Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Page 64
62
landbúnaðarráðherra skipar, skal hann vera formaður
nýbýlastjórnar og framkvæmdastjórt.
Nýbýlastjórn er nú þannig skipuð:
Steingrímur Steinþórsson, skipaður af landbúnaðarráð-
herra, Bjarni Ásgeirsson, alþm. og Jón Páimason, alþm.,
tilnefndir af landbúnaðarnefndum Alþingis.
BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS.
Stofnaður með lögum 14. júni 1929. Bankast. Hilmar
Stefánsson. Bankaráð: Eysteinn Jónsson, fyrv. ráðherra,
Þorsteinn Þorsteinsson, sýslumaður og Bjami Bjamason,
skólastjóri.
Bankinn er nú rekinn í þremur aðal-deíldum, sem eru
Byggingarsjóður, er eingöngu lánar til bygginga íbúðar-
húsa í sveit.
Rœktunarsjóður, er lánar til ýmiskonar bygginga,
ræktunar og fleiri framkvæmda í sveitunum.
Sparisjóðsdeild, en fé þeirrar deildar er einkum bundið
í styttri lánum, sumpart veðlánum og sumpart víxlum,
til ýmiskonar framkvæmda.
Búnaðarbankinn er eign ríkisins og ber það ábyrgð á
öllum skuldbindingum hans .
Bankinn hefir útbú á Akureyrí.
Teiknistofa landbúnaðarins.
Stofnuð 1930. Starfar undir umsjón Búnaðarbanka ís-
lands. Forstöðumaður Þórir Baldvinsson. Teiknistofnan
(Sjá nánar: Um byggingar, bls. 113) gerir uppdrætti og
veitir hverskonar leiðbeiningar varðandi byggingu í sveit-
um og hefir eftirlit með byggingu þeirra húsa, sem reist
era fyrir lán úr sjóðum Búnaðarbankans.
NORRÆNA BÚFRÆÐIFÉLAGIÐ NJF
ÍSLANDSDEILD.
Deildin var stofnuð 1927. Formaður er Ámi G. Eylands.
Meðstjórnendur Runólfur Sveinsson, skólastjóri, Hvann-
eyri og Gunnar Árnason, búfræðikandidat, Reykjavik.