Fréttablaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 34
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Vísindavaka Rannís snýr nú aftur af fullum krafti eftir Covid, en heimsfaraldurinn minnti okkur eftirminnilega á mikilvægi vísinda og rannsókna fyrir samfélagið. Vísindavaka 2022 verður haldin laugardaginn 1. október kl. 13.00- 18.00 í Laugardalshöll en auk þess mun verða hellt upp á Vísinda- kaffi og boðið til VísindaSlamms í aðdraganda vökunnar. Markmiðið með Vísinda- vökunni er að færa vísindin nær almenningi, gefa fólki kost á að hitta og ræða við okkar fremsta vísindafólk og vekja athygli á mikilvægi rannsókna- og vís- indastarfs í nútímasamfélagi. Á Vísindavökunni verður það gert á lifandi og skemmtilegan hátt á stóru sýningarsvæði, þar sem hægt er að kynnast rannsóknarstarfi á öllum fræðasviðum, allt frá raun- vísindum til hug- og félagsvísinda. Rannís stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi, sem haldin er samtímis í helstu borgum Evrópu árlega undir heitinu European Researc- hers' Night. Vísindavaka er styrkt af Horizon Europe rannsókna- og nýsköpunaráætlun Evrópusam- bandsins. Þátttakendur í Vísindavöku koma víðs vegar að úr vísindasam- félaginu á Íslandi og í ár höfum við fengið frábært vísindafólk til liðs við okkur. Stærstu þátttakend- Vísindin skipta okkur öll máli Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís urnir eru háskólarnir í landinu, með öllum sínum deildum og fræðasviðum, en einnig öflugar rannsóknastofnanir eins og Matís, Veðurstofan, Landspítalinn og Hafrannsóknastofnun, að ógleymdum fyrirtækjum sem stunda rannsóknir og nýsköpun, t.d. Össur, Alvotech, Bláa Lónið og fleiri. Við opnun Vísindavöku mun ráðherra vísindamála, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, veita viðurkenn- ingu Rannís fyrir vísindamiðlun, áður en Sprengju-Kata sprengir Vísindavökuna í gang. Á sýningarsvæðinu verður hægt að prófa ýmis tæki og tól sem vís- indafólk vinnur með í sínu daglega starfi, og þar á meðal er risastór radar á vegum Veðurstofunnar, sem hefur það hlutverk að fylgjast með Heklu gömlu. Svo er hægt að prófa geimsjónauka, læra hvernig tölvuleikir eru þróaðir, sjá hvernig tónlist er samin með aðstoð gervi- greindar, kynnast drónum og geimbílum, fylgjast með hvernig líffæri eru prentuð í þrívídd í undirbúningi skurðaðgerða, læra um rannsóknir í loftslagsmálum, hitta lifandi maura og fræðast um hvernig líftækni nýtist í heil- brigðisvísindum. Á Vísindavökunni í ár verða ótalmörg tækifæri til að fikta og prófa hvernig vísindi og nýsköpun virka. Vísindasmiðja Háskóla Íslands verður á svæðinu, en þar geta börn og ungmenni, jafnt sem fullorðnir, gleymt sér í skemmtilegum tilraunum. Skema og Háskólinn í Reykjavík bjóða gestum að prófa tölvuleikjagerð, Össur sýnir hvernig rafræn hné virka og FabLab Reykjavík býður upp á að sýsla með mýsli, sem er afar forvitnilegt. Í aðdraganda Vísindavöku verð- ur hellt upp á Vísindakaffi, annars vegar í Bókasamlaginu í Reykjavík og hins vegar á sex stöðum víðs vegar um landið. Vísindakaffi er hugsað sem notaleg kvöldstund á kaffihúsi, þar sem almenningi gefst kostur að kynnast áhugaverð- um viðfangsefnum vísindanna, en þar segir vísindafólk frá rann- sóknum sínum í afslöppuðu spjalli og gestir fá tækifæri til að spyrja það spjörunum úr. Í ár munum við einnig vera með VísindaSlamm í Stúdentakjallaranum, þar sem ungt vísindafólk segir frá rann- sóknum sínum á lifandi hátt. Vísindavakan er frábært tæki- færi til að hitta vísindafólk okkar og kynnast viðfangsefnum þess og eru allir þátttakendur boðnir og búnir að spjalla og segja frá uppgötvunum sínum og rann- sóknum. Ekki spillir fyrir að hægt er að snerta, fikta, prófa og jafnvel smakka á ýmsu því sem í boði verður. Fyrst og fremst mæli ég með því að fólk taki alla fjölskyld- una með á Vísindavöku, því þar finna allir eitthvað við sitt hæfi, börn, ungmenni og fullorðnir. Svo vonum við að Vísindavakan verði til þess að einhverjir krakkar og ungmenni ákveði að hasla sér völl í vísindum til góða fyrir íslenskt samfélag í framtíðinni, hver veit? n Sjá dagskrá Vísindavöku og Vís- indakaffis á www.visindavaka.is FabLab Reykjavík verður með bás á Vísindavökunni sem ber heitið Sýslað með mýsli. Gestir geta prófað að búa til nýsköpunarlausnir úr þessu undraefni úr sveppa- ríkinu sem má nota til að búa til eins konar náttúru- legt frauðplast. FabLab Reykjavík er stafræn smiðja sem opin er almenningi. Hún er hluti af alþjóðlegu neti FabLab- smiðja. Tvö þúsund FabLab-smiðjur eru starfræktar um allan heim, þar af ellefu á Íslandi. „Við stuðlum að fræðslu svo fólk öðlist stafræna hæfni til að vinna með tækin í smiðjunum okkar. Í smiðjunum erum við með leiserskera, vínylskera, 3D-prent- ara, CNC-fræsara, rafeindaverk- stæði og stafræna útsaumsvél. Við erum líka með rafmagnssvæði og tréverkstæði og svæði þar sem unnið er með form og mót. Það er til dæmis hægt að vinna með sílikon og mýslið kemur inn í það rými hjá okkur,“ útskýrir Bryndís Steina Friðgeirsdóttir, mennta- og upplýsingasérfræðingur hjá FabLab Reykjavík. „Á Vísindavökunni bjóðum við gestum að kynnast mýsli aðeins. Mýslið er rosalega skemmtilegt efni. Það er lífrænt, samsett úr svepparótarkerfi og náttúrulegum þurrefnum. Eftir að efnið hefur farið í gegnum ákveðið ferli og er bakað þéttist efnið í efni sem hefur stundum verið líkt við frauðplast, nema það er 100% niðurbrjótanlegt og hægt að nota það í moltu.“ Passar í öll form Bryndís segir að þau í FabLab Reykjavík hafið leikið sér svolítið með mýslið undanfarið og gert til- raunir með það í smiðjunni. „Við höfum aðeins verið að sýsla með mýslið. Sem er ástæðan fyrir nafninu á básnum okkar: Sýslað með mýsli. Það er hægt að setja mýsli í hvaða form sem er, hvort sem það er mjúkt eða hart. Við höfum gert tilraunir til að búa til kassalaga hluti með því að setja mýslið í kassalaga form en við höfum líka prófað að setja það í lausara form eins og gúmmíhanska. Við bjuggum einnig til kennsluefni sem hægt er að finna á vefsíðunni okkar: flr.is. Þar er hægt að kynna sér hvernig hægt er að vinna með mýsli í skólum,“ upplýsir hún. „Við vorum í samstarfi við þrjá grunnskóla í Breiðholti. Við kölluðum samstarfið Skapandi námssamfélag. Einn liður í því sam- starfi var að kynna þennan efnivið og hversu spennandi gæti verið að nýta hann t.d. í líffræði og efna- fræði. Við höfum líka fengið inn til okkar frumkvöðul sem hefur unnið með mýsli. Hann er að athuga hvort hægt sé að framleiða mýsli til að nota í stað frauðplasts utan um útflutningsvörur og minnka þann- ig kolefnisspor og plastmengun.“ Tunna sem brotnar niður Bryndís segir að á Vísindavökunni verði hægt að skoða tunnu úr mýsli á FabLab básnum. Tunnan er afrakstur verkefnis sem var búið til í nýsköpunarhraðlinum Menntamaskína eða MEMA. „Það var teymi úr MH sem tók þátt í MEMA-hrað- linum og bjó til tunn- una. Hugsunin var að þetta væri lífræn tunna. Þú setur lífrænan úrgang í tunnuna og svo hendir þú tunnunni með úrganginum. Þá brotnar tunnan niður og stuðlar að því að úrgangurinn verði að moltu þegar hún brotnar niður í náttúrunni. Þetta er rosalega skemmtilegt dæmi um lausnir sem fólk framtíðarinnar er með, að sleppa einfaldlega ruslapokum þar sem tunnan er algjörlega vistvæn,“ segir Bryndís. Hún segir að enn sem komið er sé ekki byrjað að framleiða mikið af vörum úr mýsli hér á landi. En erlendis séu spennandi framþró- unarverkefni í gangi. Opin smiðja Talið berst aftur að Vísindavökunni en Bryndís segir að auk mýslis verði þau með leir á FabLab básnum sem gestir geta notað til að búa til tillögur að vörum sem væri hægt að framleiða úr mýsli. „Okkur langar með þessu að koma af stað hugmyndum að inn- leiðingu á grænni framleiðsluað- ferðum. Gestir Vísindavökunnar geta tekið myndir af verkum sínum á polaroid-myndavél, en mynd- irnar verða svo hengdar upp svo aðrir gestir geti skoðað. Það verður einnig 3D-prentari á staðnum, við munum prenta eitthvað lítið og skemmtilegt til að sýna gestunum,“ segir hún. „En þau sem komast ekki á Vísindavökuna geta alltaf heim- sótt okkur í FabLab Reykjavík. Við erum með aðstöðu í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti og þar er alltaf opinn dagur á þriðjudögum frá klukkan 13-20. Þá er hægt að koma og prófa tækin okkar eða bara spjalla. Það má einnig kíkja á öðrum tímum, það er opið alla virka daga og það er alltaf starfsmaður sem tekur á móti þér. En þá er oft einhver dag- skrá í gangi og getur verið meiri bið eftir tækjunum. FabLab Reykjavík er opin smiðja og gestir eru alltaf vel- komnir til að prófa sig áfram með hugmyndir sínar.“ n FabLab sýslar með mýsli Bryndís Steina með ýmsa hluti sem gerðir hafa verið úr mýsli. Meðal annars ruslatunnu sem brotnar niður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 2 kynningarblað 24. september 2022 LAUGARDAGURVísindaVak a r annís Á Vísindavökunni er hægt að prófa tæki og tól sem vísindafólk vinnur með í sínu daglega starfi. MYND/AÐSEND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.