Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Page 60
58
Jónsson, Ási. Guðmundur Erlendsson, Núpi. Þórarinn
Helgason, Þykkvabæ.
Búnaðarþing hefir æðsta vald í ðllum málum Búnaðar-
íélags íslands. Það kemur saman annað hvort ár i Reykja-
vík, nema þingið sjálft ákveði annan fundarstað. Búnaðar-
þing úrskurðar og samþykkir reikninga félagsins og setur.
því fjárlög. Það tekur ákvarðanir um öll helztu störf fé-
lagsins og gerir ályktanir um önnur mál varðandi land-
búnað, sem það telur ástæðu til.
Búnaðarþing kýs stjórn félagsins. Hún er skipuð þremur
mönnum. Þessir eru nú i stjórn: Bjarni Ásgeirsson, for-
maður, Pétur Ottesen, ritari, og Jón Hannesson.
Stjórnin ber ábyrgð gagnvart Búnaðarþingi um að álykt-
unum þess sé fylgt. Stjómin ræður félaginu framkvæmda-
stjóra, er nefnist búnaðarmáiastjóri.
Skrifstofur félagsins eru í Lækjargötu 14, Reykjavik.
Starfsmenn félagsins eru þessir:
Steingrímur Steinþórsson, búnaðarmálastjóri.
Sveinbjörn Benediktsson, ritari.
Gunnar Ámason, gjaldkeri.
Pálmi Einarsson, jarðyrkjuráðunautur.
Ásgeir L. Jónsson, vatnsvirkjaráðunautur.
Páll Zóphóníasson, nautgriparæktarráðunautur.
Halldór Pálsson, sauðfjárræktarráðunautur.
Gunnar Bjamason, hrossaræktarráðunautur.
Ragnar Ásgeirsson, garðyrkjuráðunautur.
Sveinn Tryggvason, mjólkurfræðingur.
Klemenz Kr. Kristjánsson, tilraunastjóri á Sámsstöðum.
Gunnlaugur Kristmundsson, sandgræðslustjóri.
Ólafur Sigurðsson, fiskiræktarráðunautur.
Tveír þeir síðastnefndu eru ekki fastráðnir starfsmenn
Búnaðarfélags íslands, enda taka þeir laun sín beint úr
ríkissjóði, en þeir starfa undir yfirumsjón félagsins.
Félagið gefur út tímaritið „Búnaðarrit" cg mánaðar-
blaðið „Freyr“ (ritstjóri Ámi G. Eylands framkv.stj.). All-
mikla bókaútgáfu aðra hefir félagið haft með höndum.
Ráðuneytið óskar álits Búnaðarfélags íslands um flest
mál varðandl landbúnað. Þá er og félaginu. falin fram-
kvæmd ýmsra mála, sumpart með sérstökum lögum, en
sumpart felur ráðuneytið félaginu framkvæmdirnar. Á