Fréttablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 16
Þá hefur Jón Baldvin einn allra íslenskra stjórnmálamanna unnið sér varanlegt nafn á erlendri grundu. Miklar fjárfestingar í ferðaþjónustu þýða minni fjárfestingar í öðrum greinum, til dæmis greinum sem byggja á mannauði og þekkingu. Auðnan er fallvölt. Að hún sé mörg- um stjórnmálamanninum meinleg er vel þekkt. Churchill hafði mis- tekist f lest þau pólitísku störf sem hann hafði tekið að sér í upphafi ferils síns. Hrakfarir hans í fyrri heimstyrjöldinni eru skólabókar- dæmi um afglöp. Liðlega tveimur áratugum síðar var hann gerður að stríðsherra Bretlands og varð dáður um víða veröld. Heima í Bretlandi var hann átrúnaðargoð. Jónas frá Hrif lu reisti Fram- sóknarflokkinn til mikilla valda. Hann umturnaði menntunar- og skólakerfi landsins og stóð fyrir menningarbyltingu sem enn sér móta fyrir. Pólitísk fótspor hans eru enn sýnileg. Hann var einn mesti áhrifamaður á íslenskt sam- félag sem þjóðin hefur átt. Þeir ungu menn sem hann hafði lyft til met- orða launuðu honum ómakið með því að neyða Jónas til að hverfa frá ráðherradómi og verða óbreyttur þingmaður. Undir lokin var hann einmana öskrandi, sært ljón, vina- lítill og áhrifalaus. Stórar byggingar varpa af sér löngum skuggum. Það gera mikilmenni líka. Gorbachev – forakt og frægð Nýverið lést Gorbachev, síðasti for- seti Sovétríkjanna. Þegar hann kom til valda voru Sovétríkin komin efnahagslega að fótum fram. Þetta mikla hernaðar- og kjarnorkuveldi var nær gjaldþrota. Þá var olía og gas ekki orðin sú gullnáma sem síðar varð. Gorbachev hófst handa við að opna samfélagið fyrir nýjum straumum og gera ákvarðanatöku gagnsærri. Hann hafði óljósa hug- mynd um lýðræði en veikari um frelsið, eitthvað sem var algjörlega óþekkt fyrirbæri þarna austur á sléttunum. Mennskara samfélag eins og Dubcek í Prag forðum. Hann hafði hins vegar engar til- lögur um endurbætur og fáar nýtan- legar hugmyndir um framtíðar fyr- irkomulag efnahagsmála, sem allt hékk á. Efnahagur Sovétríkjanna versnaði ár frá ári án þesss að hann fyndi nokkur ráð. Hann var barn og fangi sovéskrar hugsunar og þar með stöðnunar. Hann fann engin ráð til að endurbæta efnahags- kerfið án þess að afnema einræði Kommúnistaflokksins. Það hvorki vildi hann né gat. Svo fór að lokum að sovéska heimsveldið hrundi, því hann hafði neitað að beita sovéska hernum gegn mótmælendum í hernumd- um löndum. Sovétríkin liðuðust friðsamlega í sundur. Sumir köll- uðu hann útfararstjóra þeirra. Rússneskur almenningur fyrirleit aðgerðarleysi hans.  Rússar voru svipunni vanir og töldu beitingu hennar eina rétta stjórntækið. Hann hafði afhent erlendum óvinum her- fang Stalíns. Það var sagt jafngilda landráðum og útskúfun. Þegar hann dó voru fáir syrgjendur innan Rúss- lands. Öðru máli gegndi erlendis. Þar var hann álitinn einn af merkari stjórn- málamönnum síns tíma. Yfirlýsing hans um að þjóðir yrðu sjálfar að fá að ráða framtíð sinni gaf vís- bendingu um að hann myndi ekki beita sovéska hernum gegn aðskiln- aðarsinnum, nema í algjörri neyð. Múrinn féll og pólska vorið fór á f lug. Hann samþykkti sameiningu Þýskalands og aðild þess að NATO. Þar með féll járntjaldið fræga. Fyrr- um leppríki fengu frelsi, lýðræði með frjálsar kosningar og síðan inngöngu í ESB og NATO, því allar voru þessar þjóðir logandi hræddar við Rússa. Allt stórviðburðir sem gerðust án blóðsúthellinga. Þessi friðsamlegu umskipti gerðu Gor- bachev að þjóðhetju í Þýskalandi og um allan hinn vestræna heim varð hann dáður sem mikill friðarsinni og stjórnmálamaður sem breytt hafði gangi sögunnar. Þeir eru ekki margir sem fá þau eftirmæli. Jón Baldvin- útlegð og orðstír Íslensk stjórnmálasaga er ekki rík af meinlegum örlögum þekktra stjórnmálamanna. Flestir hafa þeir verið svo lítilla sanda að ekki hefur þótt taka því að eltast við yfirsjónir þeirra, hvorki lyfta þeim til hæða né draga niður í svaðið. Næst því síðara hefur Héðinn Valdimarsson senni- lega komist. Jónas var þó af þeirri stærðargráðu að við hann varð ekki ráðið nema utangarðs. Leiðréttingar er þó þörf á þessum fáskipaða hópi íslenskra stjórnmálamanna sem fengu útlegðardóm. Þarna vantar einn sem búinn var að skila af sér pólitísku lífsstarfi sem ýtti til hliðar öllu því sem aðrir höfðu áorkað hér- lendis um langt skeið. Jóns Baldvins biðu auðmýkjandi forlög. Var hann þó mikill velgjörð- armaður þjóðar sinnar. Hafði barist með oddi og egg fyrir samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Myndaði í reynd tvær ríkisstjórnir sem höfðu það efst á verkefnalista að gera samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Sá samningur hefur gjörbreytt lifnaðarháttum og lífsgæðum hérlendis til hins betra, ef lt vísindasamfélagið, innleitt veigamiklar evrópskar löggjafir hér til almannabóta; opnað Evrópu fyrir okkur og Ísland fyrir evrópska ferðamenn. Þannig mætti halda áfram. Þessi samningur hefur breytt og sums staðar umturnað aðstæð- um hérlendis til mikilla hagsbóta fyrir landsmenn. Hvorki neinir samningar aðila vinnumarkaðsins né neinir aðrir alþjóðasamningar hafa haft viðlíka jákvæð áhrif á íslenskt samfélag sem samningur- inn um EES. Fyrir þetta hefur aldrei verið þakkað. Þá hefur Jón Baldvin einn allra íslenskra stjórnmálamanna unnið sér varanlegt nafn á erlendri grundu, þegar hann fór í einmana- lega herferð um samvestrænar valdastofnanir til að af la Eystra- saltsþjóðunum viðurkenningar á sjálfstæði sínu. Framkoma hans í því máli af laði honum aðdáunar og virðingar í fyrrnefndum lönd- um og víðar í fyrrum leppríkjum Sovétríkjanna. Hann var þar dáður og virtur. Götur fengu nafn Íslands og við urðum stærri þjóð og viður- kenndari í samfélagi þjóðanna en áður. Örlög þessa stjórnmálamanns voru þau að verða gerður útlægur í eigin landi. Ekki mátti una honum heiðurs af eigin verkum. Hneyksl- ið við heiðursvöku Eystrasalts- þjóðanna nýverið var öllum aug- ljóst. Forystufólk Íslands – elítan sjálf – brást. Ærlegheit og reisn – gleymdust heima. n Afrek og ógæfa Þröstur Ólafsson hagfræðingur Með nýjum lögum nr. 55/2022 sem samþykkt voru á Alþingi í júní er lögfest að verja má hluta iðgjalds til lífeyrissjóðs til séreignarsparnaðar. Þessi gerð sparnaðar kallast tilgeind séreign og má nema allt að 3,5% af iðgjaldinu sem eftir lagabreyting- una verður 15,5%. Hér er komin á legg séreign sem stofnast með hluta af greiðslu iðgjalds til lífeyrissjóðs. Fyrir er sér- eignarsparnaður sem tugþúsundir Íslendinga kannast við. Hann stof- nast sem framlag launamanns og launagreiðanda umfram lífeyrisið- gjaldið og er af hálfu ríkisins hvatt til þessa sparnaðar með því að kveða á um að 4% framlag launa- manns og 2% framlag launagreið- anda séu undanþegin tekjuskatti. Eignir skattlagðar sem launatekjur Samkvæmt gildandi lögum eru úttektir séreignarsparnaðar skatt- lagðar eins og þær væru launatekjur. Þær eru það ekki. Eignir eru ekki tekjur, jafnvel þótt þær séu leystar út í smáum skömmtum sem uppbót á tekjur frekar en nýta t.d. sem vara- sjóð til að mæta óvæntum áföllum. Almennt er viðurkennt að eignir og tekjur eru skattlagðar með ólík- um hætti til samræmis við ólíkan uppruna og eðli. Sama á við um fjármunatekjur og launatekjur, þær bera ekki sama skatt vegna ólíks eðlis og uppruna. En þessi grundvallarregla í skatta- málum er ekki virt þegar kemur að séreignarsparnaði. Hann er skatt- lagður eins og launatekjur sem hann er ekki. Skulda ég kannski ríkinu vegna afsláttarins? Spyrja má: En voru ekki framlögin í séreignarsparnað tekjur sem ekki höfðu verið skattlagðar? Jú, en ríkið hvetur til aðgerða með skattahvöt- um, t.d. með hvatningu til að kaupa hlutabréf. Ríkið hvetur iðnjöfra til að reisa málmbræðslur hér á landi með skatthvötum og sama gildir um skatthvata til kvikmyndamó- gúla sem vilja gera kvikmyndir og sjónvarpsþætti í íslensku umhverfi. Slíkir skatthvatar stofna ekki til skattkröfu síðar meir. Skattafslátt- urinn hefur leitt til ávinnings fyrir ríkið sem nýtur tekna af auknum umsvifum í atvinnulífinu. Sama ætti að gilda um skattalegu undanþáguna vegna séreignar- sparnaðarins. Ríkið hvetur fólk til að stofna til sparnaðar með augljós markmið fyrir augum: Að efla inn- lendan sparnað og stuðla að bættu jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Svarið er nei. Engin málefnaleg ástæða er til þess að krefjast endur- greiðslu skattafsláttar þegar í hlut á eldra fólk þegar aðrir sem notið hafa ívilnana frá skatti njóta þeirra án hárrar skattkröfu síðar meir. Þá er á það að líta að hryggjar- stykkið í séreignarsparnaði er að mestu leyti ávöxtun yfir langan tíma. Engar skattalegar forsendur eru til að krefja fólk um að greiða skatt af slíkum fjármunatekjum, sem almennt bera 22% skatt, eins og þær væru launatekjur sem bera 31,5% eða 38% eða hæst 46% skatt. Þessi skattframkvæmd, að ríkið hirði beint í f lestum tilfellum 38-46% af séreignarsparnaði, stenst ekki skoðun. Áhrif á þá sem njóta greiðslna frá TR Fyrir þá sem njóta greiðslna ellilíf- eyris frá TR horfir málið enn verr við þegar kemur að hinni nýju tilgreindu séreign. Fyrir hverjar hundrað krónur sem maður sem þetta á við leysir út tilgreinda sér- eign, borgar hann eins og aðrir 38 krónur í tekjuskatt ef miðað er við miðþrep tekjuskatts. Njóti hann greiðslna frá TR sér hann á bak 45 krónum í minni lífeyrisgreiðslum frá stofnuninni. Á móti kemur að sú skerðing er ekki skattlögð svo að öllu samanlögðu tekur ríkið 66 krónur af hverjum 100 krónum sem hann á í tilgreindri séreign ef mið- þrepið á við. Sú undankomuleið er veitt að sé tilgreinda séreignin tekin út á aldursbilinu 62 til 67 ára á tekju- skatturinn við en skerðingar ekki enda lífeyrisgreiðslur ekki hafnar. Til þessa hafa skerðingar TR að meginstefnu verið bundnar við tekjur en ekki eignir. Séreignar- sparnaðurinn skerðir ekki greiðslur TR eins og tilgreinda séreignin á að gera og hefur gert að einhverju marki. Skattar og skerðingar úr hófi fram Engum blandast hugur um að almannatryggingar sem reistar er til stuðnings við þá sem lökust hafa kjörin hljóta að meginstefnu að vera bundnar við þá sem það á við. Viðurkennd sjónarmið og almenn sanngirni kalla hins vegar á að gætt sé eðlilegs meðalhófs þegar kemur að sköttum og skerðingum. Hér virðist slík hófsemd ekki vera reyndin, hvorki þegar kemur að skattlagningu séreignarsparnaðar eins og hann væri launatekjur, sem hann er ekki, né í skerðingum vegna tilgreindrar séreignar gagnvart þeim sem njóta greiðslna frá TR. Fyrirstaðan á Alþingi gagnvart nærgöngulli meðferð á eignum eldra fólks reyndist ekki mikil, en rétt væri að Alþingi tæki þessi mál fyrir að nýju. n Ríkið ásælist séreignarsparnaðinn Ólafur Ísleifsson hagfræðingur og fv. alþingismaður Ferðamannastraumur til Íslands fer að ná því sem hann var fyrir Covid þegar um tvær milljónir ferða- manna sóttu okkur árlega heim. Líklegast er að á næstu árum muni þessi tala hækka verulega og að við munum fara langt yfir þau mörk sem landið og íbúarnir þola. Það stefnir semsé í að auðlindin Ísland verði ofnýtt, en það mun valda margvíslegum skaða fyrir okkur öll. Ástæðan er sú að við höfum enga hugmynd um hversu marga ferða- menn við viljum fá hingað. Við höfum enga stefnu í því efni, engar áætlanir eða markmið. Réttara er sennilega að segja að stefnan sé að fá sem f lesta ferða- menn óháð því hversu margir þeir verða eða hvaða áhrif þeir hafa á landið og íbúana. Margt bendir hins vegar til að þetta sé ekki góð stefna. Í skýrslu alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins McKinsey um bestu leiðir Íslands út úr kreppunni var sérstaklega varað við því að Ísland færi leið fjölda- túrismans. Reynsla annarra þjóða af þeirri leið væri ekki góð. Hagfelld- ara væri að stilla fjölda ferðamanna í hóf en stefna þess í stað að því að fá meiri tekjur af hverjum. Miklar f járfestingar í ferða- þjónustu þýða minni fjárfestingar í öðrum greinum, til dæmis greinum sem byggja á mannauði og þekk- ingu; greinum sem eru líklegri til að skapa meiri virðisauka og betur launuð störf í framtíðinni. Þá er fyrirséð að f lytja þarf inn fólk í tugþúsundavís á næstu árum til að starfa í ört stækkandi ferða- þjónustu. Það mun hækka verð á húsnæði og gera unga fólkinu okkar enn erfiðara fyrir. Það er því mjög brýnt að ræða og ákveða hvert við viljum fara og hvernig við ætlum þangað. Hér hafa stjórnmálaflokkar mikilvægu hlut- verki að gegna, en hafa því miður ekki sinnt því vel til þessa. Ég held hins vegar að almenningur hafi mikinn áhuga á hugmyndum um hvernig best sé að hagnýta auðlind- ina Ísland - áður en skaði er skeður. n Tölum um túrista Björn B. Björnsson áhugamaður um náttúruvernd 16 Skoðun 22. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.