Fréttablaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 18
Þeir vilja vinna allar keppnir hvort sem þeir eru 34 ára eða 19 ára. Það er skemmtileg blanda í hópnum. Arnar Þór Viðarsson Ég var ekki hissa á því hversu vel Davíð stóð sig því þetta hefur hann verið að gera í Svíþjóð. Arnar Þór Viðarsson 18 Íþróttir 24. september 2022 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 24. september 2022 LAUGARDAGUR Arnar Þór Viðarsson, lands- liðsþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu, stefnir á að vera með tilbúna vöru sem er klár í hvaða verkefni sem er á næsta ári. Íslenska liðið vann 1-0 sigur á Venesúela í vináttulandsleik á þriðjudag og mætir Albaníu í Tirana í Þjóðadeildinni á þriðjudag. FÓTBOLTI Alfreð Finnbogason, Aron Einar Gunnarsson og Guðlaugur Victor Pálsson snéru allir til baka í sigri íslenska liðsins á fimmtudag. Andstæðingarnir frá Suður-Amer- íku voru fastir fyrir og spörkuðu í nokkur skipti hressilega í íslensku drengina. Arnór Sigurðsson fór verst út úr því og fór meiddur af velli snemma leiks. „Arnór er bara ágætur, hann fékk högg rétt fyrir ofan ökklann. Hann snéri sig ekk- ert, það er bólga sem þarf að fá sinn tíma. Við erum þokkalega jákvæðir með að hann verði í lagi á þriðju- daginn,“ sagði Arnar Þór tæpum sólarhring eftir leikinn sem fram fór í Austurríki. „Þeir voru fastir fyrir sem er kannski týpískt fyrir lið frá Suður- Ameríku, landslið þaðan eru oft föst fyrir. Það er mikil tækni, hraði og ákefð í öllu sem þeir gera og þeir voru farnir að pirra sig meira en við í gær. Við vorum með stjórn á leikn- um og þeir komust ekki í sinn takt, ekki í þau svæði og á þá leikmenn sem þeir vildu komast á. Þá kemur pirringur og tæklingar, æfingaleikir eru ekkert sem er til í landsleikjum. Menn vilja bara vinna alla leiki.“ Það góða og það slæma Arnar Þór og Jóhannes Karl Guð- jónsson hafa farið yfir leikinn og það sem var vel gert og það sem betur hefði mátt fara. „Við fórum í það eftir leik og svo í gærmorgun að skoða leikinn og við vorum mjög ánægðir með varnarleikinn í heild sinni. Þeir voru ekki að skapa sér neitt, þeir skapa sér eitt erfitt færi í seinni hálf leik en að öðru leyti sköpuðu þeir ekki neitt nema þegar við gáfum þeim nokkur augna- blik í fyrri hálf leik. Við vorum mjög ánægðir með pressuna okkar og færslurnar. Við vorum að vinna boltann ofarlega á vellinum, heilt yfir var stjórnunin á leiknum góð. Arnar vill hafa tilbúna vöru á næsta ári Hörður Snævar Jónsson hordur @frettabladid.is Við réðum ferðinni og hraðanum á leiknum. Það sem við viljum bæta og það sem mér fannst við bæta í seinni hálfleik var sóknarleikurinn, koma boltanum inn í hættusvæðin. Við gerðum það betur í seinni hálf- leik. Við viljum skapa meira og skora meira.“ Arnar vonast til þess að íslenska liðið sé að læra betur að stýra leikj- um. „Við viljum ekki missa leikina í borðtennisleik. Að það sé fram og til baka og upp og niður, það hefur með reynslu að gera. Að við stjórn- um leiknum betur, við þurfum ekki að leita lengi að því af hverju það er að ganga betur núna. Við höfum betri blöndu í hópnum og liðinu okkar, reynslu og yngri leikmenn.“ Lofsyngur Davíð Kristján Vinstr i bak vörður inn, Dav íð Kristján Ólafsson, kom mörgum á óvart með frammistöðu sinni gegn Venesúela en undanfarna mánuði hefur hann fengið mikið traust frá Arnari. Davíð Kristján hefur bætt leik sinn mikið undanfarið og þá sérstaklega eftir að hann hóf að spila með Kalmar FF í sænsku úrvalsdeildinni. „Við vorum mjög ánægðir með Davíð í sumar og það sem við höfum verið að sjá frá honum í sínu félagsliði er einfald- lega mjög gott. Í júní er Davíð að spila sína fyrstu alvöru A-lands- leiki, það tekur tíma fyrir menn að ná ró í leiknum. Hann er með frábærar varnarfærslur og er virki- lega góður sóknarlega, hann getur haldið í boltann. Við höfum unnið í því að þegar við vinnum boltann að við höldum betur í hann. Ég var ekki hissa á því hversu vel Davíð stóð sig því þetta hefur hann verið að gera í Svíþjóð.“ Aukin breidd fyrir Arnar Með komu eldri leikmanna hefur breiddin í landsliðshópi Arnars aukist og von er á því að Jóhann Berg Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason komi aftur inn í hópinn í næstu verkefnum. „Það er ekki bara komin meiri breidd, það er líka komin reynsla í yngri leikmennina. Því meiri reynsla sem við fáum þar inn því betri verða þeir. Við eigum enn þá nokkra leikmenn inni fyrir framtíðina. Við höfum talað um það mjög lengi og við erum nær því núna að vera með fullkomna blöndu í hópnum. Það er ekki hollt að vera með mjög gamalt lið en það er heldur ekki hollt að vera með mjög ungt lið, við viljum hafa breidd í hópnum. Við eigum nokkra leik- menn inni til góða sem er frábært. Það er góður stígandi í liðinu, það er rosalega gott að fá þessa reynslu- miklu leikmenn inn til að hjálpa þeim ungu. Það er auðveldara að stjórna leik með betri blöndu.“ Ísland þarf að bíða og vona eftir því að Ísrael vinni ekki Alban- íu í Þjóðadeildinni í kvöld. Verði úrslitin hagstæð getur íslenska liðið unnið riðilinn með sigri í Albaníu. „Við töluðum um það eftir 2021 að á þessu ári vildum við ekki vera að spila á svona rosalega mörgum leik- mönnum eins og við vorum að gera þá. Við erum á góðri leið með ná utan um það. Leikurinn á þriðjudag gæti orðið mjög stór, vonandi eigum við möguleika á að vinna riðilinn. Það er risa leikur fyrir ungu leik- mennina sem gætu verið að spila landsleik með mikið undir, ef við getum unnið riðilinn þá erum við að setja okkur í þá stöðu að vera komnir í umspil,“ segir Arnar og á þar við um umspil fyrir laust sæti á Evrópumótinu árið 2024 en undan- keppnin fer öll fram á næsta ári. „Þessi leikur á þriðjudag og leik- irnir í nóvember eru lokaundirbún- ingur fyrir 2023, þá þarf liðið að vera tilbúið. Það er ekki hægt að byggja upp lið í mörg ár, við höfum efnivið til að ná langt. Ég er mjög jákvæður á að við séum á mjög góðri leið að búa til mjög gott lið aftur.“ Aukin gæði á æfingum Arnar segir að gæðin á æfingum sé meiri með endurkomu eldri leik- manna, þeir hafi náð langt á sínum ferli. Hann segir að yngri leikmenn- irnir ýti svo við þeim gömlu. „Það er mjög mikið hungur í hópnum. Við vorum með Birkir Bjarnason sem hefur hjálpað yngri leikmönnum undanfarna mánuði, þegar þeir eru fjórir eða fimm þá sérðu mun. Þessir eldri leikmenn hafa náð langt af því að þeir hafa hæfileika, þeir lyfta upp gæðum og hraða á æfingum. Það er allt þetta, þetta er ekki bara utan vallar heldur líka innan vallar. Það verður allt betra og þessir eldri sækja orku til þeirra yngri, hungrið er svo mikið. Þeir vilja vinna allar keppnir, hvort sem þeir eru 34 ára eða 19 ára. Það er skemmtileg blanda í hópnum,“ segir Arnar brattur rétt áður en hann skellti í sig hádegismatnum á hótelinu í Austurríki. n Arnar Þór Viðarsson á hliðarlínunni í Austurríki á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r ét t t il l eið ré tti ng a á sl íku . A th . a ð ve rð ge tu r b re ys t á n fyr irv ar a. 60+ TIL KANARÍ 14. NÓVEMBER Í 22 NÆTUR með Bróa 595 1000 www.heimsferdir.is 316.350 Flug & hótel frá 22 nætur Fararstjóri: Brói HÁLFT FÆÐI INNIFALIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.