Fréttablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 2
Landsleikur í dag Íslenska landsliðið í fótbolta kom saman í Austurríki á mánudag til undirbúnings fyrir vináttulandsleikinn við Venesúela. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari getur stillt upp sterku liði í dag en hér má sjá fjórmenningana Hörð Björgvin, Guðlaug Victor, Aron Einar og Alfreð Finnbogason á æfingu í gær. MYND/KSÍ Við meinum fólki ekki aðgang ofan í vatnið ef það fer ekki í sturtu en það hlýða langflestir. Aðalheiður Ósk Guðmundsdótt- ir, framkvæmda- stjóri Vök Baths Mikið er um að ferðamenn hér á landi reyni að komast undan því að baða sig áður en þeir fara í sundlaugar. Starfs- fólk sundlauganna segir að vandamálið sé spéhræðsla. birnadrofn@frettabladid.is SAMFÉLAG „Þetta er eitthvað sem allir kannast við, að ferðamenn reyni að komast undan því að fara í sturtu,“ segir Karen Erlingsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Sund- laugarinnar á Egilsstöðum. Undir orð Karenar taka Brá Guð- mundsdóttir, hjá Laugardalslaug, Elín H. Gísladóttir, hjá Sundlaug Akureyrar, og Aðalheiður Ósk Guð- mundsdóttir, hjá Vök Baths. Þær segja allar að ekki séu sér- stök viðurlög við því að fara ekki í sturtu án sundfata áður en farið er í laugina, en reynt sé eftir fremsta megni að sporna við því. „Þetta er vesen og hefur alltaf verið vesen,“ segir Aðalheiður. „En við gerum ýmislegt til að sporna gegn þessu, höfum til dæmis verið inni í klefunum á mesta háanna- tíma,“ bætir hún við. Þá fá gestir í Vök sem bóka fyrir fram sent myndband í tölvupósti sólarhring áður en þeir mæta í laug- ina þar sem farið er yfir reglurnar á staðnum, þar með talið það að allir skuli fara í sturtu. Í Sundlaug Egilsstaða og á Akur- eyri eru allir erlendir gestir spurðir að því í afgreiðslunni hvort þeir hafi farið áður í sund og þeim kynntar reglurnar. Það er einnig gert í Laug- ardalslauginni en þar fá að auki þeir gestir sem ekki hafa farið í sund áður útprentaðan bækling þar sem farið er yfir reglurnar á ensku. „Það sleppur alltaf einhver í gegn og það er alltaf einhver sem vill ekki fara eftir reglum en það á líka við um Íslendinga,“ segir Brá. Ferðamenn spéhræddir og baða sig ekki berir í sundi Engin viðurlög eru við því að fara óbaðaður í sund. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Elín, Karen og Brá eru sammála um að ekkert sé að óttast þó einn og einn fari óbaðaður í laugina. Klór- magn laugarinnar aukist í takt við óhreinindi hennar. „Við notum það líka til að fá fólk til að sturta sig, segjum því að því f leiri sem geri það ekki því meiri klór verði í vatninu,“ segir Karen. Í Vök er málum öðruvísi háttað því þar er ekki klór í vatninu heldur sístreymi. „Við meinum fólki ekki aðgang ofan í vatnið ef það fer ekki í sturtu en það hlýða langflestir þegar þeim er bent á reglurnar. Íslendingar eru líka mjög duglegir að láta okkur vita ef einhver fer ekki eftir þeim,“ segir Aðalheiður. „Svo fara flestir í sturtu en spurn- ingin er alltaf hvort fólk þvoi sér almennilega eða fari úr sundföt- unum, en við erum líka með klefa þar sem fólk getur dregið fyrir og við verðum bara að treysta því að fólk fari úr,“ segir Elín „Þetta er misjafnt eftir þjóðern- um en flestir eiga það sameiginlegt að spéhræðslan er ástæðan fyrir því að fólk forðast að baða sig nakið,“ bætir Elín við. n Heilsuvara vikunnar GJAFALEIKUR erlamaria@frettabladid.is DÓMSMÁL „Niðurstaða endurupp- tökudómstóls er í rauninni ófor- svaranleg,“ sagði Erla Bolladóttir á blaðamannafundi sem hún boðaði til í gær. Tilefni fundarins var synjun dóm- stólsins í síðustu viku á endurupp- töku á þætti Erlu í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Hún er sú eina af þeim sex einstaklingum sem hlutu dóma í málinu sem hefur ekki fengið mál sitt endurupptekið. Á blaðamannafundinum ræddi Erla efnislega um niðurstöðu dómsins og rakti málið eins og það horfði við henni. Þá ræddi hún um nauðgun sem hún varð fyrir af hálfu lögreglumanns á meðan hún sat í gæsluvarðhaldi. „Einn rannsóknarmannanna kom inn í klefa til mín,“ segir Erla. Hún segir manninn hafa hallað hurðinni og girt niður um sig. „Er búinn að setja á sig verju og gengur hreint til verks. Hann er stöðugt að tékka á hvort einhver sé að koma. Hann var kannski tíu mínútur eða korter þarna inni,“ bætir hún við. „Hann hvíslar svo eitthvað: „Ekki tala um þetta,“ og fer,“ segir Erla. n Segir lögreglumann hafa nauðgað sér Erla Bolladóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Nánar á frettabladid.is arnartomas@frettabladid.is ALÞINGI Halldóra Mogensen, þing- maður Pírata, lagði í gær fram frum- varp á Alþingi um afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna. Þetta er í fjórða skipti sem frumvarpið er lagt fram. „Ég veit að jarðvegurinn er frjórri úti í samfélaginu, því að eins og skoðanakannanir hafa sýnt þá er viðhorf almennings gjörbreytt,“ segir Halldóra. „Við sjáum að þar er meira en 60 prósenta stuðningur við að hætta að refsa vímuefnanot- endum.“ Halldóra segist þó ekki finna fyrir sama stuðningi á þinginu eftir umræðurnar í gær, þar sem sumir þingmenn séu á sama stað og fyrir tveimur árum. „Þeir segjast ekki getað sam- þykkt þetta frumvarp án þess að fara í heildarendurskoðun á mála- f lokknum,“ segir hún.  „Við erum með flokka saman í ríkisstjórn sem hafa haft fimm ár til þess en það gerist ekkert.“ n Finnur stuðning í samfélaginu en ekki á þinginu Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata 2 Fréttir 22. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.