Fréttablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 20
Á Spáni, þann
17. september
klæddist Olivia Wilde
öðru grænu dressi.
S Í G I L D K Á P U B Ú Ð
Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is
Laxdal er í leiðinniFylgið okkur á FB
SKOÐIÐ
LAXDAL.IS
NÝTT
FRÁ
Olivia Wilde, leikkona og
leikstjóri, stígur sjaldan feil-
spor þegar kemur að tísku
eins og sjá má á flíkunum
sem hún hefur skartað
undanfarið við kynningu á
kvikmyndinni Don’t Worry
Darling, sem er jafnfrant
annað leikstjórnarverk
hennar.
jme@frettabladid.is
Þegar hæfileikabúntið Olivia
Wilde er ekki að rokka jakka
fatalúkkið með hvítri skyrtu og
svörtum jakka, þá er hún óhrædd
við að klæðast sterkum litum sem
fara henni einstaklega vel allan
ársins hring. Wilde þekkja mörg úr
sjónvarpinu þar sem hún lék Remy
„Thirteen“ Hadley í spítaladrama
seríunni House sem var í loftinu á
árunum 2007–2012.
Virtur leikstjóri
Olivia Wilde var glæsileg á rauða
dreglingum i Feneyjum við for
sýningu kvikmyndarinnar Don’t
Worry Darling, sem hún leikstýrði.
Don’t Worry Darling er önnur
kvikmyndin sem Olivia leikstýrir
en áður leikstýrði hún kvikmynd
inni Booksmart, sem hún hlaut
virt verðlaun fyrir.
Don’t Worry Darling er sálfræði
tryllir byggður á sögu eftir Carey
Van Dyke, Shane Van Dyke og Sil
berman. Í myndinni leika Florence
Pugh og Harry Styles að því er
virðist nokkuð hamingjusöm hjón
á sjötta áratugnum, sem búa í sér
stöku tilraunasamfélagi þar sem
ýmislegt grunsamlegt er á seyði.
Aðrir leikarar eru Gemma Chan,
Kiki Layne, Nick Kroll og Chris
Pine. Einnig kemur Olivia Wilde
fram í kvikmyndinni í aukahlut
verki. Don’t Worry Darling kemur í
kvikmyndahúsin 23. september.
Græn Olivia
Hin 38 ára leikstýra klæddist
glæsilegri smaragðsgrænni Cha
neldragt á forsýningunni. Undir
jakkanum var hún í einföldum
svörtum brjóstahaldara. Svört
kúrekastígvelin sem hún klæddist
gáfu annars fínlegu jakkasettinu
nútímalegt yfirbragð.
Á Spáni, þann 17. september,
klæddist Olivia Wilde öðru grænu
dressi við kynningu á kvikmynd
inni á Alþjóðlegu kvikmynda
hátíðinni í San Sebastian. Þar kom
hún fram í glæsilegum þröngum
blágrænum pallíettukjól úr haust
línu Valentino sem fangaði athygli
viðstaddra. n
Grænt og glæsilegt Græna
Chanel dragtin
sem Wilde klæddist
á forsýningu nýjustu
kvikmyndar sinnar, vakti
mikla athygli tískusam-
félagsins. Það hvernig
haldarinn kíkir út um
opið þótti einstak-
lega smart.
Olivia
er glæsileg
í nær hvaða lit
sem er. Þessi gula
dragt er úr smiðju
Kwaidan Edi-
tions.
Þessi
græni kjóll
úr smiðju Valent-
ino hefur réttilega
verið nefndur haf-
meyjukjóllinn.
Hér
má sjá
Wilde í gullfal-
legum ferskju-
bleikum kjól úr
smiðju Valent-
ino.
4 kynningarblað A L LT 22. september 2022 FIMMTUDAGUR