Fréttablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 12
En það hefur vantað fjárfestingu í þorpum úti á landi. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu magdalena@frettabladid.is Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgar- svæðinu lækkaði um 0,4 prósent milli mánaða í ágúst. Þetta er í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem vísitalan lækkar og er að sögn greinenda skýrt merki um að mark- aðurinn sé farinn að kólna. Bergþóra Baldursdóttir, hagfræð- ingur hjá Greiningu Íslandsbanka, segir að þessar tölur komi þeim á óvart en séu skýrt merki um að íbúðamarkaðurinn sé að kólna og það mjög hratt. „Þetta er að gerast aðeins hraðar en við gerðum ráð fyrir. Og ef þessi þróun heldur áfram þá verður það til þess að verðbólga muni líklega hjaðna hraðar á næstu mánuðum en spár gerðu ráð fyrir,“ segir Bergþóra, en bætir við að um sé að ræða eina mánaðarbreytingu og mikilvægt sé að bíða og sjá hvernig næstu mán- uðir muni þróast. „Sérbýli eru að lækka, sem er sveiflukenndari liður þar sem færri kaupsamningar eru að baki. Það er ekkert óvanalegt að sérbýli lækki á milli mánaða í venjulegu árferði, en kom okkur vissulega á óvart miðað við markaðinn undanfarið.“ Aðspurð hvort hún telji að fast- eignaverð muni lækka að nafnvirði, segir hún það vera ólíklegt að það gerist til lengri tíma. „Við erum enn þeirrar skoðunar að það sé ólíklegt að fasteignaverð lækki að nafnvirði til lengri tíma þó við getum vel séð það á milli einstakra mánaða eins og í þessu til- viki.“ Bergþóra segir að þróunin sé skýrt merki um að aðgerðir Seðla- bankans séu loksins að hafa áhrif, en Seðlabankinn greip til aðgerða fyrir einu og hálfu ári síðan til að reyna að róa markaðinn. „Næstu mánuðir munu leiða þetta betur í ljós, en við teljum að þessar tölur bendi til þess að nú séu hraðar verðhækkanir á markaðnum að líða undir lok og vonandi kemst íbúðamarkaðurinn í ákveðið jafn- vægi.“ n Fasteignamarkaðurinn sé að kólna Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka, segir að næstu mánuðir muni leiða þróunina frekar í ljós. MYND/AÐSEND magdalena@frettabladid.is Magnús Harðarson, forstjóri Kaup- hallarinnar, segir að raunhæft sé að auka erlent eignarhald í innlendum félögum verulega. Þetta sagði hann í sjónvarpsþættinum Markaðnum sem sýndur var á Hringbraut í gær- kvöldi. „Við erum að sjá á Norðurlönd- unum að þá er þetta hlutfall svona í kringum helmingur. Ég tel að þetta sé bæði mikilvægt fyrir framtíðar- þróun á markaðnum og ég tel líka að þetta sé nauðsynlegt,“ segir Magnús og bendir á að ef lífeyris- sjóðir ætli í meiri mæli að fjárfesta utan landsteinanna þurfi eitthvað að koma í staðinn. „Það er nauðsynlegt að fá mót- vægi á móti í formi erlendra fjár- festa, þannig að ég tel að þetta sé mjög æskilegt og gott fyrir fjár- magnið í sjálfu sér. Síðan verður að horfa til þess að það er mjög líklegt að í kjölfar þessara vísitölu- sjóða fylgi annars konar fjárfestar því þessi f lokkun hjá FTSE er líka gæðastimpill í sjálfu sér og viður- kenning á því að hér hafi orðið framfarir á markaðnum.“ Aðspurður hvort hann sé bjart- sýnn á að erlent eignarhald í inn- lendum félögum muni aukast á komandi misserum, segist Magnús vera það. Flokkunin sé skref í rétta átt en hún gjörbreyti ekki stöð- unni. n Segir að auka þurfi erlent eignarhald Magnús Harðar- son, forstjóri Kauphallarinnar. MYND/HRINGBRAUT Forstjóri Fjarskiptastofu vonast til að salan á Mílu eigi eftir að leiða til aukinnar samkeppni á fjarskiptamark- aði. Ekki síst hvað uppbygg- ingu innviða í minni bæjum varðar. Hann segir mikla hreyfingu á markaðnum í kjölfar viðskiptanna. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjar- skiptastofu, segir margt jákvætt við kaup fjárfestingasjóðsins Ardian á Mílu en Samkeppniseftirlitið lagði blessun sína yfir viðskiptin í síðustu viku eftir langar og strangar við- ræður. Þar með er ljóst að gengið verður formlega frá sölunni á Mílu til Ardian þann 30. september næst- komandi. Viðræðum Símans, Ardian og Samkeppniseftirlitsins lyktaði með því að upphaflegur verðmiði fyrir- tækisins lækkaði um samtals 8,5 milljarða frá því sem áformað var í upphafi. En endanlegt heildarvirði viðskiptanna er 69,5 milljarðar. Þá náðist jafnframt samkomulag um þau skilyrði sem eftirlitið hafði sett fyrir sölunni. Hrafnkell segir margt benda til þess að viðskiptin séu þegar farin að hreyfa við fyrirtækjum á þessum markaði. „Það hefur verið gríðarleg upp- bygging á þessum markaði undan- farin ár. En eftir að þessar fréttir fóru í loftið, um að Ardian hygðist kaupa Mílu, hafa önnur fyrirtæki á heildsölumarkaði tekið við sér. Þannig að það sem er að gerast núna er að það eru að skapast forsendur fyrir samkeppni í stofnnetum á landsvísu. Sem er alveg gríðarlega mikilvægt.“ Öllum viðskiptum fylgja kostir og gallar að mati Hrafnkels, en það sé ótvíræður kostur í þessu tilviki að salan á Mílu hafi sett alla upp á tærnar. „Það hefur verið mikil sam- keppni á suðvesturhorni landsins hvað uppbyggingu fjarskiptainn- viða varðar. En það hefur vantað fjárfestingu í þorpum úti á landi. Stjórnvöld hafa fjárfest myndar- lega í ljósleiðaravæðingu í sveitum landsins og það verkefni var klárað. En þorpin og minni bæir eru eftir.“ Hrafnkell vonast nú til þess að Salan á Mílu hleypir lífi í fjarskiptamarkaðinn Vonir standa til að aukinn kraftur verði settur í upp- byggingu fjar- skiptainnviða og ljósleiðara um allt land á næstu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Guðmundur Gunnarsson ggunnars @frettabladid.is fyrirtæki á þessum markaði, hvort sem það er Míla eða aðrir, muni á markaðsforsendum uppfæra nær öll sín net á næstu árum. „Það er mjög margt sem hvetur til slíkrar fjárfestingar. Ekki bara út frá samkeppni heldur líka á tækni- legum forsendum. Það blasir við að kerfin munu að öllu leyti færast yfir í nýja tækni á næstu árum og í því felast heilmikil tækifæri,“ segir Hrafnkell. Aukin samkeppni hjálpar vissu- lega til og er af hinu góða, að mati Hrafnkels, en sú staðreynd að nýju kerfin eru ódýrari í rekstri skiptir líka máli. „Það á líka við um allt viðhald. Þannig að ég er bjartsýnn á að á þessum áratug verði fjárfest veru- lega, ekki bara í ljósleiðurum á landsvísu heldur líka í 5G-fjar- skiptaneti. Fjarskiptastofa mun gefa út nýjar 5G-tíðniheimildir á næsta ári með áherslu á mikla upp- byggingu og algera dekkun á helstu hlutum þjóðvegakerfisins, sem dæmi. Þannig að það er mikið upp- byggingarskeið fram undan,“ segir Hrafnkell. n 12 Fréttir 22. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 22. september 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.