Fréttablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 6
Stjórnmálafræðingur segir að finna þurfi betri úrlausn á ábyrgð ráðherra en Lands­ dóm. Ekki þurfi að hafa áhyggjur af því að stjórnmála­ menn sæti ekki pólitískri ábyrgð á Íslandi. odduraevar@frettabladid.is STJÓRNMÁL Stefanía Óskars­ dóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að finna þurfi betri úrlausn á ásökunum um brot á lögum um ábyrgð ráðherra en Landsdóm. Hún bendir á að það sé á hendi meirihluta þingsins að tryggja að ráðherrar sæti pólitískri ábyrgð en Landsdómur fjalli um lagalega ábyrgð. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisf lokksins, sagði í gær að ekki væri unnt að leggja niður Landsdóm fyrr en annars konar fyrirkomulagi um ráðherraábyrgð hefur verið komið á. Magnús Orri Schram, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur beðist afsökunar á aðkomu sinni að því þegar Geir H. Haarde var dæmdur af Landsdómi fyrir tíu árum síðan fyrir að hafa vanrækt embættis­ skyldur sínar sem forsætisráðherra í aðdraganda bankahrunsins. Spurð um hvort það sé ekki eðli­ legt að ráðherrar sæti ábyrgð fyrir verk sín í starfi bendir Stefanía á að meirihluti þings tryggi að ráð­ herrar og ríkisstjórnin sæti pólitískri ábyrgð. Landsdómur hafi hins vegar það hlutverk að tryggja lagalega ábyrgð ráðherra. „Landsdómur byggir á gamalli danskri fyrirmynd sem komst á fyrir daga þingræðis og almenns kosningaréttar,“ segir Stefanía. Eftir að þingræði komst á í Danmörku og á Íslandi geti meirihluti þings hins vegar hvenær sem er ákveðið að samþykkja vantraust á einstaka ráðherra eða ríkisstjórnina í heild sem verði þá að víkja. „Einnig mæta ráðherrar og þing­ menn kjósendum sínum í kosn­ ingum með reglulegu millibili. Vald þingsins til að samþykkja vantraust sem og reglulegar kosningar tryggja að ráðherrar sæta ávallt pólitískri ábyrgð,“ segir Stefanía. Landsdóm­ ur dæmi hins vegar um það hvort lög um ráðherraábyrgð hafi verið brotin. Ákæra af Landsdómi er gefin út af meirihluta þingmanna og í honum sitja svo átta fulltrúar stjórnmála­ flokka og sjö fulltrúar sem hafa sér­ þekkingu á sviði lögfræði. „Það að ákæruvaldið sé hjá Alþingi, og að í dómnum sitji meðal annars fulltrúar stjórnmálaflokkanna, býður þeirri hættu heim að réttarhöld haldin fyrir Landsdómi litist af pólitískum aðstæðum,“ segir Stefanía. „Það reyndist vera í því eina máli sem Landsdómur hefur tekið fyrir, málinu gegn Geir H. Haarde. Ýmsir þingmenn sem samþykktu ákæruna á hendur Geir hafa síðar lýst yfir iðrun og er Magnús Orri Schram síð­ asta dæmið um það,“ segir Stefanía sem bendir á að Geir hafi tveimur árum fyrir úrskurð Landsdóms axlað pólitíska ábyrgð sem forsætis­ ráðherra og hætt í stjórnmálum. „Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að stjórnmálamenn sæti ekki póli­ tískri ábyrgð á Íslandi. Kjósendur, stjórnmálaflokkarnir og þingið sjá til þess. Varðandi úrlausn á ásök­ unum um brot á lögum um ábyrgð ráðherra þarf að finna betri lausn en að Alþingi fari með ákæruvaldið og að dómarar séu pólitískt valdir.“ n Engar áhyggjur að hafa af pólitískri ábyrgð ráðherra Geir H. Haarde í safnahúsinu í Reykjavík þann 23. apríl 2012 við dómsuppkvaðningu Landsdóms. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórn- málafræði við HÍ Pallahitarar á25% afslætti Pallahitari Artix C-HB 28.421 37.895 vnr. 50615046 ingunnlara@frettabladid.is UMHVERFISMÁL „Þetta kemur okkur sannarlega í opna skjöldu,“ segir Vigdís Häsler, framkvæmda­ stjóri Bændasamtaka Íslands, um plastúrgang frá grænmetisbændum sem endurvinnslufyrirtækið Terra urðaði ólöglega í Bláskógabyggð. Stundin greindi frá því í gær að plastúrgangur hefði verið skilinn eftir á ólöglegum urðunarstað skammt frá Skálholti. Í umfjöllun Stundarinnar kemur fram að úrgangurinn sé frá grænmetisrækt­ endum á svæðinu, sem Terra hefur losað um margra ára skeið. Sveitar­ félagið Bláskógabyggð rekur urðun­ arstaðinn og hefur gert í mörg ár án starfsleyfis, samkvæmt heimildum Stundarinnar. Terra bauð fyrirtækjum í Blá­ skógabyggð á sínum tíma sér­ samning um losun úrgangs, en þá var Terra með samning við sveitar­ félagið. „Mér skilst að Íslenska gámafélagið hafi nú tekið við og sé nú að þjónusta Bláskógabyggð,“ segir Vigdís, en hún hefur nú óskað eftir skýringum frá Bláskógabyggð. Fékk hún þau svör frá sveitarstjóra að verið væri að ganga í málið með sorphirðufyrirtækinu. Vigdís segir að bændur geti aðeins trúað því og treyst að eftirlit sé með allri þessari starfsemi og að flokk­ un sé framfylgt eins og á að vera. Bændasamtökin hafa í gegnum árin lagt mikla áherslu á umhverfismál og meðal annars átt í samstarfi við Pure North Recycling um söfnun á heyrúlluplasti til endurvinnslu. n Bændasamtökin leita skýringa á ólöglegri urðun plasts í Skálholti Vigdís Häsler, framkvæmda- stjóri Bænda- samtaka Íslands bth@frettabladid.is STRANDIR Tveir borgarísjakar hafa sést á sveimi skammt frá landi, eftir því sem kemur fram hjá veður­ athugunarmanninum Jóni G. Guð­ jónssyni á Ströndum. Annar er um 10 kílómetra austur af Sæluskeri og virðist reka hægt til austurs. Hinn virðist strandaður ekki ýkja fjarri. Jón segir hafísinn sæta tíðindum. „Það eru tíu ár síðan þarna sáust síðast borgarísjakar. Það voru allar víkur hér fullar 2005, þá var ekkert nema hafís, en síðan hefur verið fremur rólegt í þessum efnum, helst við Hornbjarg og vestan þess,“ segir Jón veður­ athugunarmaður. n Fyrstu ísjakarnir um langt skeið Eins og sést á myndinni sem Davíð Már Bjarnason tók með dróna af öðrum borgarísjakanum er jakinn nokkuð stór. MYND/DAVÍÐ MÁR BJARNASON 6 Fréttir 22. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.