Fréttablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 38
Nágrannarnir vildu hafa stað í hverfinu þegar faraldrinum lyki. Það vissi að þetta væri erfitt en það kom og það stendur upp úr hvað nágrannar mínir studdu mig. Veitingamaðurinn Ólafur Helgi Kristjánsson fékk þá hugmynd í miðju Covid að opna veitingastað. Hann hringdi í félaga sinn og bauð honum kaffibolla og sann- færði um að það væri frábær hugmynd að opna hverfisstað á Kársnesi. benediktboas@frettabladid.is „Það var alltaf draumurinn að opna sinn eigin stað en ég var eiginlega búinn að gefa þann draum upp á bátinn. Ég var kominn í góða vinnu á Hótel Sögu og orðinn eiginlega of gamall til að standa í slíku. Svo kom Covid og þá þurfti að hugsa í lausn- um,“ segir veitingamaðurinn Ólafur Helgi Kristjánsson en á morgun verður veitingastaðurinn hans Bras- serí Kársnes eins árs. Ólafur, eða Óli eins og hann er ávallt kallaður, hefur unnið víða á Íslandi en einnig í Kaupmannahöfn og Edinborg. Hann hafði verið lengi á Hótel Sögu en þegar Covid bankaði á dyrnar var glæstri veitingasögu landsmanna skellt í lás. Þá fór hann af stað og fann pláss á miðju Kársnesi en vantaði fjármagn. „Ég þekki einn góðan vin sem ég hringdi bara í og spurði hvort við ættum að taka einn kaffibolla. Hann var til í það en ætli það sé ekki dýrasti kaffibolli lands- ins því ég gekk út með loforð um fjár- magn og fór á fullt,“ segir hann. Hann fékk pabba sinn, sem er fyrr- verandi byggingarmeistari, og kreisti fimm mánuði út úr þeim gamla. „Við tókum einn síðasta dans. Hans hjálp var ómetanleg. Hann þekkir fullt af iðnaðarmönnum sem mættu og græjuðu og gerðu þegar allt var stopp í heiminum.“ Hann segir að þegar horft er í bak- sýnisspegilinn hafi hann gert alveg fullt af mistökum en hafi lært af þeim og er þakklátur fyrir hvað Kársnesið hafi tekið sér vel. „Það er bras, sviti og slagsmál en ofboðsleg hamingja að eiga veitingastað. Þetta var alveg hrikalega erfitt í faraldrinum en ég er alveg endalaust þakklátur fyrir hvað fólkið í hverfinu hefur tekið mér vel. Þegar Covid var sem verst og 20 manna samkomutakmarkanir þá mætti fólk og vildi styðja mann í þessu. Nágrannarnir vildu hafa stað í hverfinu þegar faraldrinum lyki. Það vissi að þetta væri erfitt en það kom og það stendur upp úr hvað nágrann- ar mínir studdu mig.“ Óli bendir á að staðurinn sé miklu flottari og meiri en þegar hann lagði af stað í þessa vegferð. „Ég var fyrst með pælingu um að hafa þetta frekar einfaldan hádegisstað,“ segir hann léttur. „Ég ætlaði alltaf að hlusta á hvað viðskiptavinirnir vildu og ef þeir hefðu viljað hamborgara eða einfaldan götumat hefði ég gert það. Það var aldrei nein stefna negld niður því ég er það reyndur og er búinn að gera það mikið hér heima og erlendis að það hefði ekki verið neitt vandamál. En svo vildi fólk góðar steikur, flotta fiskrétti og meiri og betri vín auk þjónustu. Þannig að ég varð við því.“ Staðurinn er sannkallaður fjöl- skyldustaður því eiginkona Óla, Sólveig, stendur vaktina frammi í sal en í eldhúsinu er Óli með eldri krakkana sína. Þess má geta að öll málverkin á staðnum eru gerð af Sól- veigu. „Það gengur mjög vel að vinna saman og það er ótrúlega gaman að vinna með krökkunum sínum. Það eru allir að róa í sömu átt. Hverfisstaðir eru orðnir vin- sælir eftir Covid, hverfið hérna er að stækka um held ég helming og Sky Lagoon komið á fullt ról. Ég þekki það nú ágætlega, hafandi alist upp í Mývatnssveit, að fólk er svangt eftir ferð í lónið þannig framtíðin er björt,“ segir Óli. n Trúlega varð þetta einn dýrasti kaffibolli sögunnar Óli ásamt Eygló Harðardóttur í eldhúsinu búinn að kokka upp einhvern dýrindisrétt. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@ frettabladid.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrir@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolbeinn@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is SUÐURNESJAMAGASÍN FIMMTUDAGA KL 19.30 OG 21.30 Mannlífið á Suðurnesjum í máli og myndum. Páll Ketilsson er með puttann á púlsinum suður með sjó í vikulegum þætti á Hringbraut. toti@frettabladid.is Stundum verða stökur til … er titill- inn sem hagyrðingurinn Hjálmar Jónsson, fyrrverandi alþingismaður og dómkirkjuprestur, valdi nýút- kominni bók þar sem hann hefur tekið saman ágætis sýnishorn af kveðskap sínum í gegnum tíðina. „Vonandi í tíma frekar en ótíma,“ segir Hjálmar og hlær, þegar hann er spurður hvort stökur verði í hans tilfelli ekki til miklum mun oftar en bara stundum. „Og vonandi eiga þær við en séu ekki að trufla daglegt líf,“ heldur hann áfram og kastar fram þeirri sem bókartitillinn er sóttur til: Andagift ég ekki skil eða þekki. Stundum verða stökur til og stundum ekki. „Ég segi líka sögurnar í kringum þessar vísur og ljóð,“ segir Hjálmar um kveðskapinn, sem mikið til hefur orðið til á góðra vina fundum og í félagsskap samstarfsfólks og annars samferðafólks í gegnum lífið. „Stökurnar eig það til, sem maður væntir, að fanga augnablikið. Koma með eitthvað nýtt inn í málið, nýjan vinkil og helst eitthvað hnyttið. Hún þarf að hafa innihald, vísan. Hún þarf að segja eitthvað, finnst mér, en oft er þetta bara til að kveikja bros og láta okkur líða vel.“ Hjálmar fylgir bókinni úr hlaði með útgáfuteiti í dag á Hafnartorgi, Tryggvagötu 21, milli klukkan 18 og 20 og ætla má að þar muni nokkrar lauf léttar fá að fjúka. n Stökur eiga sér tíma frekar en ótíma Hjálmar Jónsson 30 Lífið 22. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.