Fréttablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 8
Það er spurning hvort herráðið hafi að ein- hverju leyti platað Pútín út í þetta stríð. Haukur Hauks- son, fjölmiðla- maður búsettur í Rússlandi Segir Pútín kominn upp að vegg Rekstraraðili til að reka ljósameðferð á Akureyri Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) auglýsa eftir rekstraraðila til viðræðna um samning um að reka ljósameðferð á Akureyri Um er að ræða ljósameðferð við húðsjúkdómum undir faglegri ábyrgð sérfræðings í húðlækningum og framkvæmd undir umsjón sérhæfðs starfsfólk t.d. sjúkraliða. Um yfirfærslu á þjónustu er að ræða sem hefur verið sinnt af Sjúkrahúsinu á Akureyri. Um 1.800 meðferðir var að ræða síðast liðið ár fyrir um 40 einstaklinga. Í gildi er rammasamningur um ljósameðferð við húðsjúkdómum og við það miðað að sá samningur gildi um daglega þjónustu en óskað er eftir aðila til viðræðna um að setja á fót slíka meðferðarstöð á Akureyri. Þjónustan skal veitt jafnt yfir árið og vera aðgengileg a.m.k. 3 daga vikunnar. Þjónustuna skal skrá í rafræna sjúkraskrá í samræmi við lög þar um. Um þjónustuna gilda, sjá gögn hér: Rekstur ljósameðferðar á Akureyri - Auglýsing | Sjúkratryggingar (island.is) 1. Almennir skilmálar Sjúkratrygginga Íslands um kaup á heilbrigðisþjónustu. 2. Rammasamningur dags. 23. desember 2014, með síðari breytingum. Gengið er út frá gildistöku samnings frá 1. desember 2022 eða skv. nánara samkomulagi. Áhugasamir eru beðnir um að senda tövupóst á netfangið innkaup@sjukra.is þar sem fram kemur stutt kynning á fyrirtækinu, lýsing á gæðastefnu og hvernig ofangreind þjónusta yrði veitt. Fyrirspurn vegna auglýsingarinnar má senda á sama netfang. Frestur til að til að lýsa yfir áhuga til viðræðna er til og með 6. október nk. Pútín er undir mikilli pressu frá þjóðernis- öflum víða í þjóðfélaginu að mati Hauks. Ákvörðun for- seta Rússlands að kalla til herkvaðningar hefur vakið ugg. FRÉTABLAÐIÐ/EPA thorgrimur@frettabladid.is RÚSSLAND Vestrænir leiðtogar voru að mestu ósnortnir yfir tilkynningu Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta um að gripið verði til herkvaðningar til að halda áfram hernaði Rússa í Úkraínu. Pútín tilkynnti þetta í sjónvarpsávarpi í gær, auk þess sem hann hótaði því að Rússar kynnu að svara meintri „kjarnorkukúgun“ Vesturveldanna með beitingu eigin kjarnavopna. „Ræðan er stigmögnun, en hún kemur þó ekki á óvart,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, við Reuters-fréttastofuna. „Þess vegna erum við viðbúin. Við munum halda ró okkar og halda áfram að veita Úkraínu aðstoð. Ræða Pútíns forseta sýnir fram á að styrjöldin er ekki að fara samkvæmt áætlunum hans. Hann hefur mis- reiknað sig alvarlega.“ Volodímír Zelenskíj, forseti Úkraínu, sagðist ekki telja að Pútín myndi beita kjarnavopnum. Hann sagði jafnframt ekki standa til boða að láta undan hótunum hans. „Á morgun kann Pútín að segja: ‚Auk Úkraínu viljum við líka hluta af Póllandi, annars beitum við kjarna- vopnum.“ Við getum ekki gert slíkar málamiðlanir.“ „Þetta er bara enn ein sönnun þess að Pútín hefur ekki áhuga á friði, að hann vill stigmagna þetta árásarstríð,“ sagði Peter Stano, talsmaður Evrópusambandsins. „Þetta er líka enn eitt ummerki um örvæntingu hans yfir framgangi árásarinnar í Úkraínu.“ Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, þótti lítið til yfirlýsinga Pútíns koma og sagði þær merki um að hann væri orðinn skelkaður. „Við höfum heyrt orðræðu hans um kjarnavopn margoft áður og við erum orðin dofin fyrir henni.“ Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, tók í sama streng. „Hvað varðar kjarnorkuhótanirnar er markmiðið það sama og hingað til – að sá ótta og skelfa almenning. Kreml reynir að fjárkúga alþjóða- samfélagið og vill hræða og aftra okkur frá því að hjálpa Úkraínu. Evrópa mun ekki láta undan.“ n Pútín hafi ekki áhuga á friði heldur vilji stigmagna stríðið í Úkraínu Jens Stoltenberg segir ræðu Pútíns stigmögnun. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Zelenskíj telur Pútín ekki munu beita kjarnavopnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY thorgrimur@frettabladid.is RÚSSLAND Yfir þúsund manns voru handtekin vegna mótmæla í Rúss- landi í gærkvöldi. Mótmælin voru gegn herkvaðn- ingu sem Vladímír Pútín Rúss- landsforseti tilkynnti fyrr sama dag vegna yfirstandandi innrásar Rússa í Úkraínu. Mótmælin áttu sér stað í að minnsta kosti 37 rússneskum borgum, þar á meðal Moskvu, Sankti Pétursborg, Tomsk, Perm og Jekat- rínbúrg. Mótmælasamtökin Vesna hvöttu Rússa til að mótmæla herkvaðning- unni, sem á að ná til alls 300 þúsund varaliða sem til stendur að berjist með rússneska hernum í Úkraínu. n Mörg handtekin vegna mótmæla Lögreglumenn í Moskvu að hand- taka mótmælanda gegn herkvaðn- ingu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA jonthor@frettabladid.is BANDARÍKIN Saksóknari í New York- fylki Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn Donald Trump, fyrrver- andi Bandaríkjaforseta, og þremur börnum hans. CNN fjallar um málið. Málið varðar meintan þátt þeirra í umfangsmiklu f jársvikamáli. Trump-fjölskyldumeðlimunum er gefið að sök að hafa skipulagt víð- tækt svindl sem meðal annars villti fyrir lánastofnunum, trygginga- félögum og skattyfirvöldum. Saksóknarinn krefst þess að þau greiði 250 milljóna dala sekt, sem jafngildir rúmlega 35 milljörðum íslenskra króna. n Trump-fjölskyldan grunuð um svindl Rússar hyggjast kalla til allt að 300 þúsund manns í her sinn vegna innrásarinnar í Úkraínu. Vladimír Pútín for- seti segir allt verða gert til að vinna sigur. thp@frettabladid.is RÚSSLAND Sú ákvörðun Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta að kalla til herkvaðningar vegna innrásar Rússa í Úkraínu hefur vakið mikinn ugg víða um heim. Haukur Hauksson f jölmiðla- maður hefur búið í Rússlandi í um þrjá áratugi. Haukur segir Rússa áhyggjufulla eftir að greint var frá herkvaðningunni, fólk óttist að stríðið muni harðna. Pútín sé kom- inn í erfiða stöðu og grípi til þessara aðgerða ekki síst vegna ástandsins í stjórnmálum innanlands. Ekki sé útlit fyrir að friður komist á í bráð. „Menn hafa áhyggjur af þessu og almennt líst mönnum illa á þetta. Þetta þýðir að stríðið er að stig- magnast og að aukast væntanlega. Þetta er mjög slæmt og hið versta mál í alla staði fyrir land og þjóð í Rússlandi, líka fyrir Evrópu og fram- tíð Evrópu. Þetta er mikið áhyggju- efni og menn hafa áhyggjur af frekari uppgangi þjóðernissinna og hægri öfgaafla og stórveldissinna, með nostalgíu gagnvart stórveldis- tímum Rússlands,“ segir Haukur. Að sögn Hauks er þetta það sem svartsýnustu menn, meðal annars hann sjálfur, hafi spáð; að styrjöldin myndi aukast og breiðast eitthvað út í álfunni. „Menn eru að fá bréf í pósti, herkvaðningu, þurfa að fara í læknisskoðun. Þar er tekið mittis- mál, höfuðmál og skóstærðin til að fá herbúninginn sendan og allt þetta. Bréfin koma í pósti og svo kisturnar heim, það er hætt við því þar sem þetta er að aukast,“ segir hann. Haukur bendir á það sem fram hefur komið, að þeir þrjú hundruð þúsund menn sem Pútín tali um að kalla í herinn séu kannski ekkert vanir hernaði og þá þurfi að þjálfa. Stríðinu muni ekki ljúka í bráð og harmleikurinn halda áfram. „Þetta sýnir þá að stríðið er komið til að vera. Úkraína verður Sómalía eða Afganistan álfunnar og það verður þarna mjög blóðugt stríð. Það grátlega og sorglega í þessu öllu saman er að tugir þúsunda, hund- ruð þúsunda, eru fallin nú þegar og vafalaust mun fleiri munu deyja í þessum skelfilegu átökum, sem er mikil tragedía. Þetta er algjör harm- leikur fyrir álfuna og Evrópu.“ Spurður hvort Pútín finnist sem hann sé kominn upp að vegg svarar Haukur játandi. „Ég held að það sé rétt, Pútín er kominn upp að vegg. Það er spurning hvort herráðið hafi að einhverju leyti platað Pútín út í þetta stríð,“ segir hann. Að því er Haukur segir gerðu Rússar sér ekki fulla grein fyrir bar- áttuþreki Úkraínumanna. „Ég held að Pútín sé kannski í of góðum og of miklum tengslum við herráðið og þeir hafi ofmetið afl sitt og mögu- leika gegn Úkraínumönnum. Svo er alveg ljóst að njósnaapparatið hjá Pútín hefur klikkað á því að átta sig á því hve mikla mótspyrnu Úkra- ínumenn myndu veita,“ segir hann. „Málið er líka það að ef Pútín núna hættir við og dregur menn heim og annað slíkt, þá er hann búinn að tapa innanlands. Hann getur ekki leyft sér það pólitískt að tapa innan- lands.“ Sótt sé að Pútín bæði af vinstri og hægri væng stjórnmála, annars vegar kommúnistar og sósíalistar og hins vegar þjóðernissinnar. Inn- rásin hafi verið vatn á myllu þjóð- ernissinna. Ef staða forsetans veikist meira sé hætta á hallarbyltingu. „Pútín er í mjög þröngri og erf- iðri stöðu. Ef hann sýnir veiklyndi og linkind í þessum málum, þá er hallarbylting möguleg. Hann er kannski að einhverju marki að koma til móts við þjóðernis- og stórkarlaöfl í Moskvu með þessari herkvaðningu. Hætt er við að það komi einhver herforingjatýpa af hægri kanti, þjóðernis- og herfor- ingjatýpa, í hans stað vegna þess að stemningin í rússnesku þjóðfélagi er þannig núna.“ Haukur segir ákvörðun Pútíns ekki einungis hernaðarlega, þetta sé líka gert vegna ástandsins innanlands. Hann sé undir mikilli pressu hjá þjóðernisöflum sem séu mjög víða í þjóðfélaginu um það að ef hann tapar þessu þá er hann búinn að vera sjálfur pólitískt, Pútín sjálfur. „Hann er undir gríðarlegri pressu og ég held að þessi tímasetning sé að miklu leyti út af því. Ekki síst út af sókn Úkraínu í Kerson og sérstak- lega í Karkov sem kom Rússum í opna skjöldu og var ákveðið fíaskó fyrir Rússa,“ segir Haukur. Þá hafi Pútín fengið þessa pressu, bæði frá kommúnistum og þjóðernis- sinnum, sem eru nokkuð sterkir, og kirkjunnar mönnum líka. „Það er mikil pressa sem er á Pútín úr tveimur áttum.“ n 8 Fréttir 22. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.