Fréttablaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 78
Ég þurfti að hugsa mig vel um, var lengi að pæla hvort ég vildi gera þetta og þá hvernig. Ég er svona næstum því kynslóðin sem hugsar alltaf: „Fyrirgefðu, ef mig skyldi kalla.“ Ragnhildur Gísladóttir neitar að staðna, hvort sem það er í listsköpun eða í lífinu sjálfu. Hún er í sífelldri endurnýjun, lærði tennis fyrir um tveimur árum og segist efnileg í golfi. Eftir viku stendur hún á sviði Eldborgar, ein með hljómsveit í fyrsta sinn þótt ótrúlegt kunni að hljóma. Finnst þér þetta ekki merki­ legt?“ svarar Ragnhildur þegar blaðamaður spyr hvort fram undan séu virkilega fyrstu sólótón­ leikar tónlistarkonunnar. „Ég fattaði þetta bara fyrst sjálf þegar leitað var til mín með þessa tónleika.“ Hún viðurkennir að hafa veigrað sér við að taka sér slíkt pláss. „Ég þurfti að hugsa mig vel um, var lengi að pæla hvort ég vildi gera þetta og þá hvernig. Ég er svona næstum því kynslóðin sem hugsar alltaf: „Fyrirgefðu, ef mig skyldi kalla,“ segir Ragnhildur og hlær en segir að um leið og hún hafi komist yfir þá hugsun hafi hún farið að íhuga hvaða efni hún ætti til að halda heila tónleika. „Svo komst ég að því að ég þarf eiginlega að halda tvenna tónleika. Þessir verða meira popp og svo þarf ég að vera með aðra tónleika fyrir kammersveit seinna.“ Eftir langan og farsælan feril sett­ ist Ragnhildur á skólabekk Lista­ háskólans og lauk þaðan BA­gráðu árið 2008 og meistaragráðu 2012. „Ég kynntist þar tónsmíðaað­ ferðum sem urðu kveikjan að ein­ hverju nýju. Það er svo mikilvægt að kynna sér hvað hefur verið gert, það var frelsi að fara í Listaháskólann.“ Brunaliðið, Grýlurnar, Stuðmenn, Ragga and the Jack Magic Orchestra: Ragnhildur Gísladóttir hefur komið víða við á ferli sínum og fengist við ólíkar tegundir tónlistar. „Það er bæði k ref jandi og skemmtilegt að vera tónlistar­ maður á Íslandi. Það er alltaf búist við nýju og nýju frá manni. Maður getur bara dvalið í sínu í stuttan tíma í einu,“ segir hún og á við að þá þurfi ákveðna endurnýjun. „Ef maður er til að mynda í Ameríku eða Skandinavíu getur maður verið í sama boxinu í mörg ár og þar er í raun ekki tekið mark á þér nema þú sért í sama boxinu.“ Ég er Ísland Ragnhildur er sannfærð um að fjölbreytt náttúra og veðurfar hafi áhrif á okkur öll og skili sér í list­ sköpuninni. „Við búum á eldfjalli og það hefur áhrif. Það er frelsi að taka það inn. Þetta er það sem ég er: Ég er þetta fjölbreytta veður, þessi fjölbreytta náttúra. Ég er Ísland.“ Ragnhildur er sífellt að skapa og hefur tekið að sér fjölbreytt verk undanfarin ár. Til að mynda sá hún, ásamt Pétri Jónssyni, um tónlistina í heimildarmyndinni Hækkum rána sem vann nýverið til Eddu­verð­ launa sem besta heimildarmynd ársins. „Það var mjög gaman að vinna það verkefni, þetta er merkileg mynd sem öll börn ættu að sjá með foreldrum sínum.“ Eins sömdu hún  og Pétur  tón­ listina sem ómar í stjörnuverinu í Perlunni. Ragnhildur samdi tónlist­ ina fyrir barnaleikritið Umskipting sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu á síðasta leikári, en hún hefur áður samið tónlist fyrir fjölmörg leik­ verk. „Þannig fer maður inn í aðra heima og maður þarf að henda sér inn í söguna,“ segir hún. Upphafið í lúðrasveitinni Svani Á tónleikunum í Hörpu ætlar Ragn­ hildur að fara í grófum dráttum yfir feril sinn þó eins og fyrr segir sjái hún fyrir sér að til þess þurfi tvenna tónleika. Við munum öll eftir Ragnhildi í Grýlunum og Stuðmönnum en hvar byrjaði ferillinn? „Upphafið var í lúðrasveitinni Ég er þetta fjölbreytta veður, þessi fjölbreytta náttúra Ragnhildur Gísladóttir stendur ein ásamt hljóm- sveit á sviði Eldborgar um næstu helgi. Það er í fyrsta sinn sem þessi þaulvana tónlistarkona kemur ein fram og hún meira að segja þurfti að sannfæra sjálfa sig um erindið. MYND/SAGA SIG Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Svani. Ég gekk með þeim um göt­ urnar leikandi á bassatrommu, á 17. júní, 1. maí og svo framvegis. Ég var eina konan til að byrja með og ekki nema 16 ára,“ segir Ragga og lýsir sér sem ljóshærðri með síða lokka með þetta stóra hljóðfæri sem bassatromman er. „Ég þurfti alveg að leggja mig í tvo daga eftir skrúð­ göngu,“ segir hún og skellir upp úr. „Lúðrasveitir eru frábærar félags­ lega séð auk þess sem þær gefa krökkum kost á að læra á hljóðfæri sem að mínu mati er alger nauðsyn,“ segir hún með áherslu. „Krakkar eiga ekki að þurfa að borga fyrir tónlistarnám. Ekki ertu að borga sérstaklega fyrir stærð­ fræðinámið. Tónlistarnám á að vera algjör skylda fyrir börn, hvað sem þau fara í. Það er svo mikilvægt til að þjálfa fókus, tilfinningaþroska, tillitssemi, virðingu og sjálfsöryggi. Eins ættu allir að læra dans. Dans er ekkert bull eða eitthvað sem er eitthvað auka. Dans á að vera algjör skylda. Þannig færðu meðvitund um þig sjálfa. Þetta er það sama og með tón­ listina. Tengingin á milli vinstra og hægra heilahvels og sem forvörn gegn andlegum sjúkdómum, þung­ lyndi og slíku.“ Ekki þræll snjallforrita Ragnhildur bendir á að þó komin séu frábær snjallforrit til að læra og skapa tónlist, og hún nýti sér tæknina í því síðarnefnda, sé mikil­ vægt að geta valið að sleppa því. „Mér finnst að við þurfum að gefa börnum og hvert öðru leyfi til að sleppa snjalltækjunum. Mér finnst ekki eftirsóknarvert að vera þræll þessara forrita og vel að vera það ekki. Ég fylgist lítið með samfélags­ miðlum, les vefmiðla fyrir fréttir en annars ekki. Ég þarf ekki að setja mér reglur þegar kemur að þessari notkun. Við höfum öll þetta val.“ Það liggur mikið skipulag að baki stórtónleikum í stærsta sal landsins og ákvað Ragnhildur að vera sjálf hljómsveitarstjóri. „Ég hugsaði með mér að það væri ekkert vit í að ráða hljómsveitar­ stjóra sem ég væri svo alltaf að stjórnast í,“ segir hún og bendir á að duglegt fólk eigi það til að hugsa að betra sé að gera hlutina sjálft. „Næst ætla ég að gera þetta öðruvísi,“ segir hún og hlær. Ragnhildur valdi úrvals tónlistar­ fólk með sér. „Við erum átta í allt og allt geggjað tónlistarfólk sem er allt rosalega kreatívt og flinkt.“ Tekur skemmtilegu lögin Lagalistinn kom svo nokkurn veg­ inn af sjálfu sér. „Ég tek eiginlega bara það sem mér finnst skemmti­ legt. Það er fullt af lögum sem ég nenni ekki að taka í þetta sinn,“ segir hún og bætir við að fólk muni bæði heyra það sem það býst við og eitthvað muni eins koma á óvart. „Þetta verður bæði kósí og stuð og ég hef heyrt af mörgum hópum sem ætla að koma. Það er svo gaman að eiga svona marga ólíka og dásam­ lega vinahópa.“ Sjálf er Ragga í ræktarhóp sem hittist þrisvar í viku og hefur meðal annars prófað tennis saman, og nú er hún komin í golfið. „Það eru bara nokkur ár síðan ég byrjaði í því, við Birkir saman,“ segir hún og á þá við Birki Kristinsson, eiginmann sinn. „Ég er í stelpugrúppu sem er svaka skemmtileg og er komin með fínar græjur. Ég er að bíða eftir að komast í klúbb og þá get ég farið að mæla forgjöfina. Ég er rosalega efnileg,“ segir hún og hlær. „Mér finnst gaman að vera úti í náttúrunni og ég held að það sé lífsnauðsynlegt. Fólk þyrfti ekkert endilega að kunna golf til að labba golfhringinn. Það kemur manni á óvart hversu falleg svæði þetta eru, maður sér það ekki frá þjóðveginum,“ segir Ragnhildur sem segist sækja Nesvöllinn mest. „Það var reyndar geggjað þegar við Birkir keyrðum hringinn og stopp­ uðum á völlum allan hringinn. Eins og Vestmannaeyjavöllurinn, hann er algjör dýrð.“ Sérsaumaður golffatnaður Aðspurð viðurkennir Ragnhildur að hafa verið með ákveðna for­ dóma gagnvart sportinu. „Enda var alltaf talað um golfið sem sport fyrir gamla karla.“ Ragnhildur fór á byrjendanámskeið fyrir nokkrum árum. „Ég fór að grenja því ég var svo spæld hvað ég var léleg, en maður þarf víst að skríða áður en maður fer að labba.“ Einhvern veginn er erfitt að sjá Ragnhildi með sinn einstaka stíl í Polo­bol og plíseruðu pilsi enda kemur í ljós að hún lét sauma á sig golffatnað. „Ég fékk fyrst lánaðan bláan poka fyrir kylfurnar og til að hann virkaði í lagi lét ég sauma síðara pils en gengur og gerist og köf lóttan topp við, þá var þetta komið í lag. Nú er ég komin með ógeðslega töff svartan poka sem er laus við merki,“ segir hún og viðurkennir að þola illa stórar merkingar á fatnaði og fylgi­ hlutum. „Ég set gaffer­teip yfir svona merki, ef þú vilt gefa mér eitthvað í jólagjöf þá er gaffer­teip góð hug­ mynd,“ segir Ragnhildur Gísla­ dóttir hlæjandi að lokum, óhrædd og óstöðnuð. n 30 Helgin 24. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.