Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Blaðsíða 76
74
Brennisteinssúrt ammoníak. í þeim áburði
eru 20,6% af köfnunarefni. Eins og nafnið bendir til, er
það' ammoniak. Verkanir þess eru því seinni og nokkuð
minni heldur en verkanir saltpéturs. Brennisteinssúrt
ammoníak á bezt við kalkríkan jarðveg, því að þegar til
lengdar lætur eyðir það nokkuð kalkinu, sem er 1 jarð-
veginum. Árin 1941 og ’42 var notað mjög mikið af Brenni-
steinssúru ammoniaki í stað saltpéturs, og yfirleitt með
mjög góðum árangri.
Tröllamjöl er köfnunarefnisáburður, sem þó er
mest notaður til þess að eyða mosa og illgresi. í því eru
20V£% köfnimarefni og 60% kalk. Áburðarverkanir þess
eru seinar og langdregnar. Síðustu ár hefir Tröllamjöl
verið notað til þess að eyða illgresi i kartöflugörðum
og gefist vel.
Posfórsýruáburður.
Superfosfat er aðaltegundin, sem hér er vanalega
notuð. I því eru 18% af fosfórsýru. Þrífosfat, er
önnur tegund af fosfórsýruáburði. 1 því eru vanalega
um 48% af fosfórsýru. Það er því mjög sterkur áburður
og verður að skammta áburðarmagn og vanda dreifingu
þess eftir því.
Kaliáburður.
Kali 40% er mest notað við alla algenga ræktun.
í því er ofurlítið af klóri, sem getur haft skaðleg áhrif
á tómata og jafnvel kartöflur. Sé það notað í kartöflu-
garða, er því betra að bera það á nokkru áður en sett er
niður.
K1 ó r-k a 1 i. í því eru 50—60% kali. Þótt nafnið bendi til
þess, að í því sé mikið af klóri, er það eigi svo. Það er hlut-
fallslega minna af klóri í Klórkali heldur en í Kalí, 40%.
Um notkun þess gildir hið sama og um notkun 40% kalí,
nema að taka tillit til styrkleikans.
Brennisteinssúrt kali. í þvi eru vanalega um
48% af kalí. Það er svo að segja klórlaust og þvi notað
við tómataræktun og stundum í kartöflugarða, þótt það
sé dýrara heldur en venjulegt kalí 40%.
Algildur áburður.
Af honum verður ekki fáanleg nein tegund á þessu ári
(1943), er svari til Nitrophoska, eða Garða-Nitropsoska,
er áður hefir verið notaður.