Fréttablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 27
Hann er klár. UFC veit
af því og það lítur út
fyrir að allt hafi gengið
að óskum.
Haraldur Dean Nelson, faðir og
umboðsmaður Gunnars Nelson
Stærsta
bardaga-
kvöld í
Evrópu
hingað til
og það er
eitthvað
sem við
viljum taka
þátt í.
Eftir tvöfalda aðgerð á nefi
er UFC bardagakappinn
Gunnar Nelson klár í slaginn
á nýjan leik. Hann er með
augun á fyrirhuguðu stærsta
bardagakvöldi UFC í Evrópu
og sambandið veit af því.
aron@frettabladid.is
MMAEftir y f irburðasigur gegn
Takashi Sato á bardagakvöldi UFC
í Lundúnum í mars á þessu ári áttu
margir von á því að ekki liði á löngu
þar til Gunnar myndi snúa aftur í
bardagabúrið.
Sú var tilfinningin í herbúðum
Gunnars einnig, en eitt högg sem
hann fékk á sig í bardaganum varð
til þess að önnur nösin á honum
lokaðist, vandamál sem var viðbú-
ið. Gunnar þurfti því að fara í tvö-
falda aðgerð á nefi í sumar og hefur
endurhæfingin síðan þá gengið
vel. Gunnar er nú klár í slaginn á
nýjan leik. Haraldur Dean Nelson,
umboðsmaður og faðir Gunnars,
sendi UFC tilkynningu þess efnis
fyrr í vikunni.
Vill á risakvöldið
„Staðan er sú að bara núna í vik-
unni sendi ég UFC stöðuna á Gunn-
ari, hann væri byrjaður að æfa á
nýjan leik eftir þessa nefaðgerð
og vesenið sem fylgdi því. Hann
er semsagt tilbúinn í baráttuna á
nýjan leik en mun þó líkt og áður
þurfa sinn tíma í undirbúning fyrir
bardaga,“ segir Haraldur við Frétta-
blaðið.
En það voru ekki einu upplýsing-
arnar sem Haraldur sendi UFC. „Við
tilkynntum UFC einnig þá afstöðu
okkar að vilja sjá Gunnar berjast
á bardagakvöldinu sem verður
sniðið í kringum titilbardaga Leon
Edwards og Kamaru Usman í velti-
vigtardeildinni.“
Ekki er komin endanleg dag-
setning á það bardagakvöld en það
mun fara fram á Bretlandi og aðal-
bardagi þess verður titilbardagi
veltivigtardeildarinnar, þriðji bar-
daginn milli ríkjandi meistarans,
Bretans Leon Edwards og Kamaru
Usman, fyrrum meistara deildar-
innar. Dana White forseti UFC
hefur áður sagt að verið sé að skoða
alla stærstu leikvanga Bretlands til
að hýsa bardagakvöldið.
„Það verður stærsta bardaga-
kvöld í Evrópu hingað til og það
er eitthvað sem við höfum áhuga
á að taka þátt í,“ segir Haraldur.
„Sennilega verður það ekki fyrr
en einhvern tímann á næsta ári og
vonir okkar standa til að ná jafnvel
einum bardaga fyrir það bardaga-
kvöld, það yrði þó að vera vel fyrir
bardagakvöldið á Bretlandi.
Ég fékk þau viðbrögð frá UFC
að tilkynningar okkar væru allar
saman mótteknar og nú bíðum
við bara og sjáum hvað verður. Við
Gunnar Nelson setur stefnuna
á risakvöld UFC á Bretlandi
Gunnar Nelson
er fyrsti og eini
Íslendingurinn
til þess að reyna
fyrir sér í UFC til
þessa.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
höfum mikinn áhuga á þessu fyrir-
hugaða bardagakvöldi á Bretlandi
en það sama gildir líka um alla aðra
bardagamenn í UFC. Þetta verður
risakvöld.“
Vinsæll í Evrópu
Gunnar hefur notið, og nýtur enn,
mikillar hylli innan UFC áhuga-
fólks á Bretlandseyjum og Evr-
ópu. Þá er sambandið milli hans
og Edwards, ríkjandi meistarans,
mjög gott.
„Ég vona að þetta vinni með
okkur. Sambandið við Edwards er
gott þrátt fyrir að hann og Gunnar
hafi mæst í bardagabúrinu á sínum
tíma.“
Vinsældir Gunnars gætu hins
vegar unnið á móti honum í þess-
um efnum. „UFC setur Gunnar
iðulega á ákveðin bardagakvöld
til þess að auka miðasölu sökum
vinsælda hans, sér í lagi í Evrópu.
Kannski sér sambandið ekki þörf
á því á þessu stóra bardagakvöldi
sem er í smíðum á Bretlandi. UFC
gæti þess vegna séð hag sinn í því að
setja hann á annað bardagakvöld
því það mun seljast upp á þetta
kvöld mjög f ljótt.“
Hann er klár
Haraldur segir endurhæf ingu
Gunnars síðastliðna mánuði hafa
gengið mjög vel. „Hann fór í seinni
aðgerðina í lok júní og þurfti að
taka því rólega fyrst um sinn, fara
varlega í að minnsta kosti tvo til
þrjá mánuði. Það eru ekki liðnir
þrír mánuðir en hann er byrjaður
að æfa á fullu. Auðvitað tökum við
varfærnisleg skref fyrst enda viljum
við að þetta sé hundrað prósent,
það er betra að taka tveimur vikum
lengur en skemur til að tryggja
þetta. Hann er hins vegar klár, UFC
veit af því og það lítur út fyrir að allt
hafi gengið að óskum.“ n
ÍÞRÓTTAVIKAN
MEÐ BENNA BÓ
FÖSTUDAGA KL. 21.00
Benedikt Bóas fær til sín góða gesti til að
ræða íþróttavikuna sem leið og skoðar það
helsta sem gerðist á léttu nótunum.
FIMMTUDAGUR 22. september 2022 Íþróttir 19FRÉTTABLAÐIÐ