Fréttablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 4
Lögreglan telur sig hafa
afstýrt hættuástandi.
Núna stundar safnið
ekki neinar rannsóknir
af viti.
Gylfi Björn
Helgason, for-
maður Félags
fornleifafræð-
inga
Það er verið að taka
varfærin skref í átt að
nýju kerfi þar sem þeir
sem nota vegakerfið
greiða fyrir notkun sína.
Katrín Jakobs-
dóttir, forsætis-
ráðherra
160.000
140.000
120.000
100.000
80.000
60.000
40.000
20.000
0
2.500.000
2.000.000
1.500.000
1.000.000
500.000
0
Dæmi um árleg bifreiða- og
eldsneytisgjöld fólksbíla
Dæmi fyrir Tesla (model 3) og Mazda (CX-5)
Núgildandi
Dæmi um vörugjald og VSK
við kaup nýrra fólksbíla
Dæmi fyrir Tesla (model 3) og Mazda (CX-5)
NúgildandiÁform Áform
n Rafmagnsbíll
n Bensínbíll
n Rafmagnsbíll
n Bensínbíll
Formaður Vinstri grænna
og forsætisráðherra segir að
ívilnanir fyrir umhverfisvæna
bíla séu ekki úr sögunni þótt
þær mæti skerðingu. Huga
verði að umferðaröryggi.
Orkumálastjóri gagnrýnir
ríkisstjórnina, enda þurfi
allar hendur á dekk til að
hamla gegn losun.
bth@frettabladid.is
UMHVERFISMÁL Katrín Jakobsdótt
ir, forsætisráðherra og formaður
Vinstri grænna, segir að ríkis
stjórnin sé að taka varfærin skref
í átt að nýju kerfi vegna gagnrýni
sem sett hefur verið fram opinber
lega um að hvatar til að festa kaup á
umhverfisvænum bifreiðum verði
stórskertir samkvæmt fjárlaga
frumvarpinu.
Orkumálastjóri, Halla Hrund
Logadóttir, sagði í Fréttablaðinu:
„Það skiptir rosalegu máli að setja
kraft í orkuskiptin. Ívilnanir eru
fjárfestingar til framtíðar. Hún
sagði ekki tímabært að draga úr
stuðningi við vistvæna bíla.
„Ef við náum ekki loftslagsmark
miðum verðum við að sæta viður
lögum sem munu kosta okkur fjár
muni. Það er betra að fjárfesta í
hvötum til að hlaupa hraðar hvað
varðar orkuskiptin en að aðhafast
ekkert,“ sagði Halla Hrund.
Bent hefur verið á mótsögn
þess að Katrín Jakobsdóttir leggi
blessun sína yfir þessar breytingar
á sama tíma og hún sé formaður
stjórnmálaf lokks sem kennir sig
við grænar áherslur og umhverfis
vernd. Katrín Jakobsdóttir segir,
innt viðbragða við gagnrýninni,
að ríkisstjórnin beri ábyrgð á að
Ísland nái markmiðum sínum í
loftslagsbaráttunni. Einnig beri
ríkisstjórnin ábyrgð á fjármögnun
vegakerfisins og þar með að öryggi
á vegum verði tryggt.
„Þróunin í átt að hreinorkubílum
hefur verið hröð og áfram verða
ívilnanir í gildi gagnvart þeim þó
að dregið sé úr þeim,“ segir Katrín.
„Það er verið að taka varfærin
skref í átt að nýju kerfi þar sem þeir
sem nota vegakerfið greiða fyrir
notkun sína líkt og áður, og þar
sem fjölmargar aðgerðir og fram
lag allra geira á Íslandi tryggja að
við náum markmiðum okkar um
að draga úr losun gróðurhúsaloft
tegunda,“ bætir Katrín við.
Forsætisráðherra segir unnið að
uppfærslu aðgerðaáætlunar í lofts
lagsmálum til að hún endurspegli
verkefni sem þurfi að ráðast í til að
draga úr losun á okkar ábyrgð, um
55 prósent fyrir árið 2030.
„Fjölmargar aðgerðir í aðgerða
áætlun stjórnvalda snúa að orku
skiptum sem þurfa að eiga sér stað
á öllum sviðum,“ segir Katrín.
Þá segir forsætisráðherra að
ríkis stjórnin leggi sérstaka áherslu
á að ef la almenningssamgöngur
með því að f jármagna stofn
kostnað, ekki síst Borgarlínunnar,
sem og aðgerðir til að stuðla að
orkuskiptum í þungaf lutningum,
sjávarútvegi og f lugsamgöngum.
„Þá verður þingsályktunartillaga
um aðgerðaáætlun um orkuskipti
einnig lögð fram á þessum þing
vetri til að styðja við þetta,“ segir
Katrín Jakobsdóttir. n
Katrín segir umferðaröryggi minnka
svigrúm fyrir hvata til minni losunar
Halla Hrund
Logadóttir,
orkumálastjóri
ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300
OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16
Alvöru jeppi – alvöru fjórhjóladrif - Eini
jeppinn í sínum stærðarflokki með lágt drif
Einungis nýir Jeep frá ÍSBAND eru með 5 ára ábyrgð!
JEEP.IS
JEEP RENEGADE TRAILHAWK
4XE PLUG-IN HYBRID
PLUG-IN HYBRID
ÁRA ÁBYRGÐ 8 ÁRA ÁBYRGÐ Á
DRIFRAFHLÖÐU PLUG-IN HYBRID
EIGUM LOKSINS TIL AFHENDINGAR
ninarichter@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Í dag fer fram form
leg opnun á Brjóstamiðstöð Land
spítalans við Eiríksgötu 5. Brjósta
miðstöð er ný þjónusta spítalans,
innan krabbameinskjarna, sem er
undir aðgerðasviði.
Að sögn Svanheiðar Lóu Rafns
dóttur, yfirlæknis Brjóstamiðstöðv
ar, nær þjónusta miðstöðvarinnar
yfir alla skimun og klíníska brjósta
myndgreiningu. Einnig nær hún yfir
göngudeildarþjónustu þeirra sér
greina sem koma að greiningu, með
ferð og eftirliti allra brjóstmeina.
Brjóstamiðstöð er ætlað að vera
miðpunktur í þjónustu við þá sem
eru með mein eða sjúkdóm í brjóst
um. n
Brjóstamiðstöð
opnuð í dag
Svanheiður Lóa
Rafnsdóttir, yfir-
læknir Brjósta-
miðstöðvar
gar@frettabladid.is
S TJ Ó R N S Ý S L A Umboð smaðu r
Alþingis hefur enn ekki gefið upp
hvort embættið aðhafist nokkuð
vegna kvörtunar Félags fornleifa
fræðinga vegna skipunar menn
ingarmálaráðherra í stöðu þjóð
minjavarðar.
„Við höfum ekkert heyrt,“ segir
Gylfi Björn Helgason, formaður
Félags fornleifafræðinga, spurður
um stöðu kvörtunarinnar. Hún var
lögð fram í lok ágúst eftir að Lilja
Alfreðsdóttir menningarmálaráð
herra skipaði Hörpu Þórsdóttur,
f ramk væmdastjóra Listasaf ns
Íslands, í embætti þjóðminjavarðar
án auglýsingar. Í kjölfar ráðningar
Hörpu heyrðist af gagnrýni sam
starfsmanna Hörpu á Listasafninu á
störf hennar þar og sagðist ráðherra
myndu kynna sér þær raddir.
„Maður vonar að þetta sé fyrsta
skrefið í því ferli að draga þessa
ákvörðun til baka,“ segir Gylfi, sem
aðspurður kveður að minnsta kosti
sex til tíu manns innan fornleifa
fræðinnar myndu sækja um embætti
þjóðminjavarðar væri það auglýst.
„Og það eru örugglega margir
meðal safnafræðinga og sagnfræð
inga líka sem hefðu áhuga. Þetta eru
allt mjög flottir einstaklingar með
langa reynslu og góða menntun sem
hafa mjög skýra sýn á framtíðarstarf
safnsins. Við höfum einmitt bent á
að eitt af því sem tapast með því að
auglýsa ekki er umræðan um það
hvert á að stefna,“ bendir Gylfi á.
Bíða fundarboðs ráðherra í þjóðminjavarðarmáli
„Ráðherra hefur talað um að
bjóða okkur á fund en við höfum
ekki heyrt neitt hvað það varðar.
Við bara bíðum átekta, það hlýtur
að koma fljótlega.“
Að sögn Gylfa hefur starf Þjóð
minjasafnsins tekið stórfelldum
breytingum frá því að það var nán
ast einráða í fornleifarannsóknum.
„Núna stundar safnið ekki neinar
rannsóknir af viti. Margir myndu
vilja auka rannsóknarvægi safns
ins,“ segir hann.
Þá segir Gylfi marga hafa hug á að
opna Þjóðminjasafnið. „Við sem þjóð
erum allt öðruvísi en fyrir 20 árum.
Það eru komin fleiri þjóðarbrot sem
myndu hiklaust telja sig Íslendinga.
Það er spurning hvernig við mynd
um reyna að ná til þess fólks.“ n
thorgrimur@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL Lögreglan handtók
fjóra á höfuðborgarsvæðinu í gær í
tengslum við yfirstandandi rann
sókn sem meðal annars snýr að
skipulagðri glæpastarfsemi og stór
tækum brotum á vopnalögum.
Vopnuð sérsveit ríkislögreglu
stjóra tók þátt í aðgerðum ásamt
lögreglunni á höfuðborgarsvæð
inu. Samkvæmt tilkynningu frá
lögreglu er rannsóknin í höndum
embættis ríkislögreglustjóra, sem
hefur það hlutverk að rannsaka
brot sem tengjast landráði og brot
gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu
stjórnvöldum þess.
Tveir hinna handteknu voru tald
ir vopnaðir og hættulegir en sem
betur fer særðist enginn í aðgerð
unum og handtakan fór skjótt og vel
fram. Lögreglan telur sig hafa afstýrt
hættuástandi með aðgerðunum. n
Fjórir handteknir
í höfuðborginni
4 Fréttir 22. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ