Sigrún Alba leggur áherslu á að
jafnvel þótt umfjöllunarefni sýn-
ingarinnar sé alvarlegt þá sé hægt að
finna bæði ljóðrænu og fegurð í því.
„Mér finnst eiginlega öll verkin
á sýningunni mjög falleg og mér
finnst það til góðs. Þau eru líka öll
að segja við okkur á einhvern ljóð-
rænan hátt að við þurfum að hlusta
á náttúruna, veita henni eftirtekt og
vera í samspili við hana. Við þurfum
kannski ekki að vera svona hrædd,
við getum verið virk í því að búa til
annars konar heim,“ segir Sigrún. n
Mars Proppé,
eðlisfræðingur
og hinsegin
aktívisti, segir
lesendum Frétta-
blaðsins frá
listinni sem
breytti lífi háns.
„Eitt af mínum
eftirlætis hlað-
vörpum, og sú list sem hefur
eflaust breytt mér mest sem
manneskju, er hlaðvarpið Harry
Potter and the Sacred Text. Oft
þegar ég útskýri umgjörð þessa
hlaðvarps fyrir vinum og vanda-
mönnum renna tvær grímur á fólk.
Tveir trúfræðingar sem eru að tala
um Harry Potter-bækurnar? Eins
og þær séu Biblían?
Enda hljómar hugmyndin meira
eins og hugarburður gervigreindar
en manneskju. Hugmyndin er
sprottin frá þeim Vanessa Zoltan
(barnabarn Auschwitz-eftirlif-
enda, fyrrverandi Gyðingur og nú-
verandi trúlaus prestur) og Casper
Ter Kuile (hollenskur samkyn-
hneigður, trúlaus guðfræðingur)
en þau sátu saman á skólabekk í
trúfræðideild Harvard-háskóla.
Þar ræddu þau mikið um hvað
gerði texta að heilagri ritningu.
Væri það innihaldið? Höfundarnir?
Eða það hvernig við sem lesend-
urnir ættum við textann og
samtalið sem yrði til milli lesenda
um innihald hans? Í þeirri trú að
hið síðastnefnda væri rétt lögðu
þau í ferðalagið að lesa einn vin-
sælasta bókaflokk allra tíma sem
heilaga ritningu og nota til þess
trúarlegar lestraræfingar ýmissa
trúarbragða.
Þessi hugmynd um að hvaða
texti sem er og í raun hvaða
listform sem er; bók, leikrit,
sjónvarpsþáttur, jafnvel blaða-
auglýsing, gæti verið heilög
ritning, umbreytti hugmyndum
mínum um list. Að hlusta á Casper,
Vanessu og síðar meir Matt Pots
(japansk-bandarískur episcopal
prestur og prófessor við Harvard)
ræða saman um texta sem var
rauði þráðurinn í mínu bók-
menntauppeldi og benda sífellt
á eitthvað nýtt, eitthvað sem
ég hafði ekki séð áður, og skapa
í kringum hann svo mikið meira
en upprunalegu bækurnar gáfu
til kynna, sýnir að textar eru svo
sannarlega ekki minna sköpunar-
verk lesenda en höfundar.“ n
n Listin sem
breytti lífi mínu
24 Menning 22. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 22. september 2022 FIMMTUDAGUR