Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Page 67
65
SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA,
Reykjavík. Samvinnufl. stofnað 1940. Formaður Jón
Hannesson, Deildartungu, framkvæmdast. Ólafur Einars-
son. Félagið annast sölu á framleiðslu gróðurhúsaeigenda
6 Suðvesturlandi.
SKÓGRÆKT RÍKISINS.
Skógræktarstjóri, Hákon Bjarnason.
Skógarverðir: Guttormur Pálsson á Austurlandi, Einar
Sæmundsen á Suðurlandi, Einar G. E. Sæmundsen á
Norðurlandi. Daníel Kristjánsson á Vesturlandi.
Skógrækt ríkisins skal rekin með þvi markmiði:
1. að vernda, friða og rækta skóga og skógaleifar, sem
eru í landinu.
2. að græða upp nýja skóga, þar sem henta þykir.
3. að leiðbeina um meðferð skóga og kjarrs og annað
það, sem að skógrækt og skóggræðslu lýtur.
SANDGRÆÐSLA ÍSLANDS
byrjaði á girtum svæðum árið 1907. Yfirstjórn hennar er
falin Búnaðarfélagi íslands. Sandgræðslustjóri Gunn-
laugur Kristmundsson, Hafnarfirði. Sandgræðslusvæði eru
36 í 8 sýslum, landstærð þeirra er um 40.000 ha., lengd
girðinga 335 km. .
Sandgræðslusvæðin verður að friða fyrir umferð og fén-
aði. Örtröð eyðileggur gróður landsins, gerir fénaðinn rýr-
an og veldur uppblæstri og sandfoki á þurrum og sendn-
um jarðvegi.
BÚREIKNINGASKRIFSTOFA RÍKISINS.
Starfar undir umsjón Búnaðarfélags íslands. Forstöðu-
hiaður Guðmundur Jónsson kennari, Hvanneyri. (Sjá
nánar: Um búreikninga, bls. 119).
4