Fréttablaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 20
aron@frettabladid.is PÍLA Matthías Örn Friðriksson hefur undanfarin ár verið besti pílukast- ari landsins. Auk þess er hann for- seti Íslenska pílukastsambandsins og hann segir það hafa verið magn- að að fylgjast með frammistöðu Arnars Geirs og fyrsta undankvöldi íslensku úrvalsdeildarinnar. „Það var eins og hann ætti bara heima þarna á sviðinu. Fyrsta pílan í fyrsta kasti, í fyrsta leik hjá honum, fór beint í þrefaldan tuttugu og þá sá maður um leið að hann er með þetta. Ég kalla hann bara nýliða því það er ekki langt síðan að hann fór að reyna fyrir sér í pílukasti en þarna sjáum við bara hvað er hægt að gera ef maður leggur bara nógu mikið á sig.“ Matthías segir fróðlegt að sjá í framhaldinu hvað sigur Arnars Geirs gerir fyrir pílukastið á lands- byggðinni, Arnar kemur frá Sauðár- króki. „Flest öll félögin eru hér á suð- vesturhorni landsins en það er verið að vinna gott starf fyrir norðan og að sjá Arnar Geir plumma sig svona vel á stóra sviðinu yljar manni bara um hjartarætur.“ Pílukastið hefur verið í mikilli sókn hér á landi og nú var í fyrsta skipti sýnt frá íslensku úrvalsdeild- inni í beinni útsendingu á sjón- varpsstöðinni Stöð 2 Sport. „Þetta tókst svakalega vel, við höfum átt í góðu samstarfi við Stöð 2 Sport upp á síðkastið. Þau hafa verið að sýna páska- og jólamótin hjá okkur og nú í fyrsta skipti er verið að gera úrvalsdeildinni skil með beinum útsendingum. Þetta er mögnuð þróun og hjálpar íþrótt- inni að taka næstu skref fram á við hér heima. Vonandi er þetta komið til að vera. Það er ekkert fast í hendi en ég væri svo til í að þetta yrði árlegur viðburður. Við klárum þessi undan- kvöld núna og síðan í byrjun des- ember má búast við flottri keppni á sjálfu úrslitakvöldinu. Þar fáum við tvo undanúrslitaleiki og svo úrslita- leikinn sjálfan.“ Keppt er við framúrskarandi aðstæður á pílukaststað Bullseye. „Það er erfitt að koma því frá sér í orðum hvað Bullseye hefur gert fyrir pílukastið í heild sinni hér á landi. Fólkið þar er boðið og búið til að aðstoða okkur og þessi aðstaða sem boðið er upp á þar er á heims- mælikvarða. Maður finnur ekkert betri aðstöðu en þetta í Evrópu, hvað þá heiminum. Stóra sviðið hjá þeim er bara á pari við það sem við sjáum á stærri mótum úti í heimi. Þessi reynsla sem er verið að bjóða upp á núna í íslensku úrvalsdeildinni er að fara gefa okkur gríðarlega mikið.“ n Frammistaða Arnars Geirs yljar forsetanum um hjartarætur Sauðkrækingurinn Arnar Geir Hjartarson kom, sá og sigraði á fyrsta kvöldi íslensku úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Arnar kom inn í íþróttina fyrir tæpum tveimur árum og hefur á skömmum tíma vakið mikla athygli. PÍLA Þetta er í fyrsta skipti sem Arnar Geir tekur þátt í íslensku úrvalsdeildinni sem er nú í fyrsta skipti sýnd í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Sport. Arnar vann öll einvígi sín á fyrsta undankvöldinu sem fór fram á Bulls eye á dögunum, lagði þar af velli landsliðskempur og tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu sem fer fram í desember. „Þetta var nú bara ólýsanleg til- finning,“ segir Arnar Geir við Frétta- blaðið um sigurinn. „Ég kom inn í mótið með hófsamar væntingar, svona tiltölulega nýbyrjaður í píl- unni og átti alls ekki von á þessu. Ég var búinn að sjá þennan sterka riðil sem ég var að fara keppa í og gerði mér vonir um kannski einn sigur í honum. Þetta gekk bara vonum framar.“ Stressið var mikið Frumraun Arnars Geirs á sviði þeirra bestu vakti mikla athygli. Hann viðurkennir að stressið hafi verið mikið dagana fyrir keppnis- kvöldið. „Fyrir kvöldið var ég orðinn mjög stressaður. Dagarnir fyrir keppnis- kvöldið einkenndust af fiðringi í maganum en þegar að ég gekk inn í salinn á Bullseye leið mér bara um leið mjög vel, það var eins og spennufallið kæmi þá. Þá leið mér mjög vel uppi á svið- inu sjálfu, fann lítið fyrir stressi. Það kom mér á óvart því ég átti allt eins von á miklu stressi þá fyrir framan helling af myndavélum og í beinni útsendingu. Ég var bara furðu rólegur.“ Stuttur ferill Tæp tvö ár eru síðan Arnar Geir fjár- festi í sínu fyrsta píluspjaldi, sínum fyrstu pílum. Hann hefur ekki litið til baka síðan þá. „Áhuginn á pílu kom með áhorfi á heimsmeistaramótið í íþróttinni um þar síðustu jól. Það var þá sem ég dreif í því að kaupa mér píluspjald og pílur. Ég byrjaði að leika mér að kasta og þetta náði mér um leið, mér fannst þetta svo ótrúlega gaman. Þetta var eitthvað sem átti vel við mig. Með þessu fór ég að æfa mig og spila meira eftir því sem vikurnar og mánuðirnir liðu. Það var síðan í janúar fyrr á þessu ári sem ég fór að keppa á mótum. Reynsla mín frá þeim mótum er mjög góð, það hefur gengið vel hjá mér og ég hef unnið mig tiltölulega hratt upp stigann. Boðið um að taka þátt í úrvalsdeildinni kom síðan í kjölfarið.“ Æfir í bílskúrnum heima Það er vaxandi áhugi innan sam- félagsins á Sauðárkróki fyrir pílukasti og vonir standa til að í náinni framtíð verði komin almennileg aðstaða til að stunda íþróttina. „Við erum að reyna koma á laggirnar almennilegum hóp í kringum píluna hér á Sauðár- króki. Pílukastið er deild innan Tindastóls, lítill hópur eins og staðan er í dag en við erum núna að vinna í að koma okkur upp almennilegri aðstöðu. Sjálfur hef ég bara verið að æfa mig heima í bílskúrnum, þar fara f lest allar æfingar mínar fram en aðstaðan stendur vonandi til bóta hjá okkur, þá opnast dyrnar fyrir f leiri til að æfa sig í pílukasti á Sauðárkróki.“ Þá þykir líklegt að nýjustu afrek Arnars Geirs á stóra sviðinu kveiki neista. „Ég hef fundið fyrir gríðarlega miklum stuðningi hér heima og sér í lagi eftir sigurinn á dögunum. Það er fullt af fólki sem hefur sett sig í samband við mig og óskað mér til hamingju en einnig fólk sem hefur lýst yfir áhuga á því að reyna fyrir sér í pílukasti. Ég held að það sé klár- Úr bílskúrnum heima yfir í beina útsendingu Arnar Geir Hjartarsson pílukastari bar sigur úr býtum á fyrsta undan- kvöldi íslensku úrvalsdeildar- innar. MYND/AÐSEND Aron Guðmundsson aron @frettabladid.is Sjálfur hef ég bara verið að æfa mig í bílskúrnum heima. Þar fara flest allar mínar æfingar fram. Arnar Geir Hjartarson, pílukastari Þarna sjáum við bara hvað er hægt að gera ef maður leggur bara nógu mikið á sig. Matthías Örn Friðriksson, forseti Íslenska pílukastsambandsins Matthías Örn Friðriksson, forseti Íslenska pílukastsambandsins lega aukakraftur fyrir samfélagið okkar hér fyrir norðan að fá þetta inn.“ Frambærilegur kylfingur Arnar Geir er með bakgrunn úr íþróttaheiminum. Hann er afar frambærilegur kylfingur og hefur meðal annars reynt fyrir sér í banda- rísku háskóla- golfi. „Ég hef spil- að golf síðan ég var pínu- lítill, mikið af keppnis- golfi og mér f innst það hafa skilað mér töluvert meiru en ég átti von á þegar ég hellti mér út í pílukastið.“ Það er hins vegar ekki sveif lan sem gagnast Arnari Geir í pílunni heldur hin andlega hlið íþróttaiðk- unar. „Það er ekki mikið sem flyst yfir úr golfíþróttinni sjálfri en klárlega bara þessi andlega hlið þess að vera íþróttamaður, hausinn umtalaði, keppnisumhverfið. Hvernig maður heldur taugunum niðri þegar mest á reynir. Ég get alveg staðfest að það er ekki erfitt fyrir mig að fara að keppa í pílukasti þrátt fyrir að það sé allt önnur íþrótt en ég er vanur að keppa í. En þýða nýjustu vendingar fyrir Arnar Geir í pílukasti að keppnis- golfið sé nú komið í annað sæti? „Já ég get alveg sagt það. Ég spila alveg golf áfram og mun kannski keppa eitthvað aðeins áfram en ekkert eins og ég gerði áður. Pílu- kastið er núna í forgangi hjá manni.“ Úrslitakvöldið bíður Úrslitakvöld úrvalsdeildarinnar mun fara fram á Bullseye í byrjun desembermánaðar. Þar munu fjórir bestu pílukastarar landsins berjast um Íslandsmeistaratitilinn. „Ég hlakka mikið til að fá tækifæri til þess að spila aftur. Þetta var alveg ógeðslega gaman og spennan er mikil fyrir úrslitakvöldinu. Þangað til það rennur upp mun ég halda áfram að æfa eins og ég hef verið að gera hingað til. Ég æfi yfirleitt eina klukkustund til tvær á dag, það hefur skilað sér hingað til þannig að ég fer ekki að breyta því núna.“ n Ekki erfitt fyrir mig að fara að keppa í pílukasti þrátt fyrir að það sé allt önnur íþrótt en ég er vanur að keppa í. Arnar Geir Hjartarson, pílu- kastari 20 Fréttir 24. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.