Fréttablaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 30
Kristján hljóp
síðasta hringinn
einn. Þá var
byrjað að rigna
all hressilega en
það skemmdi
ekki stemning-
una.
MYND/ AÐSEND
hlaupið fjöldann allan af mara-
þonum hérlendis og erlendis frá
því að ég man eftir mér. Ég byrjaði
snemma að æfa fótbolta og þol var
ávallt minn helsti styrkleiki. Það
hlakkaði í mér þegar það voru píp-
test í skólanum eða Cooper-test í
fótboltanum. Frá og með sumrinu
2018 fór ég að hlaupa markvisst
með fram fótboltanum, með
það í huga að hlaupa mitt fyrsta
maraþon um haustið. Ég gerði það
í Frankfurt og lét annan draum
verða að veruleika þar sem að
móðir mín hljóp í sama hlaupi. Við
höfum því klárað sama maraþon.“
Árið 2019 tók hann sér hvíld frá
fótboltanum og lagði áherslu á
hlaupin, með það að markmiði að
bæta tíma sinn frá því árinu áður
í maraþoni. „Það tókst í Reykja-
víkurmaraþoninu í lok sumars.
Árið 2020 sneri ég aftur í fótbolt-
ann en fann að hlaupin kölluðu
miklu meira á mig. Eftir tímabilið
það árið setti ég því alla áherslu á
hlaupin. Í fyrra færði ég alla mína
áherslu yfir í utanvegahlaup. Áður
hafði ég einblínt á götuhlaup en
fann hversu mikið náttúran heill-
aði. Því hef ég síðustu tvö sumur
einbeitt mér að því að standa mig
vel í utanvegahlaupum.“
Allir í sömu baráttunni
Það er fyrst og fremst hlaupa-
samfélagið sem gerir hlaupin svo
heillandi, að sögn Kristjáns. „Það
að sameina hreyfingu við það að
vera úti í náttúrunni er ómetan-
legt. Ég hef kynnst ótrúlega mikið
af góðu fólki í gegnum hlaupin
og fengið að vera í mismunandi
hlaupahópum eins og Vængjum
Júpíters, HHHC og Fjallahlaupa-
þjálfun Tobba og Evu. Á sama tíma
og þetta er einstaklingsíþrótt að þá
eru allir í sömu baráttunni, að ná
því besta út úr sjálfum sér.“
Hann segist stefna langt og að
hann vilji ná sem bestum árangri í
hlaupum, en eigi um leið mjög auð-
velt með að samgleðjast þeim sem
standa sig vel. „Það lýsir hlaupa-
samfélaginu í hnotskurn. Hlaupin
passa einnig mjög vel inn í mín
gildi og venjur hvað varðar heilsu-
samlegan lífsstíl.“
Lítill undirbúningur
Þrátt fyrir sigurinn segir Kristján
að undirbúningurinn fyrir Bak-
garðinn hafi viljandi verið lítill
sem enginn. „Ég var að æfa fyrir
allt annað í ár heldur en að taka
þátt í Bakgarðinum um síðustu
helgi. Ég var með markmið um að
bæta tíma minn í Laugaveginum
og fleiri keppnum hérlendis ásamt
því að fara í eitt til tvö keppnis-
hlaup erlendis.“
Eftir að hafa lent í erfiðleikum í
byrjun júní breyttist keppnistíma-
bilið og viðhorf Kristjáns til þess.
„Ég fór frekar að einbeita mér að
því að fara aftur í að taka „spont-
ant“ ákvarðanir varðandi keppnis-
hlaup sem ég vildi taka þátt í og
þetta var eitt af þeim.“
Varðandi markmið fyrir
hlaupið segist hann oft hafa fengið
spurninguna hvað hann ætlaði
marga hringi. „Ég var ekki búinn
að ákveða það sjálfur og svaraði,
eins kokhraust og það getur
hljómað, að ég ætlaði mér að sigra
keppnina. Með því að setja sér
ákveðinn fjölda hringja þá tel ég
að þú gerir þér erfiðara fyrir þegar
það markmið hefur náðst. Því var
þetta spurning um að berjast, hafa
gaman og taka eitt skref í einu.“
Það að sameina
hreyfingu við það
að vera úti í náttúrunni
er ómetanlegt. Ég hef
kynnst ótrúlega mikið af
góðu fólki í gegnum
hlaupin.
Hátún 6b, 105 Reykjavík / Sími 519 3223 / www.hudin.is
Ávaxtasýrur vinna á andlitslínum, slappri húð,
litabreytingum, þurri líflausri húð og örum.
Einnig er hægt að bóka tíma í persónulega ráðgjöf.
Hjartanlega velkomin.
*gildir til 30. september 2022
30% afsláttur
af öllum ávaxtasýrumeðferðum
*
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur
Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767
| Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn:
Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is,
s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Áhugavert að hlaupa inn í nóttina
Upplifun hans af hlaupinu var
frábær. „Ég fékk að vera í samfloti
með mínum mönnum í hlaupa-
hópi Vængja Júpíters, en þeim
Ásgeiri Daða og Sveini Atla tókst
að fara 15 hringi, 100km, og Gunn-
ari Marteinssyni 16 hringi eða
tæplega 107 km. Það var ómetan-
legt að hlaupa þetta með þeim þar
sem að við gátum spjallað um allt
og ekkert. Einnig munaði um það
að ég fékk aðstoð og stuðning frá
mínum besta vini, Gunnari Smára,
en hann hefur aðstoðað mig og
stutt mig í mitt fyrsta maraþon,
tvo Laugavegi og utanvegahlaup á
Madeira í apríl.“
Þegar samflotinu lauk eftir
16 hringi fór Kristján að hraða
hringjunum og hljóp einn með
sjálfum sér það sem eftir lifði
hlaups. „Það var mjög áhugavert
að hlaupa inn í nóttina en ég hef
ekki gert það áður. Einnig var
skrítið að brjóta upp svefninn þar
sem ég legg mikla áherslu á góðan
svefn. Nóttin var mér nokkuð
ljúf, ég setti tónlist í símann og
hlustaði á rólega tóna til þess að
byrja með.“
Hann lenti í smá erfiðleikum
um þrjú leytið um nóttina þegar
hann skipti um höfuðljós sem
hann hafði fengið lánað hjá móður
sinni. „Það var ekki næg rafhlaða á
því og eftir fimm mínútur breytt-
ist góður hringur sem lýsti veginn
í lítinn kassa þannig að erfitt var
fyrir mig að sjá með vissu hvað
fram undan væri á stígnum.“
Líkamsklukkan fór í gang
Þegar fór að birta um klukkan sex
segir Kristján eins og líkamsklukk-
an hafi farið að segja til sín og sagt
sér að vakna. „Ég fékk mjög mikla
orku við það. Ég hljóp hvern hring
frá og með miðnætti á talsvert
hraðari tímum en það sem margir
telja æskilegt, eða kringum 35-38
mínútum sem hentaði mér og
minni rútínu mjög vel því þá hafði
ég meiri hvíld á milli hringja.“
Hann segist hafa nefnt það við
félaga sína snemma í hlaupinu að
sá keppandi sem hann endaði á að
keppa við í síðustu hringjunum,
Marlena Radziszewska, liti mjög
vel út og væri líkleg til árangurs.
„Því kom mér ekkert á óvart þegar
við vorum tvö eftir. Ég var búinn
að ímynda mér augnablikið þegar
ég myndi sigra þetta og ætlaði ekki
að láta taka það af mér. Það var
því ólýsanleg tilfinning á 32. hring
þegar Hlynur Guðmundsson, góð-
vinur minn úr hlaupunum, keyrði
upp að mér eftir nokkur hundruð
metra og tilkynnti mér að hún
væri hætt.“
Það var ógleymanleg tilfinning
að taka sprettinn í mark í síðasta
sinn með allt fólkið sitt sem tók
á móti honum. „Ef það er eitt orð
sem ætti að halda utan um þessa
helgi þá er það þakklæti. Fyrir
aðstoðarfólkið, stuðninginn, til
Gumma ljósmyndara fyrir að
standa vaktina allan tímann en
það var ótrúlega gaman að sjá
hann á hinum og þessum stöðum
í brautinni, allra þeirra sem lögðu
fram hjálparhönd og þeirra sem
sendu mér hlýja strauma.“
Stefnir á bætingu í
Laugavegshlaupinu
Í vetur er markmiðið hjá Kristjáni
að viðhalda góðu formi hlaupa-
lega en setja einnig smá áherslu
á jóga, styrk, heita og kalda potta
og gufur. „Eins og ég hafði nefnt
að þá hef ég verið að glíma við
smá meiðsli og langar að ná mér
hundrað prósent góðum af þeim.
Síðan er ég með sama markmið á
næsta ári og ég var með fyrir þetta
ár, að bæta tíma minn í Lauga-
veginum. Finnst ég skulda mér
það. Annars er það bara að ná sem
flestum æfingum í samfloti með
hlaupavinum og hafa gaman af
þessu.“ n
2 kynningarblað A L LT 24. september 2022 LAUGARDAGUR