Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Page 57
UM STJÓRN OG SKIPULAG BÚNAÐARMÁLA.
Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytlð fer með öll bún-
aðarmál. Ráðherra sá, er landbúnaður heyrir undir (land-
búnaðarráðherra) er þvl æðsti maður í öllum málefnum
landbúnaðarins.
Búnaðarfélagsskapur okkar er margþættur, en allur
mótaður af þeirri meginhugsun, að vera frjáls samtök
bændanna til þess að vinna að eflingu búnaðarins.
SuSuramtsins Huss- og bústjórnarfélag, hin fyrstu bún-
aðarsamtök hér á landi, er stofnað 1837. Allt til 1899 er
starfssvið þess aðeins Sunnlendingafjórðungur. Þá er því
breytt í alisherjarféiag fyrir allt landið og hlaut þá nafnið
BÚNAÐARPÉLAG ÍSLANDS.
Lög félagsins, er nú gilda, eru frá árinu 1941. Samkvæmt
3. grein þeirra er tilgangur félagsins:
1. Að hafa forgöngu í starfandi félagsskap bænda, til
eflingar landbúnaðinum.
2. Að vera málsvari bændastéttarinnar og beita sér fyrir
nýmælum eða breytingum á búnaðarlöggjöfinni eða
öðrum lögum, er snerta bændastéttina eða landbún-
aðinn.
3. Að vinna að verklegum framförum landbúnaðarins, t. d.
með rannsóknum, tilraunum, fjárstyrk og leiðbeinandl
eftirliti.
4. Að vera ráðunautur ríkisstjómarinnar I öllum land-
búnaðarmálum og öðrum hagsmunamálum bændastétt-
arinnar.
5. Að hafa á hendi framkvæmd mála er Alþingi eða rikis-
stjóm felur því.
BÚN AÐ ARSAMBÖNDIN.
Þau eru nú þessi:
Búnaðarsamband Austurlands, stofnað 1903, form. Bjöm
Hallsson, Rangá, héraðsráðunautur Eðvald Maimquist.
Búnaðarsamband Vestfjarða, stofnað 1907, form, Krist-
inn Guðlaugsson, Núpi.