Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Side 73
71
og garða og plægður niður i túnin. Vel hirt sauðatað
(og alifuglaáburður) er bezti búfjáráburðurinn og auðug-
astur af jurtanæringu. Þótt kúaþvagið sé skilið vel frá
saurnum og geymt í for, þarf og á að blanda saurinn
hieð mold (mómold, rofmold) til drýginda og til þess að
þurka og binda það þvag, sem honum fylgir í haughús
eða haugstæði. Moldarlag á gólfinu í haughúsinu og á
botninum í haugstæðinu er búbót, sem of fáir bænd-
Ur nota sér. Hálffljótandi mykja, er óþrifnaður og
eyðsla. Vel hirtri mykju er mokað með mykju-
kvísl, það á ekki að þurfa að lepja hana með steypu-
skóflu. Sjá nánar um hirðingu áburðar í riti Áburðarsölu
ríkisins: Meira gras.
Jurtanæring búfjáráburðarins kemur ekki öll að not-
um, mikið tapast i meðförunum og þvi meira, sem notk-
unin er ófullkomnari, t, d. þegar illa er unnið á harðlendu
túni, í þurkatíð.
í búfjáráburðinum er afar mikið af gerlum, sem geta
bætt jarðveginn mjög mikið ef áburðurinn er notaður
á heppilegan hátt. Vel hirtur búfjáráburður er því alltaf
hin mesta hjálparhella við alla nýrækt og því mikils-
verðari sem jarðvegurinn er lélegri.
Salernisáburður. Það er sterkur og verðmætur áburður,
sem notast vel og án óþæginda ef menn aðeins komast
upp á að byggja hentug salerni í sambandi við haughús
og haugstæði og gleyma ekki að bera í og blanda áburð-
inn. Að láta salernisáburðinn fara saman við þvagið í
fjósforinni torveldar heppilegustu notkun þvagsins. Af
þrifnaðarástæðum og til húsþæginda kjósa flestir nú orðið
að byggja vatnssalerni innanhúss, ef þess er kostur, í stað
útisalerna. Slík þróun er réttmæt, þótt allmikill áburður
fari forgörðum á þann hátt.
Þangáburður. Þang og þari vex við strendur landsins
og berst víða á fjörur í svo ríkum mæli, að það er hin
mesta áburðarlind. Best er að láta þangáburð rotna I
haugum áður en hann er notaður. Sé fiskiúrgangi eða
búfjáráburði blandað saman við hann, flýtir það fyrir
rotnuninni. Vel rotnaður þangáburður hefir svipað áburð-
argildi eins og blandaður búfjáráburður, en er þó það
snauður af fosfórsýru, að oftast er þörf á að nota fos-
fórsýruáburð með þangáburðinum.