Fréttablaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 55
ÖFLUGIR GREINENDUR TAKIÐ EFTIR! Við leitum að tveimur sérfræðingum í einvalalið fjármála- og efnahagsráðuneytisins – hagfræðingi á sviði skattamála og gagnadrifnum sérfræðingi sem brennur fyrir vinnumarkaðs- og mannauðsmálum. Í boði eru áhugaverð og lífleg störf á krefjandi og skemmtilegum vinnustað þar sem hvatt er til framsækni og sjálfstæðra vinnubragða. HAGFRÆÐINGUR Á SKRIFSTOFU SKATTAMÁLA Starfið felur í sér stefnumörkun, áætlanagerð, greiningar og ráðgjöf. Skrifstofan tekur m.a. þátt í mótun stefnu í skatta- málum og annarri tekjuöflun ríkisins og meðal helstu verkefna er undirbúningur og gerð lagafrumvarpa á sviði skatta- mála ásamt mati á áhrifum fyrirhugaðra skattbreytinga, auk ýmissa annarra verkefna, svo sem setningu heildarmark- miða um tekjuöflun ríkissjóðs og alþjóðlegt samstarf. 11 sérfræðingar starfa á skrifstofunni. HAGFRÆÐINGUR HJÁ KJARA- OG MANNAUÐSSÝSLU RÍKISINS Kjara- og mannauðssýsla ríkisins leitar að sérfræðingi til starfa sem er gagnadrifinn og með haldgóða þekkingu á tölfræði. Kjara- og mannauðssýsla ríkisins (KMR) vinnur að stefnumörkun ríkisins í mannauðsmálum og sinnir stefnu- markandi ráðgjöf er varðar mannauðsstjórnun, ákvæði starfsmannalaga og framkvæmd kjarasamninga. KMR fer m.a. með innleiðingu og eftirfylgni kjarasamninga, sinnir starfsþróun og fræðslumálum ríkisstarfsmanna og málefnum forstöðumanna og stuðlar að framþróun í starfsumhverfi hjá ríkinu. 11 sérfræðingar starfa hjá KMR. Fram undan eru krefjandi verkefni á vettvangi kjaramála, í málefnum stjórnenda og stefnumótun mannauðsmála ríkisins. Verkefnin fela í sér mikil tækifæri fyrir einstakling með drifkraft og áhuga á vinnumarkaðsmálum. Nánari upplýsingar veita: Helga Jónsdóttir, skrifstofustjóri helga.jonsdottir@fjr.is og Ragnheiður Valdimarsdóttir, mannauðsstjóri ragnheidur.valdimarsdottir@fjr.is Nánari upplýsingar veita: Jökull Heiðdal Úlfsson skrifstofustjóri (jokull.ulfsson@fjr.is) og Ragnheiður Valdimarsdóttir mannauðsstjóri (ragnheidur.valdimarsdottir@fjr.is) Frekari upplýsingar um störfin: Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Meginhlutverk fjármála- og efnahagsráðuneytis felst í yfirstjórn opinberra fjármála og efnahagsmála. Ráðuneytið fer með málefni fjármálamarkað- arins, ber ábyrgð á bættum stjórnunarháttum og áætlanagerð, hefur með höndum virka stjórn mannauðsmála ríkisins og er leiðandi í umbótum og nýsköpun í rekstri ríkisins. Ráðuneytið hefur frumkvæði, fagmennsku og árangur að leiðar- ljósi í starfsemi sinni. Um 100 starfsmenn eru í starfsliði ráðuneytisins og nánari upplýsingar um starfsemi þess er að finna á www.stjornarradid.is. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá birtingu þessarar auglýsingar, sbr. reglur nr. 1000/2019 um auglýsingu lausra starfa. Sótt er um störfin á vefnum www.starfatorg.is Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 26. september nk. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Helstu verkefni og ábyrgð • Þátttaka í stefnumörkun og áætlanagerð er varðar tekjuöflun ríkissjóðs. • Gagnavinnsla og greining á horfum og þróun. • Almenn umfjöllun í ræðu og riti um skattamál og tekjuöflun ríkissjóðs. • Stuðningur og ráðgjöf vegna skatta- og tekjumála almennt. • Ýmis nefndarstörf og þátttaka í starfshópum á verkefnasviði skrifstofunnar. • Samskipti við innlendar og erlendar stofnanir og hagaðila á sviði skattamála. Hæfniskröfur • Hagfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfinu. Meistaragráða kostur. • Reynsla af áætlanagerð og greiningarvinnu sem nýtist í starfi. • Góð þekking og reynsla af notkun og þróun reiknilíkana, t.a.m. tölfræðiforritinu R. • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Framúrskarandi samskiptahæfni auk hæfileika til að leiða teymisvinnu. • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti er skilyrði. Helstu verkefni og ábyrgð • Greining á þróun og horfum og framsetning vinnumark- aðsupplýsinga. • Þáttaka í undirbúningi við gerð, framkvæmd og eftir- fylgni kjarasamninga. • Þátttaka í umbótum og framfaraverkefnum á opin- berum vinnumarkaði. • Afgreiðsla erinda m.a. frá stjórnvöldum og stéttar- félögum. • Ýmis nefndarstörf og þátttaka í starfshópum. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólanám sem nýtist í starfi, í hagfræði eða skyldum greinum. Meistarapróf er kostur. • Reynsla af gagnavinnslu og framsetningu á tölfræðiupp- lýsingum. • Mjög góð greiningarhæfni, gagnrýnin og lausnamiðuð hugsun. • Góð samskiptahæfni, sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfileiki til að taka þátt í teymisvinnu. • Þekking og/eða reynsla af vinnumarkaðsmálum er kostur. • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti er skilyrði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.