Fréttablaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 96
Svo á Kalman sjálfur
stórleik í myndinni og
er líklegast á beinustu
leið til Hollywood!
Elfar Aðal-
steins leik-
stjóri.
Sumarljós og svo kemur nóttin
verður lokamynd Alþjóðlegu
kvikmyndahátíðarinnar sem
hefst í næstu viku. Leikstjór
inn og handrits höfundur inn
Elfar Aðalsteinsson segir það
hafa verið virkilega gefandi
að gera sína fyrstu kvikmynd
á Íslandi á Þingeyri og upp
úr jafn mögnuðu verki og
samnefndri skáldsögu Jóns
Kalmans.
toti@frettabladid.is
RIFF, Alþjóðlega kvikmyndahátíðin
í Reykjavík, hefst í næstu viku en
henni lýkur 8. október með frum
sýningu myndarinnar Sumarljós
og svo kemur nóttin sem er fyrsta
leikstjórnarverkefni Elfars Aðal
steinssonar á íslensku.
„Það var virkilega gefandi að fá
að gera mitt fyrsta íslenska leik
stjórnarverkefni á Þingeyri upp úr
eins mögnuðu verki og Sumarljós
og svo kemur nóttin er,“ segir Elfar
sem skrifaði sjálfur handritið upp
úr samnefndri verðlaunaskáldsögu
Jóns Kalmanns.
„Bæjarbúar tóku okkur opnum
örmum frá fyrsta degi og gerðu
þessa upplifun afar jákvæða í alla
staði. Þessi frábæri og fjölhæfi
leikarahópur sem ég fékk að vinna
með var óvenju stór en ég fann strax
fyrir miklum samhug og skilningi
á verkinu.
Stemningin á settinu var bæði
fagleg og ljúf og belgíski hluti töku
liðsins sem taldi níu manns féll inn
í hópinn eins og flís við rass. Svo á
Kalman sjálfur stórleik í myndinni
og er líklegast á beinustu leið til
Hollywood!“ segir Elfar um rithöf
undinn sem hlaut Íslensku bók
menntaverðlaunin árið 2006 fyrir
skáldsöguna sem gæti átt eftir að
verða farmiði hans til Hollywood.
Sumarljós og svo kemur nóttin
verður sem fyrr segir lokamynd RIFF
og verður frumsýnd laugardaginn 8.
október en almennar sýningar hefj
ast þann 14. sama mánaðar. n
Sumarljós í ljúfri
stemningu á
Þingeyri
Steminingin var notaleg á sögustað þar sem margt undrið ber fyrir augu
þegar nokkrar sögur fléttast saman. MYNDIR/HLYNUR SNÆR ANDRASON
Anna María Pitt er ein þeirra sem myndar stóran og fjölbreyttan leikhópinn.
Ljós og skuggar dansa saman þar sem nóttin kemur í kjölfar sumarljóssins.
Beðið eftir kallinu í notalegheitum sumarljóssins fyrir vestan.
Ólafur Darri, leikari og einn framleiðenda myndarinnar, ásamt Elvari við tökurna á Vestfjörðum.
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vil
lur
. H
eim
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
étt
til
le
iðr
étt
ing
a á
sl
íku
. A
th
. a
ð v
er
ð g
etu
r b
re
ys
t á
n f
yri
rva
ra
.
595 1000
Flórens
Borg draumanna...
17. nóvember
í 3 nætur
119.000
Flug & hótel frá
Frábært verð
á mann
Sumarljós
og svo kemur nóttin
Ef þú leggur við hlustir þá
segir Þorpið þér kannski
nokkrar ósagðar sögur.
Sögur af forstjóranum unga
sem dreymir á latínu og
fórnar fjölskyldu og glæstum
frama fyrir gamlar bækur og
stjörnukíki, heljarmenni sem
kiknar undan myrkrinu, fín-
vöxnum syni hans sem tálgar
mófugla. Af bóndanum með
bassaröddina sem strengir
fallegar girðingar en ræður
illa við fýsnir holdsins, ein-
mana gröfukalli sem skellir
sér í helgarferð til London og
gömlum Dodge 55.
Skáldsagan Sumarljós og
svo kemur nóttin saman-
stendur af laustengdum
sögum sem tvinnast saman á
sama sögusviði, litlu sjávar-
þorpi á Vestfjörðum. Elfar
skrifaði handritið sjálfur upp
úr skáldsögu Jóns Kalmans
og gerði myndina í nánu
samstarfi við rithöfundinn
og fékk síðan stóran og fjöl-
breyttan hóp leikara til þess
að gæða persónugalleríið lífi.
48 Lífið 24. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 24. september 2022 LAUGARDAGUR