Fréttablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 36
Will lærði íslensku og lagði sérstaklega mikla áherslu á að læra framburð til þess að vera með framburðinn alveg á hreinu þegar við erum að syngja lögin. Will Hunter, Hrafnhildur Inga Guðjónsdóttir, Gísli Gunn- arsson og Sigurboði Grétars- son mynda heiðingjahljóm- sveitina Vévaka sem gefur út nýja breiðskífu, Fórnspeki, í næsta mánuði og í kjölfarið munu þau fylgja henni eftir með tónleikum víða um lönd á vegum fjölþjóðlega útgáfu- fyrirtækisins Season of Mist. toti@frettabladid.is Bandaríkjamaðurinn Will Hunter og Íslendingarnir Hrafnhildur Inga Guðjónsdóttir, Gísli Gunnarsson og Sigurboði Grétarsson mynda saman heiðingjahljómsveitina Vévaka. Þau sækja innblástur í og byggja tónlist sína á heiðni og fornri náttúru- dýrkun sem er meðal annars löguð að samtímanum með nútímatækni og tólum. „Söguleg nákvæmni er ekki tak- markið og við erum ekkert bundin við þá hugmynd að hljóðfærin þurfi að vera fornnorræn,“ segir Sigur- boði. „Við erum ekki víkingar, seið- menn eða prestar. Við erum iðkend- urnir, venjulega fólkið sem færir sínar fórnir.“ Will tekur undir þetta og áréttar að þau séu í raun að reyna að stíga aðeins frá öllum þessum vík- ingapælingum og í tón- listinni leggi þau áherslu á nýmóðins lög fyrir nútímalega trú. Alveg rammheiðinn Tónlist Vévaka hefur fengið merkimiðann „neofolk“ sem einhvers konar nútímaleg þjóð- lagatónlist með forn- norrænar rætur. Hljómsveitinni hefur þannig verið lýst sem „Nor- dic folk band“ en Sigurboði þrengir hringinn frekar með því að tengja þau við heiðinn sið norrænna manna og norræna andatrú. Og þú sjálfur. Hefur þú alltaf verið á heiðnirófinu? „Já, ég er alveg rammheiðinn. Skítugur heiðingi, eins og þeir segja,“ segir Sigurboði og hlær. „Áherslan er þá á náttúrudýrkun og við notum guðina til þess að miðla henni frekar en að við séum beinlínis að tilbiðja Þór uppi á himninum. Hann táknar frekar ákveðna orku í heiminum.“ Sigurboði segir ákveðna vakn- ingu vera í gangi á heimsvísu í þessum efnum og að heiðinn siður sé að rjúfa þær neikvæðu tengingar sem hann fékk eftir að rasistar og nasistar slógu eign sinni á ýmsar táknmyndir hans. Lausn úr nasískum læðingi „Áhuginn er bara að vakna um allan heim, sérstaklega eftir því sem meiri almennilegar upplýsingar eru að koma fram um hvað heiðni er og hvað heiðni er ekki. Þannig að það er rosalega gott að fólk er farið að fatta að það er hægt að koma sér inn í þetta án þess að vera með einhvern rasisma eða nasisma. Eins og þetta hefur verið stimplað svo lengi,“ segir Sigurboði og hlær. „Þannig að við erum svona að endurheimta þetta og er að tak- ast það mjög vel.“ Norrænn fílingur Stemningin er því með Vévaka og Sigurboði telur því ekki útilokað að þau komi fram á réttum stað og tíma. Season of Mist virðist einn- ig lesa þannig í stöðuna og gerði samning við Vévaka fyrr á þessu ári og Íslandstenging útgáfufyrirtæk- isins styrktist enn frekar, en það er einnig með Sólstafi og svartmetal- sveitirnar Auðn og Helfró á sínum snærum. „Season of Mist er mest með metal og þungarokk en líka Heilung sem er mjög fræg og ekki metal,“ segir Sigurboði um dansk/þýsku neofolk-sveitina. „Þannig að það er norrænn fílingur og við sendum þeim bara demó og þau voru bara yfir sig hrifin af þessu. Og líka því að við erum svolítið að stíga frá þessu víkingaþema. Við erum bara venjulegt fólk í nútíðinni að stunda okkar heiðni og erum ekki víkingar. Það er búið að vera svolítið mikið af þeim.“ Í upphafi voru Eddukvæði Vévaki byrjaði sem sólóverkefni söngvarans og hljóðfæraleikar- ans Wills Hunter sem gaf fyrstu plötuna, Eddu, út 2020 og eins og nafnið bendir til lágu Eddukvæðin til grundvallar tónlistinni. Fórnspeki er önnur breiðskífa Vévaka og kemur út hjá Season of Mist 28. október. „Síðan verðum við með útgáfutónleika á Húrra 13. nóvember og svo verðum við bara að túra hér og þar á næsta ári,“ segir Sigurboði og bætir við að hljóm- sveitin þurfi lítið að hafa áhyggjur af slíku þar sem Season of Mist muni sjá um að bóka þau á tónleika og tónlistarhátíðir víða um heim á næsta ári. „Við Will erum búnir að þekkjast í einhvern tíma og búnir að vera að gera tónlist saman,“ segir Sigurboði, sem var Will til halds og trausts strax á Eddu. „Hann bjó þá í New York og ég hjálpaði honum eitthvað með þetta. Söng aðeins og spilaði aðeins á trommur og eitthvað,“ segir Sigurboði um fjarvinnusambandið á netinu. „Hann kemur síðan til Íslands og ég hvet hann til þess að gera þetta almennilega og við ákváðum bara að keyra á þetta og gera þetta miklu stærra og stefna á að spila úti í heimi þannig að það er bara búið að vera á áætlun hjá okkur núna undanfarið.“ Heiðingjasveimur Sigurboði gekk í framhaldinu alfar- ið til liðs við Vévaka og þegar Hrafn- hildur Inga og Gísli bættust við var bandið fullskipað, tónlistin flæddi fram og áætlunin er heldur betur að ganga eftir með aðkomu Season of Mist. „Will lærði íslensku og lagði sér- staklega mikla áherslu á að læra framburð til þess að vera með fram- burðinn alveg á hreinu þegar við erum að syngja lögin, en ég, Hrafn- hildur og Will erum á sviðinu og Gísli er í rauninni 50 prósent á móti okkur þegar kemur að því að skapa tónlistina. Hann er neo-classical tónskáld sem ég hafði unnið eitthvað með fyrir löngu og spurði hann hvort hann vildi vera með. Við sendum honum eitthvert demó og hann bara tók það og gerði sína töfra. Þá varð þetta bara að einhverju. Það er einhvern veginn fáránlegt hvernig lögin hljóma allt öðruvísi en demóin eftir að hann tók þau sínum tökum. Þannig að hann er rosalega stór partur af þessu en hann er alveg svakalega feiminn þannig að hann kaus að vera ekki á sviði.“ n Sigurboði, Hrafnhildur, Gísli og Will í Véboða magna upp tónlist sína með bein- tengingu við náttúruna á forsendum hversdagslegra heiðingja. MYND/ SEASON OF MIST Heiðni og náttúrudýrkun er kjarninn í tónlist Vévaka toti@frettabladid.is Raftvíeykið í Ultraf lex, þær Katr- ín Helga Andrésdóttir og Kari Jahnsen, gefa í dag út lagið Melting Away, sem er þeim svo hjartfólgið að þær kalla það hvorki meira né minna en sinn „magnum opus“. Smáskífan er sú síðasta sem Ultra f lex sendir frá sér áður en önnur breiðskífa þeirra, Infinite Wellness, kemur út þann 7. októ- ber. „Þetta er okkar eigið uppá- haldslag af þeim sem við höfum samið,“ segir Katrín um lagið sem var erfiðast að semja af þeim sem mynda breiðskífuna saman. Vinnutitill lagsins var Power Ballad og þær reyndu öll trikkin í bókinni til þess einmitt að semja kraftballöðu og þar gætir áhrifa ekki ómerkara spáfólks en Spice Girls, Madonnu, Usher og Enrique Iglesias. „Það er samt ekki víst að þetta verði uppáhaldslag áheyrenda vegna þess að þetta er rólegra en við erum vanar að vera með. Þetta er ballaða en við erum venjulega meira diskó og dans.“ Tónlistarmyndbandið við Melt- ing Away kemur einnig út í dag og þær stöllur skrúfuðu metnaðinn einnig í botn við gerð þess. „Þetta er metnaðarfyllsta myndbandið okkar. Við erum venjulega svona í heimagerðum myndböndum en settum svolítinn pening í þetta og fengum styrk til þess að gera það. Ultraf lex hefur síðan f leiri hnöppum að hneppa í dag, en Melting Away þar sem tvíeykið kemur í dag fer fram á Reeper- bahn-tónlistar hátíðinni í Hamborg. Breiðskífan er síðan rétt handan við hornið. „Við erum ógeðslega spenntar og vorum að fá vínilinn í hús. Hann er rosa fallegur. Við erum ekki að græða neitt á því að gefa út á vínil og komum út á núlli ef við erum heppnar en það er bara svo gaman að hafa eitthvað áþreif- anlegt,“ segir Katrín um borð í lest á leið til Hamborgar. n Ultraflex gefur út sitt eigið uppáhaldslag Katrín Helga og Kari í Ultraflex bíða spenntar eftir útgáfu breiðskífunnar í næsta mánuði en senda í milli- tíðinni frá sér lagið Melting Away sem er þeirra magnum opus. MYND/AÐSEND 28 Lífið 22. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 22. september 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.