Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Síða 75
73
jurtirnar taka úr honum sér til næringar og þroska, en
hvort þar þarf að vera um staðgreiðslu og fulla greiðslu
að ræða fer mjög eftir gæðum jarðvegsins og ræktunar-
éstandi. Búfénaðurinn ræktar ekki fóðrið sitt. Verðmæt
efni tapast alltaf úr umferð, eru tekin frá jörð og búi,
í uppskeru og afurðum, sem seldar eru, eða látnar af
hendi á annan hátt. Þeir bændur sem styðjast við mikinn
og góðan útheysslcap og ala búfénað í samræmi við það,
geta haft nægan áburð til viðhalds túnum og görðum
og jafnvel til nýræktar, en það eru tiltölulega fáir bænd-
ur, sem eru svo vel settir. Á öllum þorra býla skortir
áburð jafnvel þótt öllu sé vel til haga haldið. Úr því er
bætt með tilbúnum áburði. Skynsamleg not hans sam-
ræmast góðri hirðingu og fullkominni notkun hins heima-
fengna áburðar.
í tilbúnum áburði geta verið eitt eða fleiri af þeim verð-
mætu efnum, sem nytjajurtunum eru nauðsynleg. í sam-
ræmi við það er talað um köfnunarefnisáburð, fosfórsýru-
áburð, kalíáburð og um blandaðan eða algildan áburð.
Bændur þurfa að vita deili á allmörgum tegundum af
tilbúnum áburði.
Köfnunaref nisáburður.
Kalksaltpétur. í honum eru 15%% af köfnunar-
efni og um 28% lcalk. Megnið af köfnunarefninu, eða 14,5%
er fljótvirkt saltpéturköfnunarefni, en 1% er ammoníak.
Kalksaltpétur er því mjög hraðvirkur áburður og á vel
við í öllum þurrviðrasveitum og þegar þörf er á að áburð-
urinn verki sem fljótast.
Kalkammonsaltpétur er fjórðungi sterkari en
Kalk; Jtpétur, 20%% af köfnunarefni og 35% kolsúrt kalk.
Helmingurinn af köfnunarefninu er saltpéturköfnunarefni,
en helmingurinn ammoníak. Kalkammonsaltpétur er lang-
virkari en Kalksaltpétur, og því heppilegri þegar þörf er
á að fá jafnar og öruggar verkanir um lengri tíma. Að
öðru jöfnu er því bezt að nota Kalkammonsaltpétur í
hinum votlendari sveitum.
Chilesaltpétur. í honum eru 16% af köfnunarefni.
Hann flyzt nú orðið sem hrein-komótt vara, sem auðvelt
er að dreifa og nota. Um notkun og verkanir gildir hið
sama og um Kalksaltpétur.