Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Side 61
59
þennan hátt annast Búnaðarfélag íslands framkvæmd
Jarðræktarlaga, búfjárræktarlaga og sandgræðslulaga í
samvlnnu við sandgræðslustjóra o. fl.
ÝMSAR BÚNAÐARSTOFNANIR OG STARFS-
MENN.
TILRAUNASTÖÐVAR.
Verkefni þeirra er að gera tilraunir með allt er að
jarðyrkju lýtur og afla raunhæfrar þekkingar til efl-
ingar landbúnaðinum.
Tilraunastöð Ræktunarfélags Norðurlands á AkurejTi,
stofnuð 1903, tilraunastjóri Ólafur Jónsson. Gerir tilraun-
ir með grasrækt, áburð, garðyrkju komrækt o. fl.
Tilraunastöð Búnaðarfélags íslands, á Sámsstöðum í
Pljótshlið, stofnuð 1927, tilraunastjóri Kiemenz Kr. Krist-
Jánsson. Gerir tilraunir með kornrækt, grasrækt, áburð,
garðyrkju o. fl.
ATVINNUDEILD HÁSKÓLANS — BÚNAÐARDEILD.
Deildarstjóri Halldór Pálsson. Tilgangur deildarinnar
er að vinna að rannsóknum í þarfir landbúnðarins, s. s.
Jarðvegsrannsóknum, jurtakynbótum, jurtasjúkdómum.
búfjárrækt, búfjársjúkdómum og fóðurrannsóknum.
Sérfræðingar deildarinnar eru, auk deildarstjóra, sem
er sérfræðingur í búfjárrækt:
Ingólfur Davíðsson, í jurtasjúkdómum.
Guðmundur Gíslason, læknir, i búfjársjúkdómum.
Pétur Gunnarsson, í fóðurfræði.
Björn Jóhannesson og Áskell Löve eru báðir ráðnir við
deildina, en dvelja nú erlendis. Sá fyrmefndi er sér-
fræðingur í jarðvegsrannsóknum, en hinn síðamefndi í
Jurtakynbótum.
Jakob H. Líndal, bóndi á Lækjamóti í Húnavatnssýslu
vinnur að jarðvegs- og jarðfræðirannsóknum á vegum
Búnaðardeildarinnar.
Búnaðardeildin rekur bú á Keldum í Mosfellssveit
fyrst og fremst vegna búfjársjúkdómarannsókna og lyfja-