Fréttablaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 94
Steingrímur Eyfjörð fjallar
um litaskynjun og þjóðtrú
á sýningunni Wittgenstein?
& Félag um lifandi þjóðtrú í
Hverfisgallerí.
Listamaðurinn Steingrímur Eyfjörð
opnaði nýlega sýningu í Hverfisgall-
erí sem ber heitið Wittgenstein? &
Félag um lifandi þjóðtrú. Í verkum
Steingríms ber að líta textabrot og
myndefni sem vísa annars vegar til
skrifa heimspekingsins Ludwigs
Wittgenstein um liti og hins vegar
til íslenskrar þjóðtrúar. Hið fyrr-
nefnda verk á rætur sínar að rekja
til sýningar sem Steingrímur hélt
í Gallerí Suðurgötu 7 1978 ásamt
Friðriki Þór Friðrikssyni.
„Þetta eru spurningar sem vísa í
það sem ég var að lesa 1978, þegar
ég hélt sýningu í Suðurgötunni. Þá
gerði ég verk upp úr þessari hug-
mynd og nú er ég bara einhvern
veginn að klára hana. Ég hef alltaf
verið á leiðinni að gera eitthvað
meira,“ segir Steingrímur spurður
út í uppruna verkanna.
Steingrímur var sérstaklega undir
áhrifum ritsins Bemerkungen über
die Farben (Nokkur orð um liti),
sem Wittgenstein ritaði 1950, ári
fyrir andlát sitt.
„Það var aðallega þegar hann
var að tala um litblindu og það allt
saman og liti eins og rauðgrænan
eða grænrauðan. Það eru litir sem
eru ekki til en þú getur sagt það og
ímyndað þér þá. Þetta samtal sem
verður ef þú ert að tala um liti og þú
kemst að einhverri sameiginlegri
niðurstöðu sem er byggð á ein-
hverju allt öðru, þá getum við sagt
að það sé eitthvað sem er ekki til,“
segir Steingrímur.
Litir sem eru ekki til
Eitt af verkunum á sýningu Stein-
gríms er þátttökuverk þar sem gest-
um er boðið að setja á sig mismun-
andi lituð gleraugu og virða fyrir sér
litarenninga sem málaðir eru á vegg
Hverfisgallerís. Gestirnir þurfa svo
að ræða skynjun sína á litunum og
koma sér saman um niðurstöðu og
rita hana á krítartöflu. Þegar niður-
staða er fengin skrifa gestirnir og
teikna nafn litarins sem þeir gerðu
samkomulag um og taka svo af sér
mynd fyrir framan vegginn með
polaroid-myndavél.
„En af því þau sjá sitt hvern lit-
inn þá er hann ekki til, þannig að
þau verða að komast að einhverju
samkomulagi og skrifa það hérna
á myndina. Það er náttúrlega bara
frjálst, þetta er póesía en ekki vís-
indi,“ segir Steingrímur.
Í texta Steingríms sem hangir við
hlið verksins segir: „Litir eru ekki
til í heiminum heldur verða þeir til
í huga þess sem horfir.“ Spurður út í
þetta segir listamaðurinn:
„Þeir eru náttúrlega bara skynjun
á einhverjum bylgjulengdum. Það er
til fólk og það eru víst sérstaklega
konur sem eru með fjórðu stúkuna
sem geta séð útfjólublátt ljós og
aðeins f leiri liti. Þá dettur manni í
hug hvort það sé einhver tegund af
skyggni. Það er til fólk sem sér ein-
hverjar verur og svo framvegis, það
getur vel verið að það hafi þessa
aukaskynjun.“
Sálfræðileg landafræði
Hitt verkið á sýningunni ber titilinn
Félag um lifandi þjóðtrú og er eins
konar sálfræðileg landafræði af
Reynishverfi í Mýrdal hvar Stein-
grímur var sendur í sveit á sjöunda
áratugnum. Þar skoðar listamaður-
inn þjóðtrú sem hann kynntist í
sveitinni sem ungur maður.
„Þeir sem voru í sveit á 7. áratugn-
um, þeir muna eftir því að það var
alltaf völvuleiði og einhver svæði
sem eru svona „psychogeographi-
cal“. Þetta er í raun og veru bara
eitthvað sem ég kalla lifandi þjóð-
trú og hún er náttúrlega til enn þá
hjá þjóðinni, það er fólk sem hittir
huldufólk og álfa. Þetta er enn þá til
til sveita þó svo að þetta sé kannski
að fjara út. En það er enn þá til fólk
sem hefur reynslu af einhverju yfir-
náttúrulegu,“ segir hann.
Upplifðir þú eitthvað yfirnáttúru-
legt þegar þú varst í sveit í Mýrdal?
„Ekki nema bara að ég upplifði
náttúruna. Ég lenti einu sinni í því
að fara upp á fjall að reka kindur og
þá bara fann ég að ég fór í gegnum
vegg inn í einhvern heim sem
mennirnir réðu ekki yfir. Það var
eitthvað annað í gangi. Ég veit ekki
hvort það var yfirnáttúrulegt en ég
held að margir upplifi það sem fara
á heiðar eða einhvers staðar þar sem
er bara náttúran og ekkert annað.“
Myndlist en ekki rannsóknir
Í verkinu Félag um lifandi þjóðtrú
fjallar Steingrímur einnig um liti
með vísunum í bláa blómið sem
var tákn rómantísku stefnunnar á
19. öld og hvítbláa fánann sem Einar
Benediktsson hannaði 1897.
„Þegar maður er að búa til lista-
verk þá veit maður ekkert hvað
gerist fyrir fram. En þá kemur í ljós
að það er bláa blómið, rómantíska
tímabilið, sem vísar náttúrlega í Jón
Árnason og svo Einar Benediktsson
sem gerði Hvítbláann, hugmynd að
fána að einhverju sem er ekki til í
raunveruleikanum og það sama er
með bláa blómið,“ segir hann.
Þótt Steingrímur vísi í ýmis fræði
í sínum verkum þvertekur hann þó
fyrir að stunda rannsóknarvinnu.
„Ég kalla það ekki rannsóknir.
Þetta er náttúrlega bara myndlist.
Það má ekki blanda þessu saman.“ n
Þetta er
póesía en
ekki vísindi
Steingrímur
Eyfjörð leitaði
í skrif þýska
heimspekings-
ins Ludwigs
Wittgenstein
við sköpun
verkanna á
sýningunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Eitt af verk-
unum er þátt-
tökuverk þar
sem gestum er
boðið að setja á
sig mismunandi
lituð gleraugu
og virða fyrir
sér litarenninga
sem málaðir eru
á vegg Hverfis-
gallerís.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Þorvaldur S.
Helgason
tsh
@frettabladid.is
TÓNLIST
Habanera
Flytjendur: Guðrún Jóhanna
Ólafsdóttir, Francisco Javier
Jáuregui gítarleikari og Sigurður
Helgi Oddsson píanóleikari
Salurinn í Kópavogi
fimmtudagur 22. september
Jónas Sen
„Ef hægt væri að ímynda sér að hans
hátign, Satan, myndi semja óperu,
þá væri Carmen í þeim anda.“ Á
þessum orðum hófst gagnrýni um
hina sívinsælu óperu eftir Bizet, og
birtist hún í Music Trade Review
árið 1878. Gagnrýnandinn fann
óperunni allt til foráttu, honum
fannst hún siðlaus og aðalpersón-
urnar fráhrindandi.
Verkið fjallar um vafasama lág-
stéttarkonu sem með kynþokka
sínum ógnar lífi virðulegs, heldri
manns. Þetta heyrist í tónlistinni,
söngur Carmenar, sem er sígauna-
kona með fortíð, er í óljósri tón-
tegund, það er, laglínurnar ferðast
gjarnan upp og niður svonefndan
k rómatískan tónstiga. Þann-
ig skapast óvissa, hlustandinn
veit ekki alveg hvar hann hefur
Carmen, hún verður því vafasöm
í huga hans. Þar að auki er söngur
hennar skreyttur danshrynjandi
sem dregur athyglina að fögrum
líkama hennar, enda er dans fyrst
og fremst list líkamans.
Dansinn frá Havana
Frægasta atriðið í Carmen nefnist
Habanera, það er, dans frá Havana
á Kúbu. Habanera var yfirskrift tón-
leika nýrrar tónleikaraðar sem hóf
göngu sína á miðvikudagskvöldið.
Röðin ber ber heitið Syngjandi í
Salnum. Að þessu sinni hóf Guð-
rún Jóhanna Ólafsdóttir mezzó-
sópran upp raust sína og var allur
seinni hluti tónleikanna helgaður
habanerum eftir mismunandi tón-
skáld. Lokaatriðið var einmitt arían
fræga úr Carmen.
Tónleikarnir voru vandaðir.
Guðrún Jóhanna hefur ekki mikla
rödd sem sprengir í manni hljóð-
himnurnar, en hún er fínleg og blæ-
brigðarík. Söngkonan kann þá list
að láta hið smáa segja heila sögu:
túlkun hennar var ávallt merking-
arþrungin og hrífandi.
Þar sem allir draumar rætast
Habanerurnar eftir hlé voru marg-
víslegar, stundum dramatískar,
eða gæddar ljúfsárri eftirsjá. Hið
síðarnefnda má til dæmis segja um
Vocalise-etude en forme de hab-
anera eftir Ravel, og líka Cancion de
cuna para dormir a un negrito eftir
Montsalvatge.
Youkali eftir Kurt Weill var svo
fullt af sannfærandi þrá eftir útóp-
íu þar sem allir draumar rætast, og
Habaneran úr Carmen var bráð-
skemmtileg.
Ekki síst fyrir það að heilt gengi
af söngvurum meðal áheyrenda
tók óvænt þátt í viðlaginu, sem var
drepfyndið. Sigurður Helgi Odds-
son spilaði með á píanó og gerði
það af vandvirkni og viðeigandi
léttleika.
Flottur gítarleikur
Fyrri hluti tónleikanna var ekki
síðri. Þar var meðleikari Guðrúnar
Francisco Javier Jáuregui, sem
spilaði á gítar. Hann átti líka meira
í dagskránni, því útsetningarnar
fyrir hlé voru velf lestar eða allar
eftir hann. Þær voru fjölbreyttar og
lifandi.
Fyrst f luttu þau þrjú lög eftir Atla
Heimi Sveinsson sem runnu ljúf-
lega niður. Aðalatriðið í þessum
hluta efnisskrárinnar var hins vegar
nokkur bandarísk þjóðlög; meðal
annars Black is the Color, I Wonder
as I Wander og Wayfaring Stranger.
Þau komu einstaklega vel út.
Söngurinn var afar tjáningar-
ríkur og fallega viðkvæmur. Gítar-
leikurinn var ekki bara einhver
grip, heldur myndaði áhrifamikið,
fjölradda mótvægi við sönginn,
f léttaðist um hann og lyfti upp í
hæstu hæðir. Gítarleikarinn fór
beinlínis á kostum, og það gerði
söngkonan líka. Útkoman var sjald-
heyrður unaður. n
NIÐURSTAÐA: Vandaðir og
skemmtilegir tónleikar.
Hið smáa sagði heila sögu
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Francisco Javier Jáuregui. MYND/AÐSEND
46 Menning 24. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 24. september 2022 LAUGARDAGUR