Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Page 66
64
hennar er Páll G. Þormar. Skrifstofustjóri Metúsalem
Stefánsson fyrv. búnaðarmálastjóri.
FÉLAG ÍSLENZKRA MJÓLKURFRÆÐINGA.
Stofnað 1938. Form. er Stefán Bjömsson, mjólkurfræð-
ingur, Reykjavík. Tilgangur þess er að efla mjólkuriðnað í
landinu ov vöruvöndun á mjólk og mjólkurvörum, með
samvinnu meðal fagmanna í mjólkuriðnaði, ásamt að
koma föstu skipulagi á, til tryggingar námi iðnnema við
íslenzku mjólkurbúin.
ÁBURÐARSALA RÍKISINS.
Stofnuð 1929. Framkvæmdastjóri Árni G. Eylands. —
Annast innflutning og heildsölu á tilbúnum áburði. Enn-
fremur innflutning og sölu á ýmsum varnarlyfjum gegn
jurtasjúkdómum. Gefur leiðbeiningar um notkun tilbúins
áburðar og hirðingu og notkun áburðar yfirleitt.
GRÆNETISVERZLUN RÍKISINS.
Stofnuð 1936. Framkvæmdastjóri Árni G. Eylands. Ann-
ast innflutning og heildsölu á kartöflum og öðru nýju
grænmeti og gætir þess að slíkur innflutningur eigi sér
ekki stað til óþurftar fyrir innlenda framleiðslu. Gr. R.
vinnur á þann hátt, og með ýmsu öðru móti, að eflingu
og öryggi matjurtaræktarinnar í landinu.
SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS.
Samvinnufélag, stofnað 1907. Formaður Ágúst Helgason,
Birtingahciti, forstjóri Helgi Bergs. Félagssvæði Sf. Sl.
er V.-Skaftafellssýsla, Rangárvallasýsla, Árnessýsla, Gull-
bringu- og Kjósarsýsla og Borgarfjarðarsýsla. Félagið
rekur sláturhús, frystihús, bjúgnagerð, niðursuðu og kjöt-
búðir í Reykjavík og á Akranesi. Ennfremur ullarverk-
smiöjuna Framtíðin í Reykjavík.