Fréttablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 28
Sundkonan Sigrún Huld Hrafnsdóttir
hreppti flest verðlaun allra keppenda
á Ólympíuleikum þroskahamlaðra
sem haldnir voru í Madrid á Spáni
og lauk þennan dag fyrir tuttugu
árum. Hún hlaut níu gullverðlaun og
tvenn silfurverðlaun. Auk þess setti
hún fjögur heimsmet í einstaklings-
greinum og var í boðsundssveitinni
sem setti fjögur heimsmet.
Þetta var einstætt afrek í íþrótta-
sögunni. Um 2.500 þátttakendur
frá 72 þjóðum voru á þessum fyrstu
Ólympíuleikum þroskahamlaðra. Ís-
lendingar voru þar sigursælir og hlutu
tuttugu og ein verðlaun, tíu gull, sex
silfur og fimm brons.
Þeir urðu í öðru sæti í sundi á eftir
Áströlum og fengu hlýjar móttökur
þegar þeir komu heim. n
ÞETTA GERÐIST: 22. SEPTEMBER 1992
Sigrún Hrafnsdóttir fékk níu gull
Alls eru 30 ár síðan
Sigrún Huld kom heim
með níu gullverðlaun
frá Ólympíleikum
þroskahamlaðra.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Stæðilegur hópur safnafólks er nú
samankominn á eins konar ættar-
móti á Austurlandi til að bera
saman fjölbreyttar bækur sínar.
arnartomas@frettabladid.is
Ár hvert safnast félagsmenn FÍSOS,
Félags íslenskra safna og safnmanna,
saman á einhverju landshorninu til að
bera saman bækur sínar í farskóla. Þessi
fagráðstefna hefur verið haldin frá árinu
1989 og er mikilvægur vettvangur endur-
menntunar hjá íslensku safnafólki. Í ár er
hópurinn saman kominn á Hótel Hall-
ormsstað til að víkka sjóndeildarhring
sinn.
„Við f lökkum á milli landshluta og
erum jafnvel stundum í útlöndum,“
segir Dagrún Ósk Jónsdóttir hjá FÍSOS.
„Það er svo margt sem maður getur lært
af öðrum. Það er hægt að fá góðar hug-
myndir eða stofna til samstarfs með
söfnum sem eru að gera svipaða hluti
eða bara eitthvað allt annað. Svo er líka
hægt að læra af reynslu hvers annars því
það þarf ekki alltaf að finna upp hjólið.
Stundum er bara gott að spjalla við þau
sem hafa prufað það sem manni langar
að prufa.“
Eins konar ættarmót
Í farskólanum í ár verður að vanda boðið
upp á fjölda af áhugaverðum erindum
og málstofum. Þegar blaðamaður náði
á hópinn var hann staddur á Seyðisfirði
þar sem Tækniminjasafnið var í brenni-
depli.
„Tækniminjasafnið hefur auðvitað
þurft að glíma við alls konar hluti sem
önnur söfn hafa ekki þurft að eiga við því
það lenti í aurskriðunni 2020,“ segir Dag-
rún Ósk. „Við höfum fengið að sjá hvað
hefur átt sér stað síðan þá og hver þeirra
næstu skref eru.“
Í ferðinni verður stefnan sett á
Óbyggðasetrið, Skriðuklaustur og Minja-
safn Austurlands. Yfirskrift fjölbreyttrar
ráðstefnunnar í ár er Söfn á tímamótum.
„Söfn standa á fjölbreyttum tíma-
mótum á ýmsum sviðum svo þetta er
gott tækifæri til að horfa til framtíðar,“
útskýrir Dagrún sem segir safnafólk
á Íslandi vera samheldinn hóp. „Þetta
er mjög góð stemning. Það eru mörg
sem hafa komið í farskólann ár eftir ár
svo þetta er svolítið eins og maður sé
að koma á ættarmót. Þetta er vissulega
fræðsla og endurmenntun en líka virki-
lega skemmtilegt.“ n
Safnafólk safnast saman
Farskólinn í fyrra stillir sér upp fyrir mynd á Stykkishólmi. MYND/HÖRÐUR GEIRSSON
Merkisatburðir
1206 Guðmundur Arason biskup bannfærir Kolbein
Tumason.
1565 Magnús Jónsson prúði gengur að eiga Ragnheiði
Eggertsdóttur og flytur að Ögri við Ísafjarðardjúp.
1609 Allir kristnir márar eru reknir frá Spáni til Marokkó.
Allt að þriðjungur íbúa suðurhéraða Spánar hverfur
á brott.
1704 Sæmundur Þórarinsson bóndi í Árbæ finnst myrtur
í Elliðaám. Eiginkona hans og mótbýlismaður þeirra
voru síðar dæmd til lífláts fyrir morðið.
1930 Ferðafélag Íslands tekur fyrsta sæluhús sitt í
notkun. Húsið er í Hvítárnesi uppi undir Langjökli.
1957 Árbæjarsafn er opinberlega opnað almenningi með
viðhöfn.
1960 Frakkar viðurkenna sjálf-
stæði Malí.
1964 Söngleikurinn Fiðlarinn á
þakinu er frumsýndur á
Broadway.
1973 Menntaskólinn í Kópavogi
er settur í fyrsta skipti.
1975 Sara Jane Moore reynir
að myrða Bandaríkjafor-
seta, Gerald Ford, í San
Francisco.
1985 Plaza-samningurinn um
lækkun Bandaríkjadals er
undirritaður af fulltrúum
fimm ríkja.
1994 Fyrsti þáttur sjónvarpsþáttaraðarinnar Friends fer í
loftið á NBC í Bandaríkjunum.
Elsku hjartans fallega, duglega
og yndislega mamma okkar,
amma, langamma og systir,
Guðný Kristjánsdóttir
áður til heimilis að
Dalseli 40, Reykjavík,
lést hinn 19. september á Hjúkrunarheimili Hrafnistu,
Boðaþingi 5-7, Kópavogi. Jarðarförin fer fram frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. september kl. 13.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir.
Athöfninni verður streymt á:
hljodx.is/index.php/streymi2
Fjóla Baldursdóttir
Gefn Baldursdóttir
Kristján F. Baldursson Heidi Stolberg
Guðjón Á. Guðjónsson Lise Granlien
barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
Karls Magnúsar Svafars
Karlssonar
Magga Kalla
Boðahlein 11,
áður Norðurbraut 17, Hafnarfirði,
sem lést miðvikudaginn 10. ágúst á heimili sínu.
Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar og HERU
líknarheimaþjónustu fyrir kærleiksríka umönnun og hlýju.
Guðbjörg Jónína Katrín Arndal
Guðný Þórunn Magnúsdóttir
Stefán Karl Magnússon Sigrún Björk Sverrisdóttir
Elín María Magnúsdóttir
Lára Björk Magnúsdóttir Reynir Jóhannsson
Kristján Ævar Magnússon Erla Lúðvíksdóttir
Karólína Ósk Valgeirsdóttir Gunnar Örn Árnason
afabörn og langafabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Pálína Júlíusdóttir
Dalbraut 16,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli
29. ágúst sl. Útför hennar fer fram
frá Áskirkju mánudaginn 26. september
kl. 13.00.
Júlíus Hafsteinsson Ingibjörg Richter
Rannveig Andrésdóttir Sveinn Finnbogason
Björg Andrésdóttir Einar Hafliði Einarsson
Þorleifur Andrésson Ragnheiður Valgarðsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Atli Sigurðsson
bóndi,
Ingjaldsstöðum, Þingeyjarsveit,
sem lést á Landspítalanum í Fossvogi
föstudaginn 9. september,
verður jarðsunginn í Þorgeirskirkju
laugardaginn 24. september kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök Þorgeirskirkju
(reikningsnúmer 1110-15-201755, kt. 560119-2160).
Elma Atladóttir Þráinn Óskarsson
Ragna Atladóttir Guðmundur Sigfinnsson
Sigurður Atlason Berglind Gunnarsdóttir
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi, stjúpafi og langafi,
Garðar Alfonsson
lést á Landspítalanum
fimmtudaginn 8. september.
Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju
föstudaginn 23. september klukkan 13.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk öldrunardeildar B-4
í Fossvogi fyrir hlýja og góða umönnun.
Elín Skarphéðinsdóttir
Skarphéðinn Garðarsson Elísabet Árný Tómasdóttir
Garðar Árni Skarphéðinsson Maria Reis
Guðmundur Björn Birkisson Þórhildur Vala Þorgilsdóttir
Heiða Björk Birkisdóttir Jónas Þór Guðmundsson
Guðmundur Atli og Elísabet Dóra Jónasarbörn
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 22. september 2022 FIMMTUDAGUR